Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.03.2016, Blaðsíða 10
Tækifæri SIEMENS - Uppþvottavélar SN 45M209SK (hvít) SN 45M509SK (stál) 13 manna. Fimm kerfi. Hljóð: 44 dB. Barnalæsing. „aquaStop“-flæðivörn. Zeolith®-þurrkun: Einstaklega árangursrík þurrkun. Tækifærisverð: 127.900 kr. (Fullt verð: 159.900 kr.) þurrkunOrkuflokkur „All in 1“ uppþvottatöflurnar frá Finish fylgja með öllum uppþvottavélum. Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is NeyteNdur Sprenging hefur orðið í sölu eftirlitsmyndavéla og uppsetn­ ingum á slíkum kerfum síðustu tvö árin. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að búnaðurinn sé orðinn aðgengilegri og almennari með einfaldari tækni og viðráðan­ legra verði fyrir venjulegar fjöl­ skyldur. „Fyrir fáeinum árum þurfti upp­ tökukerfi, leggja kapla og símasam­ band. Í dag tengirðu myndavél við netið heima hjá þér og stingur í sam­ band,“ segir Halldór Hrafn Jónsson, framkvæmdastjóri sölusviðs Tölvu­ teks. Hann segir að á tíu árum hafi búnaður í eftirlitsmyndavélum gjör­ breyst – sérstaklega með skýbúnaði (e. cloud). Þannig sé hægt að skoða upptökur úr myndavélinni í síman­ um. Einnig er hægt að stilla mynda­ vélarnar þannig að þær sendi skila­ boð ef þær nema hreyfingu eða hljóð. „Það hefur orðið gríðarleg aukning á notkun þessara tækja. Ég vil ekki tengja það við stóra bróður eða væni­ sýki heldur er þetta bara viðbót við daglega lífið. Fólk getur fylgst með þegar börnin koma heim, sumir eru með þetta í svefnherbergjum ungbarna í stað barnapíutækja og fyrir öðrum er þetta öryggisatriði. Að mínu mati er þetta neysla, ekki hræðsla,“ segir Halldór. „Þetta getur verið þægilegt þegar unglingarnar hætta að nenna að fara með í sumarbústaðinn,“ segir Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Sec­ uritas, og tekur undir orð Halldórs um aukna notkun eftirlitsmynda­ véla. „Það er mælanleg aukning í sölu myndeftirlits bæði inni á heimilum og í sumarbústöðum á síðustu miss­ erum.“ Hjörtur segir slík kerfi hafa í gegn­ um tíðina verið mjög dýr en nú sé öldin önnur. „Þar af leiðandi er þetta orðið almennara og ósköp venjulegt fólk fær sér eftirlitsmyndavélar. Þetta er sérlega þægilegt til að fylgjast með sumarbústaðnum, hvort allt sé í lagi en líka bara til að athuga hvernig veðrið sé áður en maður leggur í hann. Maður hefur líka heyrt af for­ eldrum sem eru rólegri í útlöndum og geta fylgst með unga fólkinu sem er eitt heima – hvort haldin séu teiti og svo framvegis. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta um hugarró.“ erlabjorg@frettabladid.is Eftirlitsmyndavélar nú hluti af daglegu lífi Mikil aukning í sölu á eftirlitsmyndavélum. Tæknin betri og búnaðurinn ódýrari. Dæmi um að foreldrar noti búnaðinn til að fylgjast með börnunum. Maður hefur líka heyrt af foreldrum sem eru rólegir í útlöndum og geta fylgst með unga fólkinu sem er eitt heima - hvort haldin séu teiti og svo framvegis. Þannig að fyrst og fremst snýst þetta um hugarró. Hjörtur Freyr Vigfússon, markaðsstjóri Securitas Myndavélarnar eru orðnar ódýrari og þar af leiðandi almennari í notkun. Fréttablaðið/Pjetur 2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N u d a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.