Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 32
Júlían og eygló best
íþróttabandalag Reykjavíkur, íbR,
tilkynnti í gær um útnefningu á
íþróttafólki Reykjavíkur fyrir árið
2015.
íþróttakarl Reykjavíkur 2015 er
kraftlyftingamaðurinn Júlían
Jóhann Karl Jóhannsson úr glímu-
félaginu Ármanni. Júlían varð
heimsmeistari ungmenna á
árinu þar sem hann hjó nærri
íslandsmetinu í opnum flokki og
sló íslandsmetið í bekkpressu í
opnum flokki.
íþróttakona Reykjavíkur 2015 er
sundkonan eygló ósk gústafsdóttir
úr sundfélaginu Ægi. eygló vann í
haust til tvennra bronsverðlauna á
evrópumeistaramótinu í 25 metra
laug, sló norðurlandametið í 200
metra baksundi fjórum sinnum á
árinu og hefur tryggt sér þátttöku-
rétt á ólympíuleikunum 2016.
íþróttalið Reykjavíkur 2015 er
lið Ármanns í áhaldafimleikum
kvenna sem vann bikarmeistara-
titil á árinu.
Um helgina
Laugardagur
14.50 Man. Utd - Norwich Sport 2
14.50 Chelsea - Sunderland Sport 3
14.50 Southampton - Spurs Sport 4
14.50 Everton - Leicester Sport 5
14.50 Stoke - C. Palace Sport 6
14.50 WBA - Bournemouth Stöð 3
17.20 Newcastle - A. Villa Sport 2
18.30 Formúla E Sport
01.00 UFC Fight Night Sport
Sunnudagur
11.25 Carpi - Juventus Sport
13.20 Watford - Liverpool Sport 2
13.55 Atalanta - Napoli Sport 3
14.55 Real Madrid - Rayo V. Sport
15.50 Swansea - West Ham Sport 2
16.55 Sampd. - Palermo Sport 3
19.40 Inter - Lazio Sport 3
21.20 Pittsburgh - Denver Sport
Ef FH-ingar verða Íslands-
meistarar í sumar verða þeir
fyrsta liðið til að vinna
titilinn með erlendan aðal-
markvörð. #OptaHH
Hjörvar Hafliðason
@hjorvarhaflida
fínn hRinguR hJÁ valdísi
Kylfingarnir valdís Þóra Jónsdóttir
og ólafía Þórunn Kristinsdóttir
léku í dag fyrsta hringinn á lokaúr-
tökumótinu fyrir evrópumóta-
röðina.
valdís Þóra átti skrautlegan hring
en kom að lokum í hús á tveimur
höggum undir pari. ólafía Þórunn
fann sig aftur á móti ekki og kom í
hús á tveimur höggum yfir pari.
valdís er í 25.-35. sæti en ólafía er í
74.-83. sæti.
Mótið fer fram á tveimur keppnis-
völlum í Marokkó. alls verða
leiknir fimm 18 holu hringir og
aðeins 60 kylfingar af 120 leika
síðasta hringinn. 30 kylfingar
munu svo fá passann á evrópu-
mótaröðina.
besta skorið í dag var fimm högg
undir pari.
Fótbolti síðustu dagar hafa verið
viðburðaríkir hjá velska liðinu
swansea, sem berst nú fyrir lífi sínu
í ensku úrvalsdeildinni. liðið er í
sautjánda sæti deildarinnar, jafnt
norwich sem er í fallsæti á verri
markatölu, og er nýbúið að reka
stjórann garry Monk.
landsliðsmaðurinn gylfi Þór
sigurðsson er í stóru hlutverki hjá
swansea og þekkir vel til Monks,
enda lék hann með honum þegar
hann var fyrst hjá swansea sem láns-
maður frá hoffenheim árið 2012.
Það var svo Monk sem fékk hann
aftur til félagsins þegar swansea
keypti hann frá tottenham í fyrra-
sumar.
„eins og stjórnarformaður-
inn [huw Jenkins] sagði sjálfur þá
var þetta ekki auðvelt að þurfa að
reka mann sem hafði verið jafn lengi
hjá félaginu, bæði sem leikmaður og
þjálfari. swansea náði besta árangri
sínum frá upphafi undir hans stjórn
í vor og það tók persónulega á fyrir
hann að taka þessa ákvörðun. en
svona er þetta bara í fótboltanum
og ég skil ákvörðunina,“ sagði gylfi í
samtali við fréttablaðið í gær. hann
var þá í sjúkraþjálfun en segir þó að
hann sé í afar góðu standi, líkt og
undanfarið.
Þjálfaraleitin truflar ekki
Þjálfaraleit swansea stendur enn yfir
en fjölmargir hafa verið orðaðir við
starfið í enskum fjölmiðlum. arg-
entínumaðurinn Marcelo bielsa telst
hvað líklegastur samkvæmt orðinu á
götunni en meðal annarra sem hafa
verið nefndir eru Ryan giggs, dennis
bergkamp og gus Poyet. en gylfi
segir að þessi umræða hafi engin
áhrif á leikmenn.
„Ég get bara svarað fyrir sjálfan
mig en ég er viss um að aðrir leik-
menn eru sama sinnis. við erum
einbeittir að því að undirbúa okkur
fyrir mikilvægan leik gegn West ham
á sunnudag og getum ekki leyft okkur
að hugsa um neitt annað. Þeir þjálf-
arar sem eru með liðið núna eru mjög
góðir og mér líst mjög vel á það sem
þeir hafa fram að færa,“ segir gylfi en
alan Curtis, fyrrverandi aðstoðar-
maður Monks, stýrði swansea í 2-1
tapleiknum gegn Manchester City
um helgina og verður áfram við
stjórnvölinn um helgina.
Besti leikur okkar þrátt fyrir tap
„Þrátt fyrir að við töpuðum leiknum
gegn City finnst mér að það hafi verið
besta frammistaðan okkar í vetur.
okkur tókst að spila knattspyrnu
sem swansea á að spila enda höfðum
við ekki verið sjálfum okkur líkir í
mörgum leikjum í haust. Ég held að
persónulega hafi ég fengið fleiri færi
í þessum leik en í öllum öðrum leikj-
um á tímabilinu til þessa,“ segir gylfi.
swansea fór vel af stað í haust.
tapaði ekki fyrstu fjórum leikjum
sínum þar sem liðið vann meðal
annars Manchester united og gerði
jafntefli við Chelsea. en svo kom
bara einn sigur í næstu ellefu leikjum
áður en Monk var látinn taka pok-
ann sinn.
gylfi segir erfitt að benda á eina
sérstaka ástæðu fyrir því að liðið
tók svo skarpa dýfu. „Kannski vorum
við varnarsinnaðir ef eitthvað er. við
höfum alltaf lagt áherslu á að ein-
beita okkur fyrst og fremst að okkar
leikstíl og hvernig við viljum spila.
swansea hefur ávallt reynt að spila
vel, vera með mikið af sendingum
og láta boltann ganga hratt á milli
manna. en eins og flestir sáu þá
gekk okkur illa að ná því fram og því
náðum við að skapa lítið af færum.
Það er einfaldlega ekki líkt swansea.“
Jákvætt andrúmsloft núna
gylfi vildi lítið ræða um mögulega
arftaka Monks og sagðist ekki vita
meira um þjálfaraleitina en kemur
fram í fjölmiðlum, og þar sé lítið af
haldbærum upplýsingum um gang
mála.
„Það sem skiptir máli núna er
að við erum með þjálfara sem vilja
koma sínum áherslum að. Það er
jákvætt andrúmsloft í kringum liðið
og vonandi mun það koma til með
að aukast. Það ætti að verða auðvelt
ef við vinnum um helgina,“ segir
hann.
Engin eftirmál vegna viðtalsins
gylfi komst í sviðsljós fjölmiðla
um miðjan síðasta mánuð er hann
sagði í viðtali við fótbolta.net að
garry Monk hefði ekki sent honum
hamingjuóskir með sMs-skila-
boðum þegar ísland tryggði sér sæti
á eM. gylfi sagði síðar að hann hefði
ekki meint neitt slæmt með ummæl-
unum og að Monk hafi vitanlega
óskað öllum sem komust á eM til
hamingju með árangurinn.
„Það voru engin eftirmál af þessu
og sannarlega ekki af minni hálfu.
Þetta var ekkert rætt eftir að ég kom
aftur út,“ sagði gylfi en Monk var
spurður um ummæli gylfa á blaða-
mannafundi þar sem sá síðarnefndi
gantaðist með að næst ætti hann ef
til vill að gefa gylfa köku.
gylfi segir að málið hafi komið
upp á viðkvæmum tímapunkti fyrir
Monk. „fjölmiðlar skrifa um allt sem
hægt er að skrifa um. liðinu gekk
ekki vel og það var mikil pressa á
honum. en þetta varð aldrei að
neinu alvarlegu máli okkar á milli,“
segir gylfi sem segist ekki íhuga það
í eitt augnablik að skipta um félag.
„alls ekki. Það er ekkert sem ég
vil frekar gera en að koma okkur
úr þeim vandræðum sem við erum
sjálfir búnir að koma okkur í. swan-
sea á ekki heima í b-deildinni. Það
er undir okkur leikmönnum komið
að redda okkur úr þessu klandri sem
við erum komnir í.“
Gylfi Þór Sigurðsson og Swansea-ferillinn
Það voru engin
eftirmál af þessu
og sannarlega
ekki af minni
hálfu. Þetta
var ekkert rætt
eftir að ég kom
aftur út.
Gylfi Þór Sigurðsson
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@frettabladid.is
Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000
www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
ré
tt
t
il
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
Manchester
Frá kr. 97.700 m.v. 2 í herbergi og með miða á leikinn.
15. janúar í 2 nætur.
Hotel Portland
Skelltu þér til
Frá kr.
97.700 Sjáðu le
ik
Man.Cit
y og
Crystal
Palace!
m/morgunmat
og miða á leikinn
Nýjast
Domino’s-deild karla
Njarðvík - Grindavík 87-71
Stigahæstir: Haukur Helgi Pálsson 21, Logi
Gunnarsson 18, Maciej Baginski 17 - Þor-
leifur Ólafsson 17, Ómar Sævarsson 16.
Efst
Keflavík 18
KR 18
Haukar 14
Stjarnan 14
Þór Þorl. 14
Njarðvík 14
Neðst
Tindastóll 12
Grindavík 8
ÍR 8
Snæfell 8
FSu 4
Höttur 0
11
mörk
13
StoðSenDinGar
Skapað mark á
126
MíNútNA FREStI
SíðUStU 30 LEIkIRNIR
með Swansea í úrvalsdeild
(Leikir árið 2015)
5
MöRk
3
StoðSenDinGar
FyRStU 36 LEIkIRNIR
með Swansea í úrvalsdeild
(Leikir árin 2012 og 2014)
Skapað mark á
300
MíNútNA FREStI
Vil ekkert
frekar gera
en að hjálpa
Swansea
Gylfi Þór Sigurðsson vonar að það séu komin
kaflaskil á tímabilinu hjá Swansea og að liðið
komi sér aftur á sigurbraut eftir dapurt gengi
síðustu vikna. Hann sagði við Fréttablaðið að það
væri jákvætt andrúmsloft í herbúðum Swansea þrátt
fyrir að liðið væri á milli þjálfara.
1 9 . D e S e m b e r 2 0 1 5 l a U G a r D a G U r32 S p o r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
spOrt