Fréttablaðið - 19.12.2015, Blaðsíða 22
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Þegar breski rithöfundurinn Matt Haig tilkynnti aðdáendum sínum á samfélagsmiðlinum Twitter um hvað næsta bók hans fjallaði átti hann ekki von á að
verða krossfestur. Matt hugðist beina sjónum að hætt-
unum sem steðja að karlmönnum vegna hugmynda sam-
félagsins um karlmennsku. Böðlar hans kenndu sig flestir
við femínisma. „Þetta er eins og ef hvít manneskja skrifaði
bók um hvað það er erfitt að vera hvítur,“ fullyrti einn.
Matt sagðist sjálfur vera femínisti. „Ég er ekki að afneita
kúgun kvenna, ég er að reyna að berjast gegn henni með
því að kalla eftir sveigjanlegri túlkun á karlmennskuhug-
takinu.“ En gagnrýnendur hans létu ekki segjast. „Femín-
ismi var ekki fundinn upp til að hjálpa karlmönnum.“
Af forréttindum
Í síðustu viku skrifaði ungur maður, Atli Jasonarson, pistil
sem birtist á visir.is um þrautir þess að vera karlmaður. Atli
sagði karlmenn vissulega búa við forréttindi. Ekki væru öll
forréttindi karlmanna hins vegar jafneftirsóknarverð:
1) Karlmenn eru fjórum sinnum líklegri en konur til að
svipta sig lífi.
2) Karlmenn eru fórnarlömb í 73% morðmála á Íslandi.
3) Tvisvar sinnum líklegra er að karlmaður látist í
umferðarslysi hér á landi en kona.
4) Yfirgnæfandi meiri líkur eru á að karlmaður látist af
völdum efnafíknar en kona.
5) Karlmenn eru 96% fanga í íslenskum fangelsum.
6) 62% háskólanema á Íslandi eru konur.
7) Af þeim grunnskólanemum sem taldir eru slakir í lestri
eru 70% drengir.
Tímamót á vinnumarkaði
Árið 2015 áttu sér stað tímamót á breskum vinnumarkaði.
Í fyrsta sinn fór fjöldi karlmanna sem vinna í hlutastarfi
yfir milljón. Breytingarnar stafa ekki af efnahagslegum
ástæðum á borð við skert atvinnuframboð. Og ekki er
um að ræða láglaunastörf sem gjarnan hafa verið unnin
í hlutastarfi. Um er að ræða val karlmannanna sjálfra af
öllum stigum samfélagsins.
Thiago de Moraes er listrænn stjórnandi hjá aug-
lýsingastofu í Bretlandi. Hann mætir á skrifstofuna þrjá
daga í viku en eyðir hinum tveimur með börnum sínum
tveimur. „Ég elska að sækja son minn í skólann og segja:
Hei, klukkan er hálf fjögur og það er sól, skellum okkur í
almenningsgarðinn.“
Fórnarlömb staðalhugmynda
Ekki eru öll „forréttindi“ karla álitleg eins og samantekt
Atla Jasonarsonar ber með sér. Kannski má segja að
karlar hafi, rétt eins og konur, verið fórnarlömb staðal-
hugmynda samfélagsins. Harðjaxla-ímyndin hefur til
að mynda verið mörgum karlmanninum fjötur um fót.
„Mótið sem karlmenn eiga að passa í er lítið. Þeir eiga að
hafa áhuga á fótbolta, ofbeldisfullum tölvuleikjum og
halda kjafti um tilfinningar sínar. Þeir eiga að stríða hver
öðrum, horfa á stríðsmyndir og hlutgera konur,“ sagði
Matt Haig á Twitter. „Ég er þeirrar skoðunar að bæði
konur og karlar myndu græða á víðtækari hugmyndum
um karlmennskuna.“
Síðasti spölur kvennabaráttunnar virðist ætla að
ganga hægt. Enn er til dæmis launamunur kynjanna
vandamál. Getur verið að leiðin að jafnrétti felist í að
ráðast gegn staðalhugmyndum um karla en ekki aðeins
um konur?
Þangað til nýlega hefur karlmaður ekki þótt merki-
legur pappír á vinnumarkaði nema hann væri hlekkj-
aður við vinnustað sinn bróðurpart vikunnar og heilsaði
fjölskyldu sinni eins og óvæntur gestur um helgar. Í Bret-
landi er það að breytast. Í stað þeirrar hefðbundnu hug-
myndar að konan sé heima með börnin og karlinn úti
að vinna sést það nú í auknum mæli að foreldrar skipta
með sér ábyrgðinni heima við og vinna bæði úti í hluta-
starfi. Karlar fá að njóta fjölskyldulífs og konur komast út
á vinnumarkaðinn: Þetta er „win win“ staða.
Viðurkenning á áþján karla er ekki afneitun á alda-
langri kúgun kvenna. Það er ekkert því til fyrirstöðu að
við tökum saman höndum og fetum saman veginn að
betra samfélagi. Jafnrétti fyrir alla, konur og karla.
Þjáningar karlmannsins
Þegar fjallað er um Ríkisútvarpið mætti stundum ætla að einungis væru tveir kostir í stöðunni – óbreytt Ríkisútvarp eða ekkert Ríkisútvarp. Þetta er dæmi um hvernig umræðan þróast þegar hún litast um of af
áróðri.
Ísland er ekki eina landið í heiminum þar sem deilt
er um starfsemi ríkisfjölmiðla í breyttu umhverfi eins
og mætti ætla af málflutningi áköfustu fylgismanna
Ríkisútvarpsins. Enginn friður ríkir um svokallaða
almannafjölmiðla í nálægum löndum. Sjálft flaggskip
almannaútvarps, BBC í Bretlandi, þarf að bregðast við
breyttum tímum og herða sultarólina.
BBC hefur verið gert að ráðast í gífurlegan sparnað.
Fyrstu skrefin hafa verið stigin nú þegar. Framboð á
íþróttaefni verður skorið niður svo um munar. Þar
er byrjað vegna þess að einkastöðvar sinna íþróttum
betur en ríkismiðillinn, að dómi fólksins í landinu
samkvæmt könnunum. Enda hafa margar einka-
stöðvar sérhæft sig í íþróttaviðburðum.
Fram kom í Markaði Fréttablaðsins nýlega að BBC
hefur nú þegar gefið eftir réttinn að opna breska
meistaramótinu í golfi. Kappaksturskeppnir munu
hljóta sömu örlög, enda vandséð af hverju ríkið á að
sjá fólki fyrir slíkri afþreyingu frekar en einhverri
annarri.
Þegar rekstrartölur BBC eru skoðaðar fær kenningin
um tregðu ríkisfyrirtækja til hagræðingar byr undir
báða vængi. Þar er kostnaður vegna markaðsstarfs –
vegna svokallaðra fjölmiðlafulltrúa og almannatengla
– margfaldur á við sambærileg útgjöld einkastöðv-
anna. Einnig er launakostnaður miklu hærri. Munur-
inn fer vaxandi þrátt fyrir að harðnað hafi á dalnum.
BBC þarf því að berjast við ýmis innanhússmein eins
og önnur fyrirtæki. Þó að á það sé bent dettur fáum í
hug að í því felist einhver sérstök óvild í garð almanna-
útvarps. Sama á við um Ríkisútvarpið hér á landi.
Þó að rómuðustu dagskrárliðir BBC afli því
virðingar er vert að hafa í huga að fyrir hvern náttúru-
lífsþátt Sir Davids Attenborough er fjöldi útsendinga
frá hæfileikakeppnum og spjallþáttum. Erfitt er að
réttlæta ríkisstuðning við slíkt.
Undanfarna daga hefur Fréttablaðið birt fjölda
aðsendra greina frá fólki sem telur að Ríkisútvarpinu
vegið. Sumar eru málefnalegar en aðrar ekki, eins og
gengur. Álíka greinar hafa birst í öðrum fjölmiðlum
þannig að engum dylst að á ferðinni er skipulögð
áróðursherferð í miðjum fjárlagaslag. Og við sem
störfum á einkareknu miðlunum þurfum endalaust að
sitja undir meinfýsnum árásum um óvönduð vinnu-
brögð. Þeir svokölluðu stuðningsmenn, sem lengst
ganga, gera Ríkisútvarpinu engan greiða.
Flestir Íslendingar telja að við þurfum á Ríkisút-
varpi að halda. Auðvelt er að færa rök fyrir því. Þar
er byggt á dýrmætum hefðum, sem æskilegt er að
viðhalda. Hins vegar á almannafjölmiðill að sníða sér
stakk eftir vexti og sinna því vel sem réttlætir niður-
greiðslu með skattfé. Hann á ekki að standa í sam-
keppni við einkamiðla um afþreyingarefni og ekki
stunda auglýsingasölu.
Allt eða ekkert?
Álíka greinar
hafa birst í
öðrum
fjölmiðlum
þannig að
engum dylst
að á ferðinni
er skipulögð
áróðursher-
ferð í miðjum
fjárlagaslag.
Mögnuð bók,
ótrúleg lesning
- The Times
bokafelagid.is
MÖGNUÐ SAGA
1 9 . d e s e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r d A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
SKOÐUN