Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2016, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 21.03.2016, Qupperneq 22
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Lára Óskarsdóttir er sjálfstætt starfandi ACC stjórnendamark- þjálfari og hefur haldið námskeið í tímastjórnun. Hún segir mikil- vægt að fólk sé sjálft við stjórn- völinn í verkefnum dagsins og oft sé álagið afleiðing þess að tím- inn nýtist ekki til fulls. Það sé slítandi að vera stanslaust á eftir áætlun en það geti kostað talsvert átak að ná tökum á tímastjórn og brjóta upp löngu fastmótaðar venjur. „Fólk kemur sér upp einhverj- um vana yfir vinnudaginn og rekur sig svo á þegar líður á dag- inn að það nær ekki að klára verk- efnin. Fer heim, yfir sig stress- að yfir ókláruðum verkum og við tekur heimilislífið. Við erum eins og hamstrar í hjóli,“ segir Lára. Hún segir meirihluta fólks láta verkefnin stjórna tímanum, sem þýði að það sé ofurselt dagskrá sem aðrir stjórni. Við þær að- stæður brenni fólk hratt út. „Í sumum tilfellum ræður fólk illa við að segja við aðra, „nei, ég ætla mér að setja hlutina svona upp,“ en þeir sem þú veist að halda vel utan um tíma sinn hafa fundið leið til þess og eru stjórn- endur eigin verkefna,“ segir Lára. „Fólk undir miklu álagi en með stjórn á álaginu þolir miklu meira en sá sem er undir álagi sem aðrir stjórna. Þar er mikill munur á.“ Excel leysir ekki allt „Fólk heldur gjarnan að með því að læra á einhver verkfæri eins og skipulagstól og forrit muni það breyta öllu. Svipað eins og við höldum að með því að kaupa lík- amsræktarkort komumst við sjálf- krafa í gott form. Það er þó ekki fyrr en við förum að vinna mark- visst með þau atriði sem ekki eru að virka að eitthvað gerist. Ef við ætlum ekki að falla strax í sama farið eftir viku eða mánuð þarf að breyta vanahegðun sem við höfum komið okkur upp og það getur verið heilmikið átak, jafn- vel ekki minna en þegar fólk hætt- ir að reykja.“ En hvað er til ráða? „Í fyrsta lagi verðum við að setj- ast niður, draga andann og endur- hugsa allt okkar verklag. Horfa þarf yfir daginn og skoða hverju við getum breytt strax og hverju við þurfum að vinna í til lengri tíma. Þau atriði sem snúa að okkur sjálfum getum við lagað strax. Til dæmis hvernig við vinnum gegn- um tölvupóstinn okkar, getum við sleppt þessum fundi? Gef ég mér yfirleitt tíma til að klára verkefni eða leyfi ég alltaf truflun? Stærri hlutir sem snerta aðra en bara okkur sjálf þarf lengri tíma til að vinna í og þarf að gera í samvinnu, endurhugsa verklag og skipulag tíma. Svo þarf aðhald til að falla ekki í sama farið, alveg eins og í líkamsræktinni.“ góð tímastjórnun minnkar streitu Streita og álag eru helstu óvinir vinnandi fólks. Margir kannast við að ná ekki að ljúka verkefnum dagsins og þurfa jafnvel að taka ókláruð verk með sér heim. Lára Óskarsdóttir, ACC stjórnendamarkþjálfi, segir tímastjórnun mikilvæga til að brenna ekki út í starfi. lára óskarsdóttir er sjálfstætt starf- andi aCC stjórnendamarkþjálfi. Hún segir fólk brenna út ef því finnist það stanslaust á eftir áætlun. mynd/lÁra óSkarSdóttir „fólk heldur gjarnan að með því að læra á einhver verkfæri eins og skipulagstól og forrit muni það breyta öllu. Svipað eins og við höldum að með því að kaupa líkamsræktarkort komumst við sjálfkrafa í gott form.“ nordiC pHotoS/getty Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 Opið mán - fös 8:30 - 17:00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Ástríða fyrir góðu kaffi er leiðarljósið við hönnun og framleiðslu allra FRANKE kaffivéla. Til að leita betri lausna í framleiðslu okkar höfum við kallað eftir áliti og reynslu frá rekstraraðilum veitingastaða, kaffibrennslna og kaffiunnenda í þróunarferli okkar. Þessi þrotlausa vinna skilar okkur nú nýrri gerð kaffivéla, A600 og A200. SEM ÞÚ GETUR ALLTAF STÓLAÐ Á UPPLIFUN fyrirtækjaþjónUSta kynningarblað 21. mars 20162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.