Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 65
|FÓLK
JÓLAKRÁS
Krás götumatarmarkaður
vaknar upp af vetrardvalanum
um helgina í tilefni jólanna en
þá verður matarmarkaðurinn
Jólakrás haldinn annað árið í
röð. Eins og síðustu tvö sumur
verður matarmarkaðurinn
haldinn í Fógetagarðinum í
miðbæ Reykjavíkur en þar
munu átta veitingastaðir selja
fjölbreyttar og gómsætar
veitingar.
Um er að ræða
veitingastað-
ina Momo
Ramen,
Bergsson,
17 sortir, Sus-
hivagninn, Taco fyrir
mig, Haust, Austurlandahrað-
lestina og Reykjavík Chips.
Auk ljúffengra veitinga munu
dj flugvél & geimskip og Teitur
Magnússon taka nokkur lög.
Matarbásarnir verða allir stað-
settir í stóru og hlýju tjaldi.
Nóg pláss er fyrir gesti og fullt
af sætum. Matarmarkaðurinn
verður opinn í dag og á morgun
sunnudag milli kl. 13 og 19.
Nánari upplýsingar má finna á
Facebook undir Jólakrás.
MOTTUMARKAÐUR Í BÆJARLIND
Indverskur mottumarkaður
hefur verið starfræktur að
Bæjarlind 14-16 í desember og
lýkur honum í dag. Þar fást
indverskar mottur, kollar,
pullur, púðar og skrautmunir
fyrir heimilið. Vörurnar eru frá
indverska fyrirtækinu The Rug
Republic sem hefur framleitt
hágæða mottur í tugi ára.
Hjá The Rug Republic er
vinnuaðstaða til fyrirmyndar
og þar þekkist ekki barna-
þrælkun. Þvert á móti fer hluti
af andvirði hverrar seldrar
mottu í að styrkja indversk
börn til menntunar. Markaðn-
um verður lokað tímabundið
eftir daginn í dag en hann
verður opnaður á nýjum stað
eftir áramót. Öll gjafavara,
bakkar, luktir og fleira í þeim
dúr er á 20-30 prósenta af-
slætti út daginn.
l Allir velkomnir
n Jólaball verður haldið í
Gamla bíói á morgun, sunnu-
daginn 20. desember klukkan
tvö. Öllum börnum og fjöl-
skyldum þeirra er boðið og
frítt verður inn. Dansað verður
í kringum jólatréð, sungið og
glaðst í skemmtilegu andrúms-
lofti Gamla bíós og veitingar
í boði Ölgerðarinnar verða á
boðstólum. Jólasveinar hafa
boðað komu sína og munu von-
andi rata á réttan stað, en þeir
eru búnir að vera að æfa sig í
að taka selfí og ætla að stilla
sér upp með börnum, og full-
orðnum börnum, sem vilja vera
á mynd með þeim. Barnakór
Vatnsendaskóla undir stjórn
Þóru Marteinsdóttur leiðir
söng og dans.
Allt er þetta í boði Gamla bíós
og eru allir hjartanlega vel-
komnir á meðan húsrúm leyfir.
JÓLABALL Í
GAMLA BÍÓI
Gengið verður í kringum
jólatré, sungið og glaðst
á jólaballi á morgun. Öll-
um börnum og fjölskyld-
um þeirra er boðið.
550