Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 70
FÓLK| HELGIN Gleðilegt uppeldi Margrét Pála Ólafsdóttir Eitthvað á stærð við alheiminn Jón Kalman Stefánsson Árið með heimspekingum Dagbók 2016 Ýmsar Þrettán dagar til jóla Brian Pilkington 2. 3. 4. Spámennirnir í Botnleysufirði Kim Leine Geirmundar saga heljarskinns Bergsveinn Birgisson Þín eigin goðsaga Ævar Þór Benediktsson Jólin koma Jóhannes úr Kötlum Hundadagar Einar Már Guðmundsson 6. 8. 9. 10. 1. METSÖLULISTI Bókabúðar Máls og menningar 10. - 17. des 2015 5. 7. Stóri skjálfti Auður Jónsdóttir Ég hef alltaf verið Star Wars fan. Ég á minningar um Darth Vader frá því ég var pínulítil og hann er minn uppá- halds Star Wars-karakter,“ segir Sigurlína Ingvarsdóttir, yfirfram- leiðandi tölvuleiksins Star Wars: Battlefront. Sigurlína er búsett í Stokkhólmi og stýrir framleiðslu leiksins hjá DICE, dótturfyrirtæki EA. Hún situr einnig í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og vinnur náið með markaðsdeildinni að gerð mark- aðsherferðar fyrir leikinn. Þá er hún í nánu samstarfi við Lucas- film sem á Star Wars og því kemur ekki á óvart að henni leiðist lítið í vinnunni. „Vinnan mín er ótrúlega marg- breytileg og ég fer frá því að ræða smæstu smáatriði í leiknum eins og hvernig persónur líta út og hreyfa sig í það að ræða langtíma- strategíu Star Wars tölvuleikja hjá EA. Talsverður hluti af vinnunni minni felst í að sinna viðtölum og kynningu á leiknum, til dæmis á leikjaráðstefnum. Það eru engir tveir dagar eins hjá mér,“ segir Sigurlína. FYLGDUST MEÐ TÖKUM Í ABU DHABI „Við höfum verið að vinna með Lucasfilm sérstaklega að því að koma plánetunni Jakku að, en The Force Awakens gerist að miklu leyti þar. Jakku er eyði- merkurpláneta þar sem við sjáum leifar mikillar orrustu sem gerðist löngu áður en atburðir The Force Awakens gerast. Þessa atburði má sjá í Star Wars Battlefront og við þurftum því að fá upplýsingar um The Force Awakens á meðan myndin var í framleiðslu og teymi frá okkur fór á settið í Abu Dhabi þar sem atriðin sem gerast á Jakku voru tekin upp.“ Star Wars Battlefront hefur verið í þróun í rúm tvö ár. Sem yfirframleiðandi stýrir Sigurlína þróunarteymi leiksins og fylgist með á öllum stigum. Hún vinnur með öllum stjórnendum leikja- teymisins, svo sem leikjahönnuð- inum, listrænum stjórnanda, tæknilegum stjórnanda, yfirhljóð- hönnuði og verkefnastjóra að leiknum frá hugmynd til útkomins leiks. Þá upplýsir hún hagsmuna- aðila innan og utan EA um hver staða framleiðslunnar er á hverj- um tíma. „Þetta er ótrúlega flókið og spennandi ferli, sambland af vísindum og list og fólkið sem vinnur við tölvuleikjagerð er upp til hópa fært, frjótt og metnaðar- gjarnt og hefur mikla ástríðu fyrir starfinu sínu,“ segir Sigurlína. EN ÚT Á HVAÐ GENGUR LEIKURINN? „Star Wars Battlefront er fyrst og fremst fjölspilunarskotleikur í klassíska Star Wars heiminum, sem við þekkjum úr fyrstu þrem- ur Star Wars myndunum. Hann gerist á snjóplánetunni Hoth, eyðimerkurplánetunni Tatooine og skógartunglinu við Endor auk plánetunnar Sullust sem er hraun- pláneta og að miklu leyti byggð á Íslandi. Spilarinn spilar annað- hvort í liði uppreisnarhersins eða sem Stormtrooper í vonda liðinu. Leikmennirnir geta líka spilað sem hetjur eins og Luke Skywalker, Leia Organa eða Han Solo og illmenni eins og Darth Vader, Boba Fett eða Keisarinn og stýrt farartækjum eins og X- Wings, A-Wings, TIE fighters og TIE interceptors og svo AT-ST, að ógleymdum Mill ennium Falcon og Slave I, skipi Boba Fett.“ ERTU LEIKJANÖRÐUR SJÁLF? „Ég hef spilað tölvuleiki frá því að ég var barn og uppáhaldsleikirnir mínir eru Tetris, Tekken, Civil- ization III og The Last of Us. Ég á nokkrar leikjavélar, þar á með- al tvær PS4 og eina PS3.“ EYÐIR JÓLUNUM Í SÓLINNI Sigurlína er nú komin í langþráð frí eftir mikla vinnutörn síðustu tvö árin. Hún segir starfið krefj- andi og áhugamálin hafa setið á hakanum. Hún nýti þó þann frí- tíma sem gefst vel. „Ég er bókaormur og les mikið af fantasíum og vísindaskáldsög- um auk fagbóka. Núna er ég að lesa ævisögu Brynhildar Georgíu Björnsdóttur eftir stórvinkonu mína Ragnhildi Thorlacius. Auk lestrar horfi ég á sjónvarpsseríur. Svo reyni ég að eyða tíma með dætrum mínum tveimur og við Emma, átta ára, höfum gaman af að fara saman á skauta. Við fjöl- skyldan reynum að nota öll frí til að ferðast enda auðvelt að fljúga hvert sem er frá Stokkhólmi og með Airbnb er auðvelt að finna íbúð sem hentar fjögurra manna fjölskyldu í borgarferð. Undan- farin ár höfum við farið til Parísar, Berlínar, Krakow, Tallinn, Hels- inki, Prag, Madridar og Barcelona, Vimmerby, Kaupmannahafnar og erum akkúrat núna í Hua Hin í Taí landi, þar sem við ætlum að eyða jólunum í sólinni.“ HELDUR UPP Á SVARTHÖFÐA STJÖRNUSTRÍÐ Star Wars æðið stendur nú sem hæst en nýjasta kvikmyndin, The Force Awakens, var frumsýnd í vikunni. Sigurlína Ingvarsdóttir leggur sitt af mörkum sem yfirframleiðandi tölvuleiksins Star Wars: Battlefront. STAR WARS AÐDÁANDI Starf Sigurlínu sem yfirframleiðanda Star Wars Battlefront er fjölbreytt og spennandi. Hún segist leikj- anörður sjálf og hennar uppáhaldspersóna er Svarthöfði. MYND/SIGURLÍNA INGVARSDÓTTIR THE DARK SIDE Svarthöfði er í uppáhaldi margra aðdáenda Star Wars, og Sigurlínu þar á meðal. MYND/EA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.