Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 18
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Þann 13. janúar síðastliðinn kom út rúmlega 800 síðna skýrsla í Svíþjóð um hvernig móta ætti heil-brigðisþjónustu til framtíðar. Þessi skýrsla var
unnin af stórum þverfaglegum hópi fyrir sænsk stjórn-
völd og var tvö ár í vinnslu. Meginniðurstaðan er sú að
enn frekari efling heilsugæslu er mikilvægasta aðgerðin
í því að gera heilbrigðiskerfið skilvirkara. Að auka sam-
fellu, gera skjólstæðingana virkari þátttakendur í sinni
meðferð og innleiðing tækninýjunga er það sem stefna
þarf að.
Svíar hafa verið að efla heilsugæslu undanfarin ár,
en betur má ef duga skal. Þeir hafa verið að fylgja eftir
Dönum og Norðmönnum í því að byggja upp öflugri
heilsugæslu. Á Íslandi hefur því miður ríkt stöðnun í
málefnum heilsugæslunnar allt of lengi. Tíu ár eru síðan
síðast var opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu
og á sama tíma hefur íbúum fjölgað um yfir 20 þúsund á
svæðinu. Það er því mikið fagnaðarefni að ráðgert sé að
opna þrjár nýjar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu á
þessu ári. Samhliða þessu er komið á gæða- og greiðslu-
kerfi að sænskri fyrirmynd, þar sem markmiðið er að
sinna þeim betur sem mest þurfa á þjónustunni að halda.
Heilsugæslan vinnur mjög mikilvægt starf í dag, svo
sem í ungbarnavernd og bólusetningum, mæðravernd,
heilsuvernd og heimilislækningum. Með breyttu sam-
félagi, svo sem hærra hlutfalli eldri borgara þar sem fólk
lifir lengur og oftar en ekki með einn eða fleiri undir-
liggjandi sjúkdóma, er þörfin fyrir öfluga samræmda
heilsugæslu á landsvísu mjög mikil. Því er mikilvægt að
heilsugæslan verði efld með aukinni áherslu á sam-
vinnu og aðkomu fleiri fagstétta til viðbótar þeim sem
starfa í dag innan heilsugæslunnar. Þannig er hægt að
efla til dæmis sykursýkismeðferð, meðferð við lungna-
sjúkdómum, þunglyndi, kvíða, lífsstílsráðgjöf og fleira.
Jafnframt að fjölbreytni verði aukin í rekstri, að skjól-
stæðingar okkar geti valið hvert þeir sæki þjónustu og
fjármagnið fylgi þeim, enda eru þeir skattborgararnir
sem borga þjónustuna. Með þessu er hægt að byggja upp
öfluga heilsugæslu á landsvísu og ná árangri í forvörnum
og snemmgreiningum.
Heilbrigðisþjónusta
til framtíðar
Oddur
Steinarsson
framkvæmda-
stjóri lækninga
Heilsugæslu
höfuðborgar-
svæðisins
Meginniður-
staðan er sú
að enn
frekari efling
heilsugæslu
er mikilvæg-
asta aðgerðin
í því að gera
heilbrigðis-
kerfið
skilvirkara.
Íþróttakennaraskólinn verður fluttur frá Laugar-vatni til Reykjavíkur. Háskólaráð ákvað þetta í síðustu viku. Rökin voru þau að aðsókn hefur farið dvínandi og verið óviðunandi í nokkurn tíma. Þar réð staðsetningin mestu.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, steig
fram um helgina og sagði nemendur í íþróttakennara-
námi þurfa að vera þrefalt fleiri til að fjárhagslegur
grundvöllur væri fyrir náminu með þeim hætti sem það
er í dag. Fjörutíu nemendur leggja nú stund á námið en
áður var það fjöldi nemenda í hverjum árgangi.
Í grein á Vísi sagði Jón Atli að háskólanum væri
sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi
undirfjármögnunar. Þessi ákvörðun væri tekin með það
að leiðarljósi að efla íþrótta- og heilsufræðinám.
Ákveðnir ráðherrar stukku upp til handa og fóta
þegar ákvörðunin var tilkynnt. Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra sagði ákvörðunina væntan-
lega kalla á að fjárveitingum yrði í auknum mæli beint
til skóla á landsbyggðinni á þeirra eigin forsendum.
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra spurði
hver myndi þora að fara í samstarf við Háskóla Íslands
úti á landi „ef allt á að enda í Vatnsmýrinni?“
Það er kaldhæðnislegt að þeir sem gagnrýna
ákvörðunina mest eru þeir sem fara með fjárveitinga-
valdið og hafa mest um það að segja hversu mikla
peninga háskólasamfélagið fær. Sé vilji til þess að ausa
peningum í nám á landsbyggðinni er stjórnvöldum það
í lófa lagið. Hins vegar er staðreyndin sú að fjármögnun
háskólakerfisins á Íslandi hefur verið döpur, svo ekki sé
dýpra í árinni tekið, allt frá hruni.
Málið snýst hins vegar ekki bara um það. Það snýst
um þá nemendur sem ekki eiga þess kost að sækja
umrætt nám vegna staðsetningar þess. Og þá kennara
sem verða af því að kenna þessum nemendum. Það
snýst um gæði menntunarinnar sem ómögulegt er að
tryggja með svo fáum nemendum. Það snýst um yfirlegu
þeirra sem skoðuðu málið, vógu það og mátu og skoð-
uðu alla kosti áður en rétt ákvörðun var tekin.
Í ákvörðun háskólaráðs kom meira að segja fram að
stefnt er að því að starfsemi á Laugarvatni verði haldið
áfram eftir því sem talið verður ákjósanlegast í þágu
háskólans og verður hún mótuð í samstarfi og sam-
komulagi við stjórnvöld, sveitarstjórnina, Háskólafélag
Suðurlands og eftir atvikum alla þá sem kynnu að hafa
áhuga á starfsemi háskólans á svæðinu.
Háskóli Íslands er sjálfstæð stofnun. Hún ræður mál-
efnum sínum sjálf, að því undanskildu að stjórnvöld
veita henni fé. Þegar forsætisráðherra ýjar að því að
háskólasamfélagið á höfuðborgarsvæðinu fái að kenna
á því er vegið að þessu sjálfstæði og er það alvarlegt.
Kjördæmapopúlismi líkt og sá sem landbúnaðarráð-
herra sýnir af sér er ekki síður alvarlegur. Slíkir tilburðir
gegn lýðræðinu og sjálfstæðum stofnunum eru ekki
sannfærandi fyrir æðstu stjórnendur þessa lands.
Menntamálaráðherra ákvað að skilja orð forsætisráð-
herra með þeim hætti að tryggja þurfi nægt fjármagn
fyrir háskólastarfsemi, hvort sem er úti á landi eða í
Reykjavík. Það er langsóttur skilningur á orðum ráð-
herra – en vonandi samt sem áður hinn rétti.
Popúlismi
Sé vilji til þess
að ausa
peningum í
nám á lands-
byggðinni er
stjórnvöldum
það í lófa
lagið. Hins
vegar er
staðreyndin
sú að fjár-
mögnun
háskólakerfis-
ins á Íslandi
hefur verið
döpur, svo
ekki sé dýpra í
árinni tekið,
allt frá hruni.
Eins og Ísland
Umræðan um þjóðaratkvæða-
greiðsluna í Bretlandi stigmagnast
með degi hverjum. Greidd verða
atkvæði um það þann 23. júní hvort
Bretar verði áfram í Evrópusam-
bandinu eða ekki. Já- og Nei-fylk-
ingarnar takast á í líflegri kosninga-
baráttu. Já-sinnar gera stólpagrín að
formanni breska sjálfstæðisflokks-
ins, UKIP, og benda á í veggspjaldi
hvað hann er að kalla yfir sig með
einhvers konar aðild að fríversl-
unarsamningi við Evrópusam-
bandið. Það myndi þýða að Farage
þyrfti að greiða Evrópusambandinu
pening, þyrfti að samþykkja frjálst
flæði fólks, hefði minni aðgang að
sameiginlega markaðnum og hefði
ekkert að segja um ESB-löggjöfina.
Já, þeir furða sig á að Farage vilji að
Bretland verði eins og Ísland.
Gagnrýnin
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing-
kona Sjálfstæðisflokks, var ómyrk
í máli í umræðum á Alþingi í gær.
Hún vakti máls á aðstæðum manna
sem sættu rannsókn vegna meintra
gjaldeyrisbrota í svokölluðu Aserta-
máli í meira en fimm ár án þess að
það endaði með sakfellingu fyrir
dómi. Spurði Ragnheiður hvort
Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn eða
saksóknari ætlaði að sæta ábyrgð.
Hér kveður við nýjan tón á Alþingi.
Eiginlega mætti segja að nýbreytni
sé að kjörnir þingmenn séu tilbúnir
til að skoða verk eftirlitsstofnana
með gagnrýnum hætti, en hugsi ekki
um það eitt að „sefa reiði almenn-
ings“ eins og það var eitt sinn orðað.
jonhakon@frettabladid.is
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r18 s k o ð U n ∙ f r É T T a b L a ð I ð
SKOÐUN