Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 94
FÓLK| HELGIN
KEPPIST VIÐ Bjarni Viðar Sigurðsson stendur nótt og dag við að steypa fyrir Bandaríkjamarkað en Wall Street Journal valdi leirmuni
hans sem eina af 50 áhugaverðustu jólagjöfunum í ár. Bjarni selur muni í ABC Home í New York. MYND/GVA
Ég var að koma frá því að
senda með hraðpósti út. Það
varð allt vitlaust eftir að þetta
birtist. Ég nota bakaraofninn
í eldhúsinu til að hita formin
og er að hella úr þeim meðan
ég er með þig í símanum, ég
hef ekki sest niður til að borða
síðan ég fór á fætur í morgun,“
segir Bjarni Viðar Sigurðsson
keramiker þegar við heyrðum
í honum í vikunni en eftir að
tímaritið Wall Street Journal
valdi leirmuni eftir hann sem
eina af 50 áhugaverðustu jóla-
gjöfum í ár hefur verið handa-
gangur í öskjunni. „Ég fresta
bara jólunum hjá mér,“ segir
hann hlæjandi.
„Ég var valinn á þennan
lista út frá vörum sem ég er
með í ABC Home í New York.
Það seldist allt upp hjá þeim
um leið og ég stend bara við á
vinnustofunni dag og nótt við
að steypa,“ bætir hann við og
segir viðtökurnar í Bandaríkj-
unum hafa farið fram úr björt-
ustu vonum.
„Ég hef verið með vörur hjá
þeim undanfarin tvö ár en aðal-
innkaupastjóri þeirra var á ferð
í Reykjavík 2013 og kom við í
galleríinu. Hún verslaði helling
og hafði svo aftur samband og
gerði við mig samning. ABC
Home hefur einnig opnað tvo
veitingastaði þar sem ég fram-
leiði alla diska, vasa og bolla. Í
bæði skiptin kom mikill kippur
í söluna og nú stendur til að
opna þriðja veitingastaðinn.
Ég verð bara að vera undir það
búinn,“ segir Bjarni sposkur.
„Þeir segja mér líka að á veit-
ingastaðnum sé alltaf verið að
stela bollum og litlum vösum
svo ég verð að framleiða inn í
það líka auk þess að framleiða
í verslunina. Þetta er heilmikil
pressa en frábærlega skemmti-
legt,“ segir Bjarni og sér fram á
að þurfa jafnvel að bæta við sig
mannskap.
„Ég er bara einn í þessu en
það fer að koma að því að ég
verð að stækka eitthvað við
mig. Ég er einnig með vörur í
galleríi í Noregi og þar verð-
ur sýning fljótlega sem mun
ferðast til Írlands. Svo er ég á
Stígnum hér heima og í Gallerí
List en Bandaríkjamarkaðurinn
stækkar og stækkar, ég bjóst
ekki alveg við þessu þegar ég
fór af stað.“
Hvað er það sem heillar Amer-
íkanann svona?
„Ég nota ösku úr Eyjafjalla-
jökli í glerunginn og það finnst
Bandaríkjamönnum alveg
geggjað og kannski er það það,
þó að okkur hér heima finnist
það bara skemmtilegt og sjálf-
sagt. En maður fær auðvitað ekki
þetta efni nema eitthvað gerist,
eins og eldgos, sem er í sjálfu sér
magnað.“
SLÆR Í GEGN Í BANDARÍKJUNUM
ÍSLENSK HÖNNUN Bjarni Viðar Sigurðsson keramiker á vörur á lista Wall Street Journal yfir 50 áhugaverðustu jólagjafirnar í ár.
Hann stendur við að steypa á vinnustofunni dag og nótt til að anna pöntunum og segir eldfjallaöskuna í glerungnum slá í gegn.
5 góðar ástæður til að taka Active Liver
• Eykur virkni lifrarinnar og gallsins
• Eykur fitubrennslu
• Stuðlar að daglegri hreinsun líkamans
• Bætir meltinguna
• inniheldur aðeins náttúruleg jurtaþykkni
ss. Mjólkurþistil, Ætiþistil. Túrmerik, Svartan
pipar og Kólín.
„Finn mikinn mun á mér, eftir að ég
byrjaði að nota Active Liver. Hef minni
löngun í óhallan mat, sætindi, kaffi
og áfengi. Ég hef líka lést og er mjög
ánægð með árangurinn“.
-Kirsten