Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 23

Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 23
Fyrirtækjaþjónustan sér um að halda utan um öll samskipti og innkaup þannig að framkvæmdir gangi sem best fyrir sig. Þannig fá viðskiptavinir betri yfirsýn yfir útgjöld- in, minnka fyrirhöfn og spara líka tíma. Guðrún Hlín Þórarinsdóttir „Við veitum aðstoð og auðveldum viðskiptavinum okkar ferlið, allt frá hugmyndavinnunni til frágenginnar aðstöðu, hvort sem verið er að taka fyrstu skrefin, breyta til eða endur­ nýja alveg,“ segir Guðrún Hlín Þór­ arinsdóttir hjá Fyrirtækjaþjónustu IKEA. Starfsfólk Fyrirtækjaþjónust­ unnar býr yfir þekkingu á vöru­ úrvali og þjónustu IKEA og getur því aðstoðað þegar velja þarf við­ eigandi húsbúnað, t.d. miðað við hversu mikið mæðir á honum. „Viðskiptavinir fá ráðgjöf við val á öllu frá teskeiðum og upp úr, “ segir Guðrún. Þægindin felast fyrst og fremst í því að Fyrir­ tækjaþjónustan sér um að halda utan um öll samskipti og innkaup þannig að framkvæmdir gangi sem best fyrir sig. Þannig fá við­ skiptavinir betri yfirsýn yfir út­ gjöldin, minnka fyrirhöfn og spara líka tíma, sem er það eina sem allir fá jafn mikið af og virð­ ist yfirleitt naumur. Fjölbreytt flóra fyrirtækja Fyrirtækjaþjónustan aðstoðar alls kyns fyrirtæki við innréttingu hús­ næðis en hótel og gistiheimili hafa verið áberandi undanfarin miss­ eri. „Við höfum komið að því að innrétta og standsetja gistirými af öllum stærðum. Íbúðahótel verða til dæmis sífellt algengari og þá er algengt að við hönnum eldhúsað­ stöðu sem uppfyllir öllu helstu skil­ yrði sem eldhús þarf að uppfylla, en rúmast á örfáum fermetrum,“ segir Guðrún Hlín. „Þarfirnar eru mis­ jafnar. Við sinnum hverju fyrirtæki með það í huga og getum bent fólki á leiðir eða vörur sem það hefði mögu­ lega ekki komið auga á sjálft. Það er þetta persónulega samband sem skiptir máli til að við náum að sinna verkefninu vel og viðskiptavinurinn sé ánægður með útkomuna.“ Hentar líka einstaklingum Guðrún segir Fyrirtækjaþjónust­ una einnig geta gagnast einstakling­ um sem standa frammi fyrir stór­ framkvæmdum. „Það er til dæmis tilvalið þegar verið er að innrétta nýtt húsnæði eða taka stærri hluta þess í gegn eins og eldhús eða bað. Þá veitum við í raun sömu þjónustu og fyrirtækjunum; höldum utan um ferlið, veitum ráðgjöf og léttum við­ skiptavinunum þannig lífið svolítið.“ Byggist á góðu samstarfi Viðskiptavinum stendur önnur þjónusta IKEA einnig til boða eins og samsetning, heimsending o.fl., gegn gjaldi. Annars er ráðgjöf Fyrir tækjaþjónustunnar og teikni­ þjónusta innréttinga ókeypis. „Við­ skiptavinurinn tekur einfaldlega fyrsta skrefið með því að hafa sam­ band við okkur og þaðan hefjum við samstarf sem byggist á þörfum við­ komandi,“ segir Guðrún Hlín. Allt frá teskeiðum og upp úr Allir í fyrirtækjarekstri vita að útlit og aðstaða skipta máli, fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Við innréttingu fyrirtækis, hvort sem þar starfar einn eða hundrað, þarf að huga að öllu frá grunnþörfum til smærri atriða sem setja punktinn yfir i-ið. Þetta tekur tíma og krefst þekkingar. Tími er dýrmætur og er oft betur varið í annað en að velja húsbúnað og skipuleggja. Þar getur fyrirtækjaþjónusta IKEA einfaldað lífið. Starfsfólk Fyrirtækjaþjónustu IKEA veitir ráðgjöf um vörur og þjónustu. Frá vinstri: Ingvi, Ivan Ívar, Drífa, Guðrún Hlín og Viðar. Hægt er að setja sig í samband við þau á sala@IKEA.is Skrifstofuhúsgögn sem vottuð eru til notkunar í atvinnustarfsemi fást í miklu úrvali í IKEA. Bæklingur Fyrirtækjaþjónustunnar er nýkominn út. Hann má nálgast á vef IKEA og í versluninni. Aðstoð við innréttingu hótela og gistiheimila hefur verið áberandi undanfarin misseri. Fyrirtækjaþjónustan aðstoðar fólk í fjölbreyttum rekstri um val á öllu frá borðbúnaði til inn- réttinga. Kynningarblað FyrIrtæKjAÞjónuStA 21. mars 2016 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.