Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 134
Við Vildum fá hann
til að koma fram
sem einleikara og sVo
leyfðum Við honum
líka að ráða hVaða Verk
yrðu Valin.
„Okkur langaði að prófa að fara aftur
í gömlu hlýlegu kirkjuna okkar,
Áskirkju,“ segir Rut Ingólfsdóttir
fiðluleikari þegar hún er spurð út í
jólatónleika Kammersveitar Reykja-
víkur á morgun, 20. desember,
klukkan 17.
Hún segir dagskrána glæsilega í ár
og nefnir þar sérstaklega Branden-
borgarkonsert númer 5 eftir Bach.
Efnisskráin markist af því að ákveð-
ið hafi verið að bjóða Jeremy Joseph,
sembal- og orgelleikara, hingað frá
Vín. „Við vildum fá hann til að koma
fram sem einleikara og svo leyfðum
við honum líka að ráða hvaða verk
yrðu valin,“ segir Rut og lýsir dag-
skránni nánar.
„Við spilum tvö verk eftir Bach þar
sem semballinn er alveg í forgrunni,
konsert fyrir fiðlu, flautu og sembal,
þar sem semballinn er aðalhljóð-
færið og svo Brandenborgarkons-
ertinn númer fimm og þar er flott
sembalsóló. Með þessu valdi Joseph
verk eftir þrjú tónskáld sem bjuggu í
Austurríki, kannski af því hann býr
sjálfur í Vínarborg. Þau voru aðeins á
undan Bach í tíma og hann ber höfuð
og herðar yfir þau. En þetta er mjög
skemmtilegt prógramm og hann er
frábær, þessi ungi maður.
Rut tekur fram að þær Áshildur
Haraldsdóttir flautuleikari og Una
Sveinbjarnardóttir fiðluleikari séu
einnig einleikarar á tónleikunum og
láti ekki sitt eftir liggja.
En hefur Jeremy Joseph komið
áður hingað til lands? „Nei, þetta er
í fyrsta skipti sem hann kemur. Hann
var í námi í Lübeck í Þýskalandi á
sama tíma og Hrafnkell Orri Egils-
son, sellóleikari í kammersveitinni,
og það er í gegnum Hrafnkel sem
við fáum hann hingað. Það er mjög
gaman.“
Kammersveitin var á æfingu fyrir stóru stundina á morgun en gaf sér tíma til að stilla sér upp í myndatöku. Fréttablaðið/Ernir
Bækur
★★★★★
Gerill
Snæbjörn ragnarsson
Útgefandi: Sögur
Fjöldi síðna: 277
kápuhönnun: Arnar Geir
Ómarsson
Ljósmynd: Mikael Karlbom
Íslenskir rithöfundar eru
margir hverjir fjölhamir í
meira lagi. Ekki nóg með að
flestir skrifi þeir bæði ljóð, leikrit,
fullorðinsskáldsögur og barnabækur,
öfugt við ýmsa starfsfélaga þeirra í
útlöndum sem sérhæfa sig oftast í
einni bókmenntagrein, heldur eru
þeir gjarna myndlistarmenn, verk-
fræðingar, kennarar eða lögfræðingar
í fullu starfi meðfram skrifunum.
Snæbjörn Ragnarsson er hér engin
undantekning. Hann er starfandi aug-
lýsingagerðarmaður og tónlistarferil
hans með hljómsveitum eins og Ljótu
hálfvitunum, Innvortis og Skálmöld
þekkja flestir en hann á einnig langan
og farsælan skrifferil að baki. Eftir
hann liggja leikrit fyrir bæði börn og
fullorðna, hnyttnir dægurlagatextar,
beinskeyttir pistlar um þjóðfélags-
mál sem hafa vakið mikla athygli og
epískir kvæðabálkar sem hann tón-
klæðir ásamt félögum sínum í þunga-
rokkssveitinni Skálmöld á þann hátt
að sér ekki fyrir endann á vinsældum
sveitarinnar meðal stórs hluta þjóðar-
innar.
Snæbjörn hefur því reynt sig við
mörg ólík textaform með góðum
árangri og biðu margir fyrstu skáld-
sögu hans með nokkurri óþreyju.
Gerill segir af Arngrími Sævari sem
dreymir um að verða rokkstjarna og er
sannfærður um að draumar hans um
frægð og frama muni rætast ef honum
bara tekst að koma sér á framfæri.
Hann stofnar með félögum sínum
hljómsveitina Gerlar og við fylgjumst
með henni gera allt í kringum sig súr-
ara eins og gerlum er tamt. Getuleysi
og sjálfsblekkingar eru aðalsmerki
Sævars og það truflar hann ekkert
sérstaklega þó hann hafi ekkert fram
að færa þegar hann er loksins búinn
að búa sér til tækifæri því það reddast
alltaf – einhvern veginn.
Gerill er langt frá því að vera geril-
sneydd gelgjusaga og alls ekki bók
sem ætti að halda að unglingsdrengj-
um með rokkstjörnudrauma en sem
karnivalísk galsasaga fyrir fullorðna
á hún ágæta
spretti. Ýmis-
legt minnir á
kvikmyndina
This Is Spi-
nal Tap, sem
s e g i r s ö g u
þungarokks-
hljómveitar á
t ó n l e i k a f e r ð
um Bandaríkin,
og það er ekki
ólíklegt að aðdá-
endur þeirrar
myndar eigi eftir
að hafa gaman af
þessari bók. Snæbjörn hefur sjálfur
lifað og hrærst í tónlistarheiminum
um árabil og ekki fjarri lesandanum
að álykta að hann byggi persónur og
atvik á raunveruleika sem oft er lygi-
legri en skáldskapur. Textinn er lipur
og mjög fyndinn á köflum, óþægilegur
á öðrum. Bókin kinkar kolli til óreiðu-
kennds galsans í gróteskusögum
miðalda, lesandanum er hvergi hlíft,
hvorki við háðulegum kynlífslýs-
ingum né líkamsvessum og -úrgangi
sem blandast, eða ekki, í söguþráðinn.
Sjónarhorn bókarinnar fylgir Sævari,
þó einstaka sinnum fáum við skoðanir
annarra á bröltinu í honum, og það er
með hans augum sem við sjáum aðrar
persónur, til dæmis kvenpersónurnar
sem eru allar frekar tvívíðar og fyrst og
fremst dæmdar út frá útliti og gagn-
semi. Snæbjörn skýtur föstum skotum
á dægurmenningu samtímans og eirir
engu og engum í hressilegum fíflaskap
og háði, síst af öllu aðalpersónunni.
Miðað við það vald sem Snæbjörn
hefur sýnt á stíl og textagerð er engin
ástæða til að telja að hann hafi ætlað
sér að skrifa annað en einmitt þessa
bók. Ég hefði viljað sjá meira afgerandi
afstöðu sögumanns gegn sjónarhorni
Sævars sem er á köflum nánast eins og
handbók í gauramenningu, til dæmis
er tekið furðulétt á því þegar Sævar
verður fyrir grófu kynferðisofbeldi og
hrelliklámi og það látið falla að ann-
arri grótesku textans. Snæbjörn hefur
sýnt það ítrekað að hann getur tekið
harða afstöðu þegar honum sýnist svo
og það hefði verið gaman að sjá hann
beita sér betur á þeim vettvangi í þess-
ari bók. En miðað við afköst hans á rit-
vellinum má telja fullvíst að það gefist
fleiri tækifæri.
brynhildur björnsdóttir
Samantekt: Karnivalísk galsasaga
fyrir fullorðna sem hefði þolað beittari
afstöðu í skrifum.
Groddalegur galsi
Jeremy Joseph er fæddur í
Durban í Suður-afríku árið 1978.
Hann byrjaði að spila á orgel níu
ára gamall. Við fjórtán ára aldur
fékk hann sína fyrstu stöðu sem
orgelleikari við Dómkirkjuna í
Durban.
Hann ernú búsettur í Vínar-
borg þar sem hann er orgelleikari
við hina þekktu kirkju Hofburg-
kapelle. Hann er semballeikari
Wiener akademie hljómsveitar-
innar auk þess að leika reglulega
með mörgum af helstu hljóm-
sveitum austurríkis og víðar.
einnig kennir hann við universi-
tät für musik und Darstell ende
kunst í Vínarborg.
orgelleikarinn
Jeremy Joseph
kammersveit reykjavíkur bauð hinum
virta suðurafríska semballeikara, Jer
emy Joseph, hingað frá Vínarborg að
spila á jólatónleikunum í áskirkju á
morgun og efnisskrá tónleikanna er sér
staklega metnaðarfull og glæsileg.
FALLEG GLÖS GLEÐJA AUGAÐ
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 | Opið mán - fös 8:30 - 17:00 | S: 580 3900
Gunnþóra Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Semballinn
verður
í forgrunni
1 9 . D e S e m B e r 2 0 1 5 L a u G a r D a G u r98 m e n n i n G ∙ F r É t t a B L a ð i ð