Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 50

Fréttablaðið - 21.03.2016, Page 50
Íslenski þekkingardagurinn verður haldinn í dag í Sjóminjasafni Reykja- víkur. Félag viðskiptafræðinga og hag- fræðinga stendur árlega fyrir vali á þekkingarfyrirtæki ársins og viðskipta- eða hagfræðingi ársins og verða verð- launin afhent á viðburðinum. Þema verðlaunanna í ár er „Mann- auðsmál í víðum skilningi“ og því verður það fyrirtæki eða stofnun sem þykir hafa skarað fram úr á sviði mann- auðsmála verðlaunað. Þeir tilnefndu eru valdir af fimm manna valnefnd sem skipuð er af stjórn félagsins og hefur valnefndin því frjálsar hendur með valið. „Það er byrjað á tilnefn- ingum frá félagsmönnum og öðrum og svo hittist valnefndin og þau fara yfir tilnefningarnar og búa til kríteríu fyrir verðlaunin. Því næst heimsækir nefndin nokkur fyrirtæki og velur í kjölfarið þá sem hljóta tilnefningu og svo sigurvegarann,“ segir Dögg Hjalta- lín, viðskiptafræðingur og formaður stjórnar Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Dögg segir einnig að með- limir valnefndarinnar séu sérfræðingar á sviði mannauðsmála. Fyrirtækin þrjú sem tilnefnd eru til íslensku þekkingarverðlaunanna eru Reiknistofa bankanna, Kolibri og Íslandsbanki. Á viðburðinum verður einnig valinn viðskipta- eða hagfræðingur ársins en sigurvegarinn er valinn af stjórn félags- ins. Íslenski þekkingardagurinn hefur verið haldinn frá árinu 2000 en í ár verður viðburðurinn með örlítið breyttu sniði. „Við verðum einungis með verðlaunaafhendingu og stutta kynningu frá þeim fyrirtækjum sem til- nefnd eru. Áður var bæði ráðstefna og verðlaunaafhending en nú ákváðum við að hafa örráðstefnu og beina athyglinni að þeim sem tilefndir eru,“ segir Dögg. Dögg bætir við að í ár verði áherslan á þema dagsins og munu tilnefndu aðil- arnir því kynna sín mannauðsmál. Með viðburðinum sækist félagið eftir því að varpa ljósi á þá jákvæðu hluti sem verið er að gera innan fyrir- tækjanna og vekja athygli á starfsemi þeirra fyrirtækja sem tilnefnd eru að sögn Daggar. „Valið á viðskiptafræð- ingi eða hagfræðingi ársins er svo til að vekja athygli á stéttinni almennt. Við viljum auka sýnileika menntunarinnar og leggja áherslu á fagmennsku,“ segir Dögg. Íslensku þekkingarverðlaunin eru hápunktur ársins í starfi Félags við- skiptafræðinga og hagfræðinga og hefur viðburðurinn verið vel sóttur undan- farin ár að sögn Daggar. „Félagið samanstendur af öllum við- skiptafræðingum og hagfræðingum sem útskrifast á Íslandi, og það eru um tíu þúsund, en virkir félagar eru í kringum 1.000,“ segir Dögg. Verðlaunin verða afhent í Sjó- minjasafni Reykjavíkur í dag kl. 16-18 og mun forseti Íslands og verndari verðlaunanna, Ólafur Ragnar Gríms- son, afhenda þekkingarverðlaunin og heiðra viðskiptafræðing eða hagfræð- ing ársins. Að athöfninni lokinni verður haldin samkoma undir ljúfum tónum og léttum veitingum. Enn er opið fyrir skráningar og viðburðurinn er opinn öllum. thordis@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Laufey Heiðbjört Helgadóttir frá Grímsstöðum við Mývatn andaðist í Brákarhlíð í Borgarnesi föstudaginn 11. mars. Útförin fer fram frá Borgarneskirkju miðvikudaginn 23. mars kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Ella og Dísa Steingrímsdætur og Kristinn Helgi Eldjárnsson Elskulegi eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, Hilmar Jónasson frá Grundarbrekku í Vestmannaeyjum, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 16. mars síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu miðvikudaginn 23. mars kl. 11. Ester Árnadóttir Líney Guðmundsdóttir Jóhanna Eldborg Hilmarsd. Guðmundur Gunnarsson Árni Ásmundur Hilmarsson Viktor Örn Guðmundsson Jökull Freyr Guðmundsson Axel Rúnar Guðmundsson 1413 Hinrik V. tekur við konung- dómi í Englandi. 1734 Jarðskjálftar verða á Suðurlandi, með þeim afleiðingum að sjö eða átta menn farast og tíu bæir hrynja til grunna en um 60 bæir skemm- ast, flestir í Ölfusi, Flóa og Grímsnesi. 1857 Jarðskjálfti í Tókýó í Japan varð yfir 100.000 manns að bana. 1935 Reza Pahlavi keisari biður alþjóðasamfélagið að kalla landið sitt Íran en það bar áður nafnið Persía. 1963 Alcatraz-fangelsinu á San Francisco-flóa er lokað en fang- elsið hafði fyrir lokunina hýst nokkra hættulegustu fanga Banda- ríkjanna, meðal annars Al Capone. 1968 Í Vestmannaeyjum mælist 90 sentimetra djúpur snjór og þekkjast ekki önnur dæmi slíks þar. 1982 Fjarhitun Vestmannaeyja formlega tekin í notkun en hún var fyrsta hraunhitaveita í heimi. 1991 Þjóðleikhúsið er opnað á ný eftir miklar viðgerðir. 2010 Eldgos hefst í Fimmvörðuhálsi við Eyjafjallajökul. Merkisatburðir 21. mars Mannauðsmál í kastljósið Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga veitir íslensku þekkingarverðlaunin og heiðrar viðskipta- eða hagfræðing ársins. Ljósi varpað á hið jákvæða og athygli vakin á stéttinni. Á þessum degi árið 1965 hófu 3.200 mótmælendur göngu yfir Alabama-ríki til að krefjast kosningaréttar fyrir Banda- ríkjamenn af afrískum uppruna. Mann- réttinda frömuðurinn kunni Martin Luther King Jr. fór fyrir göngunni, sem hófst í bænum Selma í Alabama og endaði í höfuðstað ríkisins, Montgomery. Tvisvar áður höfðu mótmælendurnir reynt að ganga þessa 87 kílómetra til Montgomery en lögreglunni í Alabama hafði í bæði skiptin tekist að snúa göngunni við. Bærinn Selma hafði orðið miðpunktur baráttu blökkumanna fyrir kosningarétti í Suðurríkjunum. Ríkisstjórinn í Alabama var opinber andstæðingur kosninga- réttarins og yfirvöld bæjarins voru sérlega hatursfull í aðgerðum sínum til að bæla niður aðgerðir í réttindabaráttu blökkumanna. King kom til bæjarins í janúar þetta ár til að leggja baráttunni lið. Augu heimsins beindust umsvifalaust að bænum við komu Kings enda var hann orðinn heimsþekktur eftir að Nóbels- verðlaunin komu í hans hlut árið 1964. Gangan lagði af stað eftir að Lyndon Johnson, forseti Bandaríkjanna, hafði lýst yfir samúð með málstað mótmælend- anna. Bandaríski herinn og Þjóðvarnar- liðið mættu líka á svæðið til að tryggja öryggi göngufólks. Þ EttA G E R ð i St : 2 1 . M A R S 1 9 8 9 Blökkumenn ganga fyrir kosningarétti Martin Luther King fremstur í flokki. Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur og formaður stjórnar Félags viðskiptafræðinga og hag- fræðinga. FréttabLaðið/SteFán Það er byrjað á tilnefn- ingum frá félagsmönn- um og öðrum og svo hittist valnefndin og þau fara yfir tilnefningarnar og búa til kríteríu fyrir verðlaunin. 2 1 . m a r s 2 0 1 6 m Á N U D a G U r18 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð tímamót

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.