Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 76
Eggert Kristjánsson ehf. óskar að ráða öflugan sölustjóra, viðskiptastjóra og innheimtufulltrúa.
Upplýsingar veita:
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Inga S. Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 11. janúar nk.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Frábær störf fyrir fólk með drifkraft og metnað
Eggert Kristjánsson ehf. er ein elsta heildverslun landsins. Fyrirtækið starfar að mestu
í innflutningi á matvöru og er með mörg leiðandi merki á því sviði. Þar á meðal eru
vörumerki með langa sögu og önnur sem mæta vaxandi þörf fyrir lífrænar vörur
og ferskleika. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru annars vegar helstu matvöruverslanir í
landinu en einnig stóreldhús, hótel, veitingahús, skólar og opinberar stofnanir.
Sölustjóri
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi sem getur leitt söluteymi
fyrirtækisins í þeim mikla vexti sem er framundan en starfið felst
í yfirumsjón með öllum sölumálum fyrirtækisins. Helstu verkefni
eru stýring söluteymis á neytenda- og stóreldhúsamarkaði,
tilboðsgerð, öflun nýrra viðskiptavina, gerð viðskiptasamninga,
kynningar á vörum fyrirtækisins og þátttaka í vöruþróun. Leitað
er að einstaklingi sem er röggsamur, talnaglöggur og fljótur að
koma auga á viðskiptatækifæri.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölustjórnun
• Gott vald á íslensku og ensku
• Brennandi áhugi á sölumennsku
• Frumkvæði, útsjónarsemi og leiðtogahæfileikar
• Hæfileiki til að starfa í hóp og færni í mannlegum samskiptum
• Góð almenn tölvukunnátta áskilin
• Færni í Navision er kostur
Viðskiptastjórar
Vegna vaxandi umsvifa þurfum við að bæta við
okkur viðskiptastjórum. Sölusvæðin geta náð til
hvort heldur verslana eða stóreldhúsa og því er
fjölbreyttur bakgrunnur umsækjenda kostur. Leitað
er að söludrifnum einstaklingum með framúrskarandi
samskiptahæfileika. Reynsla af sölustörfum fyrir
heildverslanir er kostur en ekki skilyrði.
Innheimtufulltrúi 50% starf
Við óskum efir að ráða reyndan aðila með þekkingu
á Navision sem hefur tamið sér nákvæm og öguð
vinnubrögð. Við leitum að hæfni í mannlegum
samskiptum, góðri tölvukunnáttu og tölugleggni.
Golfsamband Íslands (GSÍ) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri
Golfsambandsins ber ábyrgð á daglegum rekstri og sér til þess að þjónusta sambandsins
sé veitt í samræmi við stefnu GSÍ. Framkvæmdastjóri undirbýr og situr stjórnarfundi og hefur
yfirumsjón með áætlanagerð og tekjuöflun.
Upplýsingar veitir:
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á
hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 15. janúar nk.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf eigi síðar en 1. mars 2016.
Starfsferilskrá og kynningarbréf skulu
fylgja umsókn. Öllum umsóknum
verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Helstu verkefni:
• Daglegur rekstur sambandsins í umboði stjórnar
• Ábyrgð á fjármálum, stefnumótun og markmiðasetningu
• Áætlanagerð, gerð ársreikninga, ársskýrslna og
upplýsingagjöf til stjórnar
• Öflug samskipti og samstarf við golfklúbba innan GSÍ
sem og erlend samskipti
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Góð reynsla af stjórnun og rekstri
• Menntun sem nýtist í starfi
• Þekking á golfíþróttinni er æskileg
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
• Reynsla af starfi innan íþróttahreyfingar er kostur
Framkvæmdastjóri
Golfsamband Íslands er íþróttasamband rúmlega 60 golfkúbba með tæplega 17.000 félagsmenn.
Golfsambandið hefur vaxið hratt undanfarin ár og er næststærsta sérsamband innan Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands. Hlutverk þess er að vera leiðandi og sameinandi afl innan golfhreyfingarinnar,
auka útbreiðslu, efla samskipti og styðja við barna-, unglinga- og afreksstarf á Íslandi.
Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla
og farsældar á nýju ári.
Þökkum ánægjuleg samskipti á árinu
sem er að líða.
Starfsmenn Hagvangs