Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 42
Ólöf Nordal Ætli þau heima hjá mér segi
mig ekki verða stórskrítna í aðdraganda jóla.
Einatt heyri ég, þegar krakkarnir detta inn
úr dyrunum í byrjun desember: Mamma!
Ekki ertu enn og aftur að hlusta á drengja-
kórana!? Ójá, allan desember spila ég enska
drengjakóra í bland við djassaða jólamúsík.
Ég verð víst að gangast við því að vera jóla-
barn. Um jólin nýt ég þess að nostra heima
við og hægja á öllu gangverkinu á heimilinu.
Stundum á ég það þó til að gleyma mér
í gleðinni og jólameðlætinu. Á ekki enn
almennilega hrakfallasögu en fyrir þremur
árum höfðum við rétt lokið við jólamáltíð-
ina þegar sonur minn spyr, þungur á brún,
hvers vegna ég sleppti Waldorfsalatinu þessi
jólin en það er í miklu uppáhaldi á mínu
heimili. Í öllu meðlætisfarganinu hafði það
gleymst í ísskápnum.
Annars eru jólin róleg og fjölskyldan nýtur
þess að vera saman. Við höfum þann „sið“ á
jóladag að leggjast upp í sófa, öll saman, og
horfa á allar myndirnar um Hringadróttins-
sögu. Í lengri útgáfu, 12 tímar, bannað að gera
hlé. Maðurinn minn sest þó ekki upp í sófa
fyrr en um miðja þriðju mynd, en hann segist
ekki skilja alveg þetta „gigg“. En þessar kvik-
myndir ríma ágætlega við áhuga minn á ævin-
týrum og þjóðsögum af öllu tagi.
Bækur á borðum, jólailmur um húsið,
músík á fóninum og Hringadróttinssaga. Þá
eru jólin komin.
Stórskrítin í aðdraganda jóla
Katrín Jakobsdóttir Elsti sonur minn fæddist
í desember 2005 og þann aðfangadag ákváðu
nánast allir að koma í heimsókn og óska
okkur til hamingju. Þessar heimsóknir stóðu
langt fram eftir degi og voru auðvitað frábærar
en höfðu þær afleiðingar að klukkan fimm var
hangikjötið ekki komið í pott, eldhúsið í rúst,
jólapappírinn ennþá í rúllum og alls ekki utan
á gjöfunum, og barnið náttúrulega grátandi.
Við vorum með gesti þennan aðfangadag
og allt fór þetta öðruvísi en ætlað var, meðal
annars kom í ljós að ýmisleg nauðsynleg eld-
húsáhöld til að gera hangikjöt og uppstúf voru
ekki til í húsinu. Jólin komu auðvitað fyrir því
og voru góð en samt hef ég alltaf spilað þá leik-
fléttu að vera eins undirbúin og mögulegt er
fyrir matargerð á aðfangadag! Bestu stundir
jólanna eru hins vegar þegar matarstússinu er
lokið og ég get sest niður með bók við kertaljós
og fæ að drekka í mig nýjan skáldskap íslenskra
höfunda. Við megum vera þakklát fyrir alla þá
frábæru rithöfunda sem skrifa handa okkur
sögur og ljóð og veita okkur nýja sýn á lífið og
listina. Og svo er það auðvitað ekki slæmt ef
kona kemst í smá súkkulaði á meðan á lestri
stendur.
Súkkulaði og ný bók best
Katrín Júlíusdóttir Jólin eru tími afslöppunar
og samveru hjá okkur fjölskyldunni þar sem
mottóið er að ef eitthvað gleymist þá bara
gleymist það. Við fáum hluta af stórfjölskyld-
unni á aðfangadag og allir fá sitt, hnetusteik
eða hamborgarhrygg. Við byrjum að borða
þegar við erum tilbúin og allir frekar stress-
lausir. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svona.
Í uppvexti mínum fórum við alltaf utan um
jól. Það kom þó að því að haldin voru jól hér
heima á menntaskólaárunum. Ég, pabbi og
bræður mínir undirbjuggum jólahátíðina. Ég
tók þetta alla leið. Aðventan var eftir bókinni,
kort skrifuð, aðventukransar, smáköku-
bakstur og jólagjafakaup. Kvöldverðurinn
sjálfur var undirbúinn afar vandlega og
skipulagður með margra mánaða fyrirvara,
slíkur var spenningurinn. Svo á aðfangadag
sjálfan var sest til borðs á slaginu sex, kveikt
á messu og borðað. Í kjölfar opnaðir pakkar
og lesið á kort. Þegar öllu var lokið litum við á
klukkuna og þá var hún hálf átta. Skipulagið
var sumsé svo mikið að við trukkuðum jólin í
gegnum excel á methraða! Síðan þá minn-
umst við þessara jóla sem keppnisjólanna
miklu, hlæjum og munum eftir því að slaka á!
Keppnisjólin eftirminnanleg
Bjarni Benediktsson Við höfum yfirleitt
verið með rjúpur á jólunum. En það hafði
ekki gengið að fá rjúpu þessi jól fyrir um það
bil 10 árum þannig að það var tekin ákvörð-
un um að vera með gæs. Hún var fyllt og
ofninn hitaður. Þetta var gott stykki sem þurfti
dágóðan tíma inni í ofninum, en eftir tæpan
klukkutíma fer rafmagnið af öllu húsinu – og
ekki bara hjá okkur heldur allri götunni. Við
áttum ekki von á öðru en að þessu yrði kippt
fljótt í liðinn og við gætum haldið áfram með
eldamennskuna. En, nei, ekki alveg. Við erum
yfirleitt með marga í mat á aðfangadagskvöld og
þarna voru allir gestirnir mættir og orðnir mjög
spenntir fyrir jólasteikinni. Og svo hófst biðin.
Og enn var beðið. Rafmagnið kom ekki fyrr en
eftir fjóra tíma og þetta endaði þannig að við
borðuðum jólamatinn klukkan hálf tólf. Þetta
varð því mjög langur en góður og eftirminni-
legur aðfangadagur – og okkur tókst meira að
segja að bíða með pakkana þangað til eftir mat.
Borðuðu jólamatinn á miðnætti
Ágreiningurinn lagður til hliðar
Augljós pirringur er
kominn í alþingismenn
sem undanfarið hafa
rætt fjárlög og umdeild
mál. Þingmenn hafa verið
duglegir að kvarta hver undan öðrum og saka hver
annan um sögulegt málþóf, eða sögulegt efndaleysi –
eftir því hvorum megin þeir standa í stjórnmálunum.
Fréttablaðið náði þingmönnum í stund á milli stríða,
menn lögðu ágreiningsefnin til hliðar og jólaandinn sveif
yfir vötnum.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
Maðurinn Minn sest þó ekki
upp í sófa fyrr en uM Miðja
þriðju Mynd, en hann segist
ekki skilja alveg þetta „gigg“.
hún var vinkona Mín, húMor-
isti, sniðug og heiMspekileg
og við áttuM saMan öll jól
frá því ég fæddist og þar til
hún dó.
Svanhvít Svavarsdóttir Á þessu ári eru tíu ár
síðan mamma dó og mikið óskaplega sakna
ég hennar. Hún var vinkona mín, húmoristi,
sniðug og heimspekileg og við áttum saman
öll jól frá því ég fæddist og þar til hún dó.
Allar mínar jólaminningar og margar jóla-
hefðir eru tengdar henni og okkar samveru.
Ótal minningar um rjúpnahamflettingar og
Gammeldansk, ilmandi lyng í bolla, fóarn og
hjarta. Waldorfsalatið og stóra kúnstin við
að brúna kartöflur. Best að gera fjall af sykri
og vera þolinmóð. Mjög þolinmóð. Hvítöl
í könnunni og vanilluís á eftir. Rjúpurnar,
bundnar upp, steiktar í smjöri. Bara nota
viðarverkfæri. Aldrei málm. Svo er mikil-
vægt að tala við rjúpurnar. Kærleikur og
húmor er mikilvægur við matargerð. Nostur
og sérviska. Einföld hráefni. Fá og góð. Alls
konar lærdómar frá ári til árs, frá konu til
konu. Og svo komu börnin og brúna núna
kartöflur eins og amma sín. Sjaldan en með
sérviskunni. Það þykir mér vænt um. Svo
vaska upp. Ekki taka upp pakka strax. Syngja
marga sálma. Allt of marga í bernskuminn-
ingunni en seinna hæfilega marga. Nóttin
var sú ágæt ein. Sálmabókin gamla og píanó-
ið. Og svo Fígarótertan sem á rætur aftur
á 19. öld, kynslóð fram af kynslóð. Sagan í
kökunni. Sögukaka. Hlýjar og mjúkar sögur,
upprifjanir og söknuður og kertaljós. Jólin
eru núið og þáið í einni bendu. Fjölskyldan
og samveran. Blessuð jólin.
Jólin og mamma
klukkan fiMM var hangikjötið ekki koMið í pott,
eldhúsið í rúst, jólapappírinn ennþá í rúlluM og
alls ekki utan á gjöfunuM, og barnið náttúrulega
grátandi
skipulagið var suMsé svo Mikið að við trukkuðuM
jólin í gegnuM excel á Methraða!
1 9 . d e S e m B e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r42 h e L G i N ∙ F r É T T A B L A ð i ð