Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 58
Það hefur ekki hvarflað að Ástþóri Skúlasyni og konu hans, Sigríði Maríu Sig­urðardóttur, að flytja frá Melanesi sem er austast á Rauðasandi. Nokkru aust ar við þau er eyði býlið Sjö undá, kunnt af saka­ máli í byrj un 19. ald ar sem skáld­ saga Gunn ars Gunn ars son ar, Svart­ fugl, er byggð á. Ástþór er lamaður fyrir neðan mitti, hann slasaðist árið 2003 þegar bíll hans fór fram af háum fjall vegi í Bjarn götu dal í mikilli vetrarfærð. Hann er bundinn hjólastól en hefur tekist að aðlaga sig vel fötlun sinni. „Við erum út af fyrir okkur um jólin, við erum tvö ein í húsinu. Veðurfar er mjög rysjótt á þessum árstíma en oftast er færðin þannig að það leggur sig enginn í óþarfa hættu með því að gera sér ferð til okkar,“ segir Ástþór. „Við eigum í raun og veru engan mokstur frá ríkinu nema bara að hausti og svo að vori aftur. Það er bara einn framleiðandi eftir með mjólk á svæðinu. Þannig að það þykir ekki borga sig ef það er erfið tíð.“ Jólahaldið er að hans sögn með hefð­ bundnu sniði. „Við erum með skötu í hádeginu eins og aðrir Vestfirðingar og á aðfangadag höfum við hangikjöt. Við höfum rolluskjáturnar að hugsa um og það er aldrei frí í því. Við grípum mikið í spil og lesum. Það eru ekki nema tvö ár síðan sjónvarpsskilyrði komu hing­ að. Það má heita mjög móðins að sjá slíkt,“ segir hann og hlær. „Útvarpsskil­ yrði eru bara langbylgjan. En við getum reyndar hlustað á útvarpið í gegnum sjónvarpið.“ Vegna sjónvarpsleysisins hafa hjón­ in keypt mikið af kvikmyndum til að horfa á. „Við vorum búin að eignast bíómyndasafn og erum mjög vel að okkur í kvikmyndasögunni,“ segir Sigríður og segir að þótt sjónvarpið sé komið þá sé stundum rafmagnslaust og þá sé eins gott að geta notið kyrrð­ arinnar. „Það er allt fallegt, mér finnst æðisleg kyrrðin hér. Það kemur eng­ inn hingað á þessum tíma svo það er púslað, spilað og lesið. Það verður að finna eitthvað sem hentar við kerta­ ljósið.“ Hún segir þau þurfa að kaupa nýjar jólaseríur á hverju ári vegna þess hve rafmagnið flöktir. „Spennan er svo misjöfn að jóla seríurnar eyði­ leggjast.“ Ástþór tekur undir með Sigríði og segir rafmagnið hafa verið lélegt í á annað ár. „Í fyrravetur vorum við mjög oft rafmagnslaus. Það hélst illa. Heimasíminn er líka lélegur, það næst ekkert alltaf samband.“ Hann segir náttúruna á Rauða­ sandi vissulega stórbrotna og á sumrin sækja ferðamenn þangað. „Þetta er frábrugðinn staður og ein­ stakur, það er nú kannski ekki neitt eitt frekar en annað sem mér finnst fallegt. Það er náttúrulega útsýnið frá bænum, bjargið og sandurinn. Það eru margir farnir að koma hingað á sumrin og eykst stöðugt ár frá ári. En straumurinn liggur bara hingað þegar tíðin er góð. Ég óttast nú svolítið þessa þróun með útlendinga á vanbúnum bílum sem eru að reyna að ferðast hér. Ég hefur lent í því að vera að bjarga þeim af fjallinu. Það er hættulegt að ferðast á þessum tíma, því það er enginn á ferðinni ef eitthvað fer úrskeiðis og menn geta því setið lengi fastir á fjallinu.“ Þau Sigríður una sér vel þrátt fyrir þessi vandkvæði sem fylgja því að búa svona afskekkt. „Það hefur ein­ hvern veginn ekki hvarflað að okkur að fara héðan. Ég held að maður sé fastur í þessari tilveru hér.“ Föst í fallegri tilveru á Melanesi við Rauðasand Ekki mokað lengur fyrir soninn fyrir jól Ef ég hef veturinn af þá verð ég líka sumarið, ég segi það allt­af,“ segir Elísabet Pétursdótt­ir, bóndi á Sæbóli á Ingjalds­sandi. Hún og sautján ára sonur hennar eru einir ábúenda eftir í afskekktum vestfirskum dal en Ingjaldssandur er við Önundarfjörð milli Barða og Hrafnaskálanúps. „Við erum yfirleitt tvö heima. Strák­ urinn minn kemur til mín fyrir jól. Við erum alveg lokuð af á þessum tíma árs og nú er ég að slást við kerfið því ég fæ ekki lengur mokstur. Áður var séð til þess að sonur minn kæmist í og úr skóla en nú þegar skólaskyldunni er lokið er því lokið,“ segir Elísabet, jafn­ an kölluð Bettý. Hún segir einu ástæðu þess að sonur hennar kemst líklega til hennar fyrir jól nýafstaðið óveður. „Óveðrið varð nú líklega til þess að ég get haldið jól með syni mínum. Það varð svo mikið foktjón hér í grennd­ inni að það hefur þurft að gera við hitt og þetta og því hefur verið mokað. Hjá mér verður til dæmis gert við kantinn á fjárhúsunum,“ segir hún frá og tekur um leið plötu úr ofninum með smá­ kökum fyrir viðgerðarmennina sem eru væntanlegir. „Þannig að alveg óvænt er orðið léttfært til mín.“ Það er kyrrð yfir jólahaldinu. Bettý byrjar alla daga eins og vant er í fjár­ húsunum. „Við erum með skötu á Þorláksmessu og svo var ég með hangi­ kjöt í fyrra á jóladag og við hlustum á messuna við borðhaldið. þegar ég var að alast upp var hlustað á messuna áður en borðhaldið hófst, en ég hef þetta svona.“ Rafmagnsleysi háir Bettý og þá hefur ekki verið hægt að horfa á sjón­ varp á Sæbóli í tvö ár. „Það er oft raf­ magnslaust einhverja daga um jól vegna veðurs en við höfum sloppið á aðfangadag. Ég hlusta stundum á útvarpið og verð stundum örg þegar þeir endurtaka sama þáttinn tvisvar. Það er stór hópur á landsbyggðinni sem nær ekki útsendingum Ríkissjón­ varpsins og hefur ekki vísan aðgang að rafmagni. Það stendur til að bæta úr þessu, ég er með gervihnattadisk utan á húsinu sem ég næ illa sambandi með. Það er aldrei hægt að treysta á hann. Ég hef ekki notað hann síðan í fyrra. Svo er ég með radíósíma, því síminn dettur reglulega út líka.“ Hún nýtur samverunnar við soninn yfir hátíðarnar. „Það færist helgibragur yfir allt. Ég les yfir jólin, er með Reisu­ bók Guðríðar sem ég ætlaði að geyma til jóla en ég hef verið að stelast í hana. Svo finnst mér bækurnar hennar Vil­ borgar Davíðsdóttur góðar. Það eru ómöguleg jól ef maður hefur ekki góða bók að lesa.“ Bettý segist birg fyrir jólin. Vegna þess hve rafmagnsleysi er títt er hætta á að það sem geymt er í frysti skemm­ ist. „Ég var nú svo heppin að kjötið mitt skemmdist ekki í óveðrinu. Ég var að fá kjötið frá sláturshúsinu og það er í lagi með það. Ég er með tvær frysti kistur. Ég er með mjólk og brauð í annarri kistunni. Ég var svo heppin að komast á Flateyri á meðan rafmagns­ leysið varð. Ég sá mest eftir frosnu grænmeti sem skemmdist en það kemur ekki að sök.“ Ef ég hEf vEturinn af þá vErð ég sumarið, ég sEgi það alltaf. Elísabet Pétursdóttir bóndi það Er hættulEgt að fErðast á þEssum tíma, því það Er Enginn á fErðinni Ef Eitthvað fEr úrskEiðis og mEnn gEta sEtið lEngi fastir á fjallinu. Ástþór Skúlason í Melanesi Hér sést Látrabjarg í vetrarríkinu á Rauðasandi. Elísabet á Sæbóli hefur ekkert sjónvarp en unir sér við lestur um jólin. Hún segir helgibrag færast yfir sveitina um jól. Mynd/Stöð 2 1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r58 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.