Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 4

Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 4
Beltone Legend™ Enn snjallara heyrnartæki Nýja Beltone Legend™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu.Bel to ne L eg en d ge ng ur m eð iP ho ne 6 s og e ld ri ge rð um , i Pa d A ir, iP ad (4 . k yn sl óð ), iP ad m in i m eð R et in a, iP ad m in i og iP od to uc h (5 . k yn sl óð ) m eð iO S eð a ný rr a st ýr ik er . A pp le , i Ph on e, iP ad o g iP od to uc h er u vö ru m er ki s em ti lh ey ra A pp le In c, s kr áð í Ba nd ar ík ju nu m o g öð ru m lö nd um . Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is HEYRNARSTÖ‹IN 1 2 2 14 5 15 fulltrúar 1 224 8 623 fulltrúar Hvernig liti borgarstjórn út í dag ef hún væri með með 23 fulltrúa? ✿ Fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík úr 15 í 23 Að öllu óbreyttu mun borgarfulltrúum í Reykjavík fjölga um átta árið 2018. Grófir útreikningar Fréttablaðsins sýna aukinn launakostnað upp á meira en 56 milljónir á ári. Mismunur = 56.688.096 kr. á ári Öll borgarstjórnin í dag: 15 134.216.820 kr. Öll borgarstjórn eftir breytingar: 23 190.904.916 kr. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum frá árinu 2011 mun Reykjavíkurborg fjölga borgarfulltrúum sínum í 23 hið minnsta en þeir eru 15 í dag. Fjöldi sveitarstjórnarfulltrúa í Reykjavík hefur verið nær óbreyttur frá árinu 1908 þegar íbúar Reykja- víkur voru 11 þúsund en nú eru þeir orðnir fleiri en 120 þúsund. Ein undan tekning er á þessu; kjörtíma- bilið 1978 til 1982 var borgarfulltrú- um fjölgað í 21 en því var breytt strax á næsta kjörtímabili. Verkefnum sveitar stjórnarfulltrúa hefur fjölgað mjög undanfarna áratugi og telja margir að fjölga þurfi í hópnum. Þá er gjarnan sagt að á bak við hvern fulltrúa þurfi að vera ákveðinn fjöldi íbúa. Í Reykjavík í dag eru um 8.100 íbúar á bak við hvern fulltrúa en væru um 5.300 eftir breytingar. Til samanburðar eru um 5.300 manns á bak við hvern alþingismann. Hráir útreikningar Fréttablaðsins á fjölgun borgarfulltrúa sýna að launakostnaður vegna borgarfull- trúa myndi aukast um 56 milljónir á ári miðað við núverandi launakjör þeirra. Þá er ekki talinn með kostn- aður vegna skrifstofuaðstöðu, tölvu- búnaðar og þess háttar né álag og laun vegna nefndarformennsku. Þá ber þess að geta að inni í útreikning- unum eru laun fyrsta varaborgarfull- trúa hvers flokks en samkvæmt sam- þykkt um kjör borgarfulltrúa fá fyrstu varamenn 70 prósent af launum borgarfulltrúa. Þó kemur það fram í greinargerð með frumvarpinu að fjölgunin komi hugsanlega ekki til með að bera með sér kostnaðarauka. „Reynslan sýnir að í Reykjavík eru fleiri einstaklingar í reynd virkir sem borgarfulltrúar en þeir 15 sem kosnir eru. Almennt hafa varamenn einnig mjög ríka aðkomu að stjórn borgarinnar og skipa iðulega fundi við umræðu um málefni sem þeir þekkja vel eða hefur verið falið að kynna sér. Gera má ráð fyrir að virkir borgarfulltrúar séu í reynd nær 30 en 15,“ segir í greinargerðinni. Þrátt fyrir að fjölgunin liggi fyrir er hún ekki óumdeild. Fyrir Alþingi liggur frumvarp Sigríðar Á. Andersen sem kveður á um að fjölgunin verði dregin til baka enda óþarfi að lög- gjafinn þvingi Reykjavíkurborg til að fjölga borgarfulltrúum með sveitar- stjórnarlögum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn Reykja- víkur, er hlynntur frumvarpi Sigríðar. „Ég styð það að það sé meira í sjálfsvald sveitarfélagsins sett að ákveða fjölda borgarfulltrúa, að það sé ekki fyrirskipun frá Alþingi. Við höfum lagt það mat á, þangað til að annað kemur í ljós, að það sé dýrara að bæta við átta borgarfulltrúum,“ segir Halldór. Sjálfstæðisflokkurinn óskaði í fyrra eftir upplýsingum um kostnað við fjölgun borgarfulltrúa en þær upp- lýsingar bárust aldrei. Halldór segir það ljóst að kostnað- urinn muni aukast ef halda á í sama kerfi þar sem allir borgarfulltrúar eru á fullum launum. „Það var ekki þann- ig áður fyrr og er ekki í neinu öðru sveitarfélagi á Íslandi.“ Hann nefnir til dæmis borgar- stjórn Kaupmannahafnar sem telur 55 manns sem eru í hlutastarfi sem borgarfulltrúar. Þá segir hann starfsá- lagið ekki þess eðlis að það kalli á fjölgun fulltrúa. „Ég tel að borgarfulltrúar komist ágætlega yfir þetta eins og er, ekki síst vegna þess að varaborgarfulltrúar eru í 70 prósent starfi og þá er þetta dekkað frekar vel,“ segir hann. Fjölgun fulltrúa gæti kostað meira en 56 milljónir króna Að öllu óbreyttu stendur til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík um átta fyrir næstu sveitarstjórnarkosn- ingar. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vill ekki að Alþingi fyrirskipi fjölda fulltrúa heldur sé það sveitarfélögum í sjálfsvald sett. Fyrir Alþingi liggur frumvarp um að draga til baka fjölgun borgarstjórnarfulltrúa í Reykjavík. Á sjötta hundrað einhleypar konur eignuðust börn. NordicPhotos/Getty DanmöRk Sífellt algengara er að einhleypar konur eignist börn í Danmörku. Tölur frá Hagstofu Dan- merkur sýna að fæðingum barna, þar sem faðir er óþekktur, hefur fjölgað stöðugt frá árinu 2012. Í fyrra komu 580 börn í heiminn þar sem börnin voru frjóvguð með tækni- frjóvgun og mæður voru einstæðar. Það samsvarar um 1 prósenti af fæðingum í Danmörku á þeim tíma. Flestar einhleypu konurnar sem koma í tæknifrjóvgun eru á bilinu 35-40 ára. – jhh Einhleypum mæðrum fjölgar Tveir karlmenn tilkynntu í gær að þeir hyggist bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í forseta- kosningum 25. júní. Annars vegar Hrannar Pétursson og hins vegar Guðmundur Franklín Jónsson. Hrannar er 42 ára gamall félags- fræðingur. Hann var framkvæmda- stjóri mannauðs-, markaðs- og lög- fræðimála hjá fjarskiptafyrirtækinu Vodafone og talsmaður fyrirtækis- ins um árabil. Hann starfaði áður sem upplýsingafulltrúi hjá Íslenska álfélaginu og fréttamaður í útvarpi og sjónvarpi. Guðmundur Franklín Jónsson er viðskiptafræðingur og fyrrverandi formaður Hægri grænna. Hann hefur undanfarin ár haft lögheimili í Tékklandi en hann segist hafa skráð lögheimili sitt á Íslandi í síðasta mánuði. Tólf manns hafa nú lýst yfir fram- boði til forseta Íslands, en viðbúið er að fleiri bætist í hóp þeirra á næstu dögum. – jhh Tveir tilkynntu framboð sín hrannar Pétursson Guðmundur Franklín Jónsson ✿ Samanburður á fjölda íbúa á bak við hvern fulltrúa Fulltrúum fjölgaði úr 7 í 11 í Garðabæ árið 2014. 5.200 íbúar eru á bak við hvern alþingisþingmann. 1558 7 1339 11 8170 15 5328 23 n Fjöldi fulltrúa n Fjöldi íbúa á bakvið hvern fulltrúa Garðabær reykjavík Stefán Rafn Sigurbjörnsson stefanrafn@frettabladid.is Við höfum lagt það mat á, þangað til að annað kemur í ljós, að það sé dýrara að bæta við átta borgarfulltrúum. Halldór Halldórsson, oddviti sjálf- stæðismanna í Reykjavík 2 1 . m a R S 2 0 1 6 m Á n U D a G U R4 F R é t t i R ∙ F R é t t a B L a ð i ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.