Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 66
FÓLK| HELGIN
Frábært verð
Heyrnartólin kosta
8.990 krónur.
AUGLÝSING: TOUCH KYNNIR
Blúndukökur eru smákökur sem
margir gera fyrir jólin og eflaust
enn fleiri sem kannast við að
hafa gætt sér á þeim í jólaboðum
æskunnar. Þær er frekar einfalt
að gera og þær bragðast vel. Í
þessari uppskrift er eitt leynihrá-
efni sem gerir smákökurnar enn
betri en það eru pekanhnetur.
Það er ekki seinna vænna að baka
nokkrar smákökur fyrir jólin og
eru þessar tilvaldar að prófa.
1 bolli pekanhnetur
2 tsk. ósaltað smjör
1 bolli ljós púðursykur
1 stórt egg
1 tsk. vanilludropar
1/4 bolli hveiti
1/2 tsk. lyftiduft
1 klípa salt
Bráðið súkkulaði
Hitið ofninn í 180°C. Fínsaxið
pekanhneturnar í matvinnslu-
vél. Hrærið smjör og púður-
sykur í hrærivél á lágum hraða
þar til það er orðið létt og ljóst.
Hrærið eggjum og vanilludrop-
um saman við. Bætið við hveiti,
lyftidufti og salti, blandið vel.
Bætið pekanhnetunum við.
Setjið deigið á bökunar-
pappír á ofnplötu, passlegt er
að kúffylla teskeið. Hafið gott
bil á milli kakanna. Bakið í sex
mínútur. Takið kökurnar
úr ofninum og látið þær
kólna.
Sprautið bráðnu
súkkulaðinu yfir
kökurnar og látið
standa þar til
súkkulaðið hef-
ur storknað.
ÖÐRUVÍSI
BLÚNDUKÖKUR
Þeir sem ætla að baka smákökur fyrir jólin gætu
gert það um helgina. Það er ráð að prófa þessar
blúndukökur, þær eru afar ljúffengar.
„Ég hef verið að
vinna að því að
þróa s jónvörp
síðastl iðin þrjú
ár. Í tengslum við
það hef ég ferðast
til Kína og fyrir ári
fékk ég þá hug-
mynd að bæta
heyrnartólum við.
Ég heimsótti verksmiðju í Kína og
keypti þar heyrnartól sem ég hef
verið að þróa og breyta síðan. Út-
koman er að mínu mati og annarra
sem hafa prófað framúrskarandi.
Hljómurinn er frábær og bassinn
geggjaður og alveg á pari við sam-
bærileg heyrnartól,“ segir Garðar
Garðarsson.
Hann mun selja heyrnatólin í Firð-
inum í Hafnarfirði fram að jólum, á
8.900 krónur. „Verðið á sambæri-
legum heyrnartólum er hins vegar
í kringum 20 til 30 þúsund,“ segir
Garðar sem hefur sett sér það
metnaðarfulla markmið að lækka
raftækjaverð á Íslandi. „Jóhannes í
Bónus lækkaði matarverðið og ég
ætla mér að lækka raftækjaverðið
og stefni að því að opna verslun í
Firði í vor.“
Garðar er enn að þróa sjónvörpin
en vonast til að þau komist á mark-
að einhvern tíma á nýju ári. „Í dag
er staðan þannig að fólk getur flogið
til Danmerkur, keypt sér sjónvarp og
komið með það heim en samt verið
að borga minna en það myndi greiða
fyrir sjónvarp út úr búð hér heima.
Þessu vil ég breyta. Ég vil að fólk
geti keypt gott sjónvarp á viðráðan-
legu verði og jafnvel nokkur heyrnar-
tól með,“ segir hann glaður í bragði.
Touch-heyrnartólin eru þráð-
laus og hægt að tengja við símann,
iPadinn, sjónvarp og önnur Blue-
tooth-tæki, en Bluetooth-inn er sér-
pantaður frá Bretlandi og hefur að
sögn Garðars reynst mjög vel.
Batteríið endist í tíu tíma
en auk þess má stinga
heyrnar tólunum í sam-
band. „Með einu klikki er
svo hægt að svara með
þeim í símann,“ útskýr-
ir Garðar. Hann
segir heyrnartólin tilvalin jafnt heima
fyrir, á ferðinni og í ræktinni og hafa
þeir sem hafa prófað lýst yfir mikilli
ánægju með þau. „Nú er komin tölu-
verð reynsla á heyrnartólin og er hún
mjög góð. Ég er að vonum ánægð-
ur með það enda markmið mitt að
vera með góðar vörur á verði sem
allir geta verið ánægðir með.“
JÓLAGJÖFIN Í ÁR
TOUCH KYNNIR Touch heita þráðlaus heyrnartól sem komu á markað fyrir
skemmstu, en fyrsta sending seldist upp á nokkrum dögum. Frumkvöðullinn Garðar
Garðarsson byrjaði að þróa þau fyrir ári og standa þau að hans sögn jafnfætis öðr-
um sambærilegum heyrnartólum að gæðum. Verðið er þó langtum betra en þekkst
hefur. Þau verða til sölu í Firðinum í Hafnarfirði fram að jólum.
Garðar Garðarsson
Tónlistarkonan Mr. Silla vakti
mikla athygli á Iceland Airwaves
tónlistarhátíðinni sem haldin
var í Reykjavík í síðasta mánuði.
Nýjasta plata hennar, og um leið
fyrsta sólóplatan, kom út í októ-
ber og hefur fengið góðar við-
tökur innanlands og erlendis.
Mr. Silla, sem heitir réttu nafni
Sigurlaug Gísladóttir, er eng-
inn nýgræðingur í tónlist. Hún
hefur undanfarin tíu ár komið
fram undir merkjum Mr. Silla
& Mongoose og rokkbandsins
Mr. Silla auk þess að vera með-
limur í múm um sjö ára skeið.
Einnig hefur hún spilað með og
sungið inn á plötur listamanna
á borð við Snorra Helgason,
Mice Parade, Low Roar og Teit
Magnússon.
Á síðasta ári varð stefnubreyt-
ing í tónlistarsköpun hennar þeg-
ar hún setti rokkið til hliðar og
fór að semja elektróníska tónlist.
Afraksturinn má heyra á nýju
plötunni sem sat m.a. í efsta sæti
Tónlistans vikuna sem Airwaves
hátíðin fór fram.
Stefnubreytingin var þó ekki
meðvituð ákvörðun að hennar
sögn. „Við höfðum verið að leika
okkur vinirnir með nokkur lög
sem við höfðum samið í rokk-
hljómsveitinni Mr. Silla. Þegar
ég ákvað að einbeita mér að því
að semja ný lög ein míns liðs þá
einhvern veginn urðu synthar og
sömpl ósjálfrátt fyrir valinu. Voru
svona innan handar og hentuðu
vel þeim hljóðheimi sem mig
langaði að skoða mig um í.“
EINN AF HÁPUNKTUNUM
Nýja platan var tekin upp að mestu
í Reykjavík og London með aðstoð
upptökustjórans Mike Lindsay.
„Vinnan var frábrugðin fyrri verk-
um að því leyti að við reyndum að
vera eins trú upprunalegum grunn-
um og demóum og við gátum. Við
bættum við elementum og lékum
okkur með strúktúr frekar en að
skipta öllu út og taka upp upp á
nýtt. Það var á vissan hátt mjög
frelsandi og gaman.“
Það var ekki bara nýja platan
sem gekk vel í kringum Airwaves
tónlistarhátíðina. Erlendir blaða-
menn voru einnig mjög hrifnir af
tónleikum hennar og valdi t.d.
bandaríska tímaritið Rolling Stone
hana eitt af bestu atriðum hátíðar-
innar. „Við spiluðum í Gamla bíói
sem er yndislegur salur til að spila
í. Á síðustu Airwaves hátíð spil-
uðum við í Silfurbergi sirka korteri
eftir að ég kom frá upptökunum í
London. Þannig að ári síðar erum
við komin með „live“ settið meira
í blóðið.“
BLÓÐUG SLAGSMÁL
Næstu vikur og mánuðir verða
annasamir hjá Sigurlaugu. Þann
6. janúar verða haldnir útgáfu-
tónleikar í Hörpu sem eru hluti af
Blikktrommuseríunni. „Þar munum
við spila plötuna í heild sinni og
jafnvel bæta við nokkrum lögum. Í
framhaldinu förum við á flakk um
Evrópu til að kynna plötuna. Við
erum líka að vinna að myndbandi
við lag númer tvö af plötunni. Þóra
Hilmarsdóttir gerði myndbandið
við Breathe en þar erum við Saga
Garðarsdóttir í blóðugum slags-
málum, gaman að því. En mynd-
band númer tvö verður unnið af
myndlistarkonunni Rakel Jónsdótt-
ur við lagið Down the hill.“
Sigurlaug og eiginmaður henn-
ar, Tyler Ludwick, giftu sig í sumar
og halda fyrstu jólin saman hér á
landi í ár. „Hann hefur spilað með
mér á tónleikum undanfarið og
við höldum áfram þann 20. des-
ember þegar við höldum sunnu-
dagsjólatónleika með Snorra
Helgasyni á Lofti hosteli. Annars
er bara notalegt að vera heima hjá
mömmu og pabba að jólastússast.
Það verður gaman fyrir Tyler að
upplifa sín fyrstu íslensku jól. Við
verðum að öllum líkindum rétt
hjá Skálholti hjá bróður mömmu
minnar með fjölskyldunni hans
líka. Það hefur verið hefðin hjá
okkur síðan ég man eftir mér að
halda jólin með þeim og ég hlakka
mikið til.”
MJÖG FRELSANDI SKÖPUN
LJÚFIR TÓNAR Mr. Silla vakti mikla athygli á Airwaves tónlistarhátíðinni í nóvember. Nýja platan hefur fengið góðar viðtökur.
NÝ STEFNA „Þegar ég ákvað að einbeita mér að því að semja ný lög ein míns liðs þá einhvern vegin urðu synthar og sömpl ósjálf-
rátt fyrir valinu,“ segir Mr. Silla en ný plata hennar kom út í október. MYND/VILHELM
ÆTLAR AÐ
LÆKKA RAF-
TÆKJAVERÐIÐ!