Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 44
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Ég er mik-
ill jólakall og hef alltaf haft gaman af jólun-
um og aðdraganda þeirra. Þar skipta ýmsar
hefðir máli, allt frá því að horfa á Christmas
Vacation með fjölskyldunni að því að hlusta
saman á útvarpsmessuna og jólasálma á
aðfangadag.
Jólaundirbúningurinn hefur reyndar
breyst dálítið frá því að ég hóf þátttöku í
stjórnmálum því að það er iðulega mikið
um að vera í þinginu í desember. Svo verður
auðvitað margt sem tengist jólunum enn
skemmtilegra þegar maður eignast börn og
fer að upplifa jólin með þeim.
Ég vil vera á Íslandi um jólin því mér finnst
ákaflega skemmtilegt hvernig þjóðin öll
tekur þátt í hátíðarhöldunum. Það skapar
mikla samkennd og sterkan jólaanda.
Ég sé fram á að fylgja áfram ýmsum hefðum
þessi jólin meðal annars þeirri hefð að kaupa
gjafirnar á Þorláksmessu og svo þá síðustu að
morgni aðfangadags.
Síðasta gjöfin keypt á aðfangadag
Össur Skarphéðinsson Ég átti ógleyman-
leg jól með gömlum breskum verkamanni
þegar ég endur fyrir löngu stundaði rann-
sóknir við stóra hafrannsóknarstöð út við
ströndina á austasta hluta Bretlands. Ég var
að koma úr villta vinstrinu í íslenskri stúd-
entapólitík en skoðanir hans voru yst til
hægri. Við smullum saman eins og járn og
segull. Kannski af því hann var mesti sagna-
maður sem ég hef hitt.
Rétt fyrir jólin tilkynnti Francis mér
hátíðlega að þau hjónin hefðu ákveðið að
við yrðum með stórfjölskyldunni á jóla-
dag – og ættum ekkert val. Við mættum um
hádegi. Þau fóru með okkur í langa göngu
um fagran skóg og við enduðum með giftu-
ríkri heimsókn á enska skógarkrá. Um
kvöldið var veisla með stórfjölskyldunni,
spilað, sungið og dansað. Þetta er ein hlýj-
asta jólaminningin sem ég á, og á hverjum
jólum minnist ég míns gamla, löngu gengna
félaga með miklum söknuði.
Um kvöldið faðmaði hann mig innilega,
kannski hreifur, og sagði: „I’m crazy guy“
og sagðist elska Íslendinga af því þeir væru
líka galnir. Svo rétti hann mér innpakkaða
jólagjöf, og horfði sposkur þegar ég tók utan
af henni. Francis var líka húmoristi. Gjöfin
var bók sem bar með sér einlæga ósk um
pólitíska endurfæðingu. Hún hét „The Evil
of Socialism“.
Andsósíalískur jólahúmor
Birgitta Jónsdóttir Í skammdeginu eru jólin
birtuhátíð sem sameinar fjölskyldur í upp-
skeruhátíð ljóss og friðar og gleðigjafa til ann-
arra. Staðalmyndir allsnægta dynja á og flestir
bíða þeirra með tilhlökkun í hjarta. En fyrir allt
of marga er þetta þungbærasti tími ársins, til-
raunir til sjálfsvígs eru margar, einmanaleiki
magnast hjá einstæðingum og margir eiga ekki
fyrir mat, hvað þá jólagjöfum til að gleðja aðra.
Skammdegið hellist yfir með dimmu og
kulda, vanmætti og þunglyndi. Gleymum ekki
þeim sem eiga um sárt að binda. Gleymum
ekki hversu margir þurfa að standa í kulda og
trekki í löngum biðröðum eftir matarúthlut-
unum. Gleymum heldur ekki þeim sem velkjast
úti á dimmu hafi í hriplekum bátum með þá
einu von í brjósti að fá að upplifa frið frá stríði,
ofbeldi og hungri. Andi jólanna eru gjafir, en
þær gjafir eiga og mega aldrei bara snúast um
veraldlegar gjafir heldur verk, orð og efndir sem
endurspegla hinn sanna anda jólanna.
Ég lærði eitt sinn að endurmeta gervalla til-
veru mína á aðfangadag, en þann dag hvolfd-
ist vonleysið yfir föður minn og hann hvarf í
stormi og hríð í hrollkalt fljót og hefur aldrei
fundist. Jólin eftir það voru oft dauf og eins og
skopmynd en löngu síðar lærði ég að fagna
gleðinni í augum barna minna og gerði allt
sem ég gat til að tryggja að birtuhátíðin væri
hátíð gleði og samveru þó við værum fá og oft
fátæk í efnislegum gæðum. Ég lærði eitt sinn að
ef manni líður illa þá er besta leiðin til að líða
betur að hjálpa einhverjum sem líður verr. Mér
finnst það ef til vill fanga best anda jólanna.
Vigdís Hauksdóttir Við erum sex systkinin og
afkomendur foreldra okkar 43 – með mökum
erum við yfir 60. Frá því ég man eftir mér hefur
stórfjölskyldan komið saman á jóladag og
borðað hangikjöt með alles. Á góðum stund-
um köllum við okkur mafíuna. Lengst af var
jólaboðið haldið á æskuheimili mínu, Stóru-
Reykjum í Hraungerðishreppi. Húsið er tvílyft
og setið í hverjum krók og kima. Á ákveðnum
tímapunkti vorum við neydd til að flytja
veisluna í sal. Við systkinin skiptum okkur
upp í þrjú holl – sem hafa umsjón með boð-
inu – kaupum inn, undirbúum, tökum á móti,
rukkum inn og göngum frá. Allt víkur fyrir jóla-
dagsboðinu. Þegar nýir kærastar/kærustur eru
kynntar fyrir fjölskyldunni þá er það gjarnan
gert á jóladag og eftir það er ekki aftur snúið
– allt annað víkur á jóladag hjá nýjum „tengda-
meðlimi“. Allir mæta uppábúnir – þrátt fyrir
kuldagalla og skóflur í skottinu. Það er nefni-
lega svo að rúmlega helmingur fjölskyldunnar
býr í Reykjavík og boðið er haldið fyrir austan
fjall. Hefðbundin dagskrá er á þá leið að fyrst er
sest að snæðingi – síðan tekur hið stórkostlega
bingó við – undir stjórn bingóstjóranna Brynju
og Auðuns. Flestir koma með pakka og leggja í
bingópúkkið. Síðan er spurningakeppni milli
afkomenda okkar systkinanna – þrír og þrír í
liði – Reykjavík á móti Suðurlandi. Þessi sam-
vera er ómissandi hluti af jólunum og hef ég
aldrei misst úr dag í 50 ár.
Óttar Proppé Flest mín fullorðinsár hef ég
unnið sem bóksali þó ég hafi gert hlé á því lífs-
starfi til að þjóna pólitísku vafstri. Þegar maður
vinnur í bókabúð felst aðdragandi jólanna í því
að vera í vinnunni, alla daga, fram á kvöld og
eiginlega þangað til maður nær að skjótast
heim í snöggt bað, áður en klukkurnar hringja
inn jólin. Fyrir mér er jólaandinn það sama og
lyktin og spenningurinn yfir nýjum bókum. Eitt
árið komu til mín tveir ungir bræður, senni-
lega hvor sínum megin við tíu ára aldurinn og
báðu mig að hjálpa sér að finna spennandi bók
handa pabba sínum. Ári seinna voru þeir mætt-
ir aftur fyrir jólin og á hverju ári eftir það. Aldrei
hitti ég þessa bræður á öðrum árstíma. En alltaf
fyrir jólin voru þeir mættir og við spjölluðum
saman og fundum lesefni fyrir pabba. Síðast
þegar ég hitti þá bræður voru þeir orðnir mikið
stærri en ég og með sín eigin börn. Þegar ég finn
lyktina af nýrri bók að kvöldi aðfangadags þá
leitar hugurinn gjarnan til þeirra bræðra og ég
velti því fyrir mér hvað þeir séu nú að lesa.
Jólaandinn lykt af nýjum bókum
Mikilvægt að láta gott af sér leiða
Stórfjölskyldan kemur saman
Björt Ólafsdóttir Ég á margar fallegar minn-
ingar frá jólahaldi og -hefðum fjölskyldu
minnar. Ein hefð sker sig þó úr, og er ef til
vill harla óvenjuleg. Sú snýst ekki um frið
í hjarta og hátíðleika. Nei – hún er slagur.
Fjölskylduslagur um möndluna í grautnum.
Í hádeginu á aðfangadegi höfðum við
safnast saman, sumir enn á náttfötunum,
aðrir með svuntu, að hefja matargerð. Enn
aðrir með hey í hárinu búnir að gefa búfén-
aði ríflega því það voru jú jól.
Þannig var sest við eldhúsborðið. Í loft-
inu ríkti spenna og keppnisandinn skein úr
augum. Engin miskunn.
Mamma faldi sig inni í búri á meðan hún
henti möndlunni ofan í pottinn og þegar
hún steig fram í eldhúsið mætti henni ekki
prúð fjölskylda með fallega borðsiði. Þarna
var mættur hálfgerður skríll sem æpti og
gargaði: Gefðu mér fyrst! Ég vil meira!
Miskunnarlaust óðum við ofan í disk
næsta manns, hrærðum og reyndum að
finna og ræna möndlunni. Allir átu á sig gat.
Ekki vegna þess að þeim fannst grauturinn
svo góður (sorrí, mamma) heldur vegna
þess að mandlan var ófundin. Maður skyldi
vinna! Ef mandlan svo lenti á réttum stað,
sagði maður engum frá því strax, heldur
naut í kvikindisskap á meðan maður horfði
á hina belgja sig út.
Verðlaunin voru oftast eitthvert jóla-
nammi. En þau skiptu engu máli. Takmarkið
var að sigra fjölskyldumeðlimina í þessari
brjáluðu keppnisgrein.
Hart barist um möndluna
Þegar ég finn lyktina af nýrri bók að kvöldi að-
fangadags Þá leitar hugurinn gjarnan til Þeirra
bræðra og ég velti Því fyrir mér hvað Þeir séu nú að
lesa.
Þar skipta ýmsar hefðir máli, allt frá Því að horfa
á Christmas vaCation með fjölskyldunni að Því að
hlusta saman á útvarpsmessuna og jólasálma á að-
fangadag.
Þessi samvera er ómissandi
partur af jólunum og hef ég
aldrei misst úr dag í 50 ár.
gleymum ekki hversu margir
Þurfa að standa í kulda og
trekki í löngum biðröðum
eftir matarúthlutunum.
Þetta er ein hlýjasta jóla-
minningin sem ég á, og á
hverjum jólum minnist ég
míns gamla, löngu gengna fé-
laga með miklum söknuði.
í loftinu ríkti spenna og
keppnisandinn skein úr aug-
um. engin miskunn.
1 9 . D e S e m B e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r44 H e L G i n ∙ F r É T T A B L A ð i ð