Fréttablaðið - 21.03.2016, Síða 42
Vinnueftirlitið gaf út bæklinginn
Ráðleggingar um heilsueflingu
á vinnustöðum árið 2008. Þar er
fjallað um helstu þætti heilsu-
eflingar en þeir eru að draga úr
streitu og bæta líðan, bæta nær-
ingu, auka hreyfingu og að inn-
leiða áfengis- og tóbaksvarnir.
Hér verður aðeins tæpt á nær-
ingarhlutanum en hann snýr að
öllu starfandi fólki.
Fólk í fullri vinnu ver stórum
hluta vökutímans í vinnunni og
því mikilvægt að það hafi að-
gang að hollum og næringarrík-
um mat. Hann hefur ekki aðeins
áhrif á lund og líðan heldur getur
heilsan og starforkan beinlínis
verið undir því komin að hollur
matur sé í boði frá degi til dags.
Það er því hagur vinnuveitenda
að stuðla að og hvetja starfsmenn
til að borða hollt. Á stærri vinnu-
stöðum eru gjarnan mötuneyti
sem hægt er að leggja línurnar
með en minni vinnustaðir geta
líka lagt ýmislegt af mörkum
til að stuðla að góðu mataræði
starfsmanna.
Helstu leiðir til að stuðla að góðu
mataræði á vinnustað eru
l að auka aðgengi að hollum mat
og takmarka framboð á óholl-
ustu.
l að bjóða ókeypis ávexti og
grænmeti
l að hafa gott aðgengi að köldu og
fersku vatni
l að bjóða gott fundarfæði
Ef mötuneyti er á staðnum mælir
Vinnueftirlitið meðal annars með
eftirfarandi
l að boðið sé upp á mikið úrval af
fersku og elduðu grænmeti með
mat eða á salatbar
l að grænmeti sé í sem flestum
réttum þar sem það á við
l að einungis sé boðið upp á vatn
með matnum
l að ofnsteikja frekar en pönnu-
eða djúpsteikja og nota hæfilegt
magn af fitu.
l að draga úr notkun salts við
matargerð en nota þess í stað
aðrar kryddtegundir án salts
l að bjóða upp á fisk að minnsta
kosti tvisvar í viku
l að draga úr framboði á sykr-
uðum vörum eins og kexi og
kökum.
l Þá er mælt með því að vinnu-
staðir reyni eftir fremsta megni
að gera holla matinn aðlaðandi
með því að hafa hann á lágu
verði og í sem mestu úrvali.
Almennt ætti að takmarka fram-
boð á sætmeti, kökum og gos-
drykkjum. Þá er mælst til þess
að starfsmönnum sé boðið upp
á ókeypis ávexti og grænmeti á
vinnutíma. Eins að hafa gott að-
gengi að köldu fersku vatni og
hafa vatnsvélar, vatnsbrunna eða
vatnskönnur aðgengilegar sem
víðast. Til að auka fjölbreytni
mætti bjóða upp á kolsýrt vatn
án bragðefna. Þá er sérstaklega
mælst til þess að boðið sé upp á
niðurskorna ávexti, grænmeti,
gróft brauð og gæðaálegg á fund-
um í stað þess að halda áfengi,
sætmeti og annarri óhollustu að
fólki.
Sjá nánar á vinnueftirlit.is
Halda skal hollustu að starfsfólki
Heilsuefling á vinnustöðum felur í sér víðtækar aðgerðir til þess að bæta heilsu og líðan starfsmanna. Hún kostar yfirleitt talsverða
yfirlegu en skilar sér í afkastameira, betra og hraustara starfsfólki. Heilsuefling snýst um aðgerðir sem vinnustaðurinn getur farið í til að
ýta undir jákvæða heilsuhegðun starfsmanna. Aðgengi að hollum mat er þar veigamikill þáttur.
Það er mikilvægt að hafa úrvalið fjöl-
breytt og gera hollustuna aðlaðandi.
Þannig verður hún frekar fyrir valinu.Mælst er til þess að vinnustaðir bjóði upp á ókeypis grænmeti og ávexti fyrir starfsmenn.
Búðu þig undir
skapandi framtíð
Stefán Tryggvason
Hótelstjóri á Hotel Natur,
Þórisstöðum
Arnaldur Starri Stefánsson
Móttökustjóri á Hotel Natur
Ferðin frá hugmynd að farsælu fyrirtæki með skýra
framtíðarsýn kallar á öflugan samstarfsaðila.
Kynntu þér þjónustu okkar á
arionbanki.is/fyrirtaeki
Fyrirtækjaþjónusta Arion banka
2016
Nú erum við búin að kaupa næstu
jörð. Það bíða ótal tækifæri.2004
Við vorum búin að vera
kúabændur í 10 ár. Þá ákváðum
við að breyta búinu í sveitahótel.
1
5
-2
1
6
7
–
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
FyrirtækjaÞjónuSta kynningarblað
21. mars 20166