Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 38
Mánudagur Ganga rösklega inni eða úti. Ef valið er hlaupabretti er gott að vera með smá halla á brettinu. Þriðjudagur Styrktarþjálfun (heima eða innan líkamsræktarstöðv- ar). Gerið hverja æfingu í 30 sekúndur og hvílið 10 sek- úndur á milli æfinga. Hérna geta þeir sem vilja tekið tvær umferðir og einnig er hægt að lengja hvíldartím- ann í 20 sekúndur á milli æfinga. 1. Sprelligosar. Sundur og saman með fætur og hendur. 2. Sitja 90 gráður við vegg. Munið að hafa bakið beint og spenna kvið. 3. Armbeygjur á tám, hnjám eða upp við vegg. Allir finna erfiðleikastig við hæfi. 4. Kviðpressur. Á gólfi, munið að gera æfinguna hægt og vel og setja ímyndað epli á milli höku og bringu til að passa upp á stöðu höfuðsins. Ekki líma hökuna við bringu og horfa niður, heldur horfa upp og halda höfði í réttri stöðu. 5. Uppstig á palli, stól eða stigaþrepi. Stígið alveg upp á pallinn/stólinn/þrepið. Passið að hafa líkamann beinan og uppréttan. Bakið beint og spennið kviðinn. 6. Hnébeygja. Hafið um það bil axlabreidd milli fóta og látið tærnar vísa örlítið út til hliðanna. Ýtið brjóst- kassanum út og haldið bakinu beinu, spennið kvið- inn. Byrjið hreyfinguna í mjöðmunum, mjaðmarliður á alltaf að hreyfast á undan hnjálið. Þrýstið mjöðm- unum aftur og ímyndið ykkur að þið séuð að setj- ast á stól. Passið að hné séu stöðug og bendi í sömu átt og tærnar. Setjið þyngdina í hælana og passið að lyfta þeim ekki upp frá gólfinu. 7. Dýfur á stól. 8. Planki. Spennið allan líkamann og haldið bakinu beinu , notið kviðinn til að spenna á móti. Hér er hægt að fara á hnén og halda stöðunni þannig ef of erfitt reynist að vera á tám. 9. Háar hnélyftur. Hlaupið á staðnum og lyftið hnjám upp að brjóstkassa. Passið að hafa bakið beint og spenna kvið. 10. Framstig. Stígið fram, haldið bakinu beinu og spennið kviðinn og setjið þunga í hælana. 11. Armbeygjur á tám/hnjám með snúningi. 12. Hliðarplanki. Spennið allan líkamann og haldið bak- inu beinu. Notið kviðinn til að spenna á móti. Hér er hægt að fara á hné og halda stöðunni þannig. Snúið ykkur til hægri og haldið stöðunni, síðan til vinstri. Miðvikudagur Sundþjálfun. Fyrir ágætlega syndan einstakling sem hefur ekki hreyft sig reglubundið er gott að byrja á því að synda 200 metra og taka svo teygjur í pottinum. Svo er hægt og bítandi hægt að lengja æfingatímann og þegar einstaklingur getur synt 500-1.000 metra eða samfellt í 15 til 20 mínútur hefur hann náð vissu grunnþoli og þá er um að gera að auka álagið smátt og smátt. Gott er þá að synda 600 m þannig að teknir eru 200 m rólega, 200 m rösklega og ljúka æfingunni með 200 m rólega. FiMMtudagur Styrktarþjálfun (heima eða í ræktinni) 20 mínútna æfing. Hérna tökum við hverja æfingu í 45 sekúndur og tökum 15 sekúndna pásu á milli. Gott er að gera þrjár umferðir. 1. Armbeygjur 2. Hnébeygjur 3. Sparka hælum í rass 4. Þríhöfðadýfur (dýfur á bekk/stól) 5. Framstig til hliðar (hliðarstig, stíga til hægri og koma aftur að miðju, stíga svo til vinstri og koma aftur að miðju o.s.frv.) Föstudagur Bland í poka æfing. Við byrjum á því að sippa. Ef það er ekki til sippuband á heimilinu eða í ræktinni, þá er hægt að nota ósýni- lega sippubandið. Sipp og planki til skiptis Við sippum í 20 sek. og tökum 10 sek. pásu á milli, svo förum við í plankastöðu og höldum í 20 sek., tökum 10 sek. pásu á milli og endurtökum fjórum sinnum. Hæll í rass og hnébeygja til skiptis Við spörkum hæl í rass í 20 sek. og tökum 10 sek. pásu á milli, svo tökum við hnébeygjur í 20 sek. og tökum 10 sek. pásu á milli og endurtökum fjórum sinnum. Sprelligosi og armbeygja til skiptis Við tökum sprelligosa í 20 sek. og tökum 10 sek. pásu á milli, svo tökum við armbeygjur í 20 sek. og tökum 10 sek. pásu á milli og endurtökum fjórum sinnum. Kviðpressur og bakfettur til skiptis Við tökum kviðpressur í 20 sek. og tökum 10 sek. pásu á milli, svo tökum við bakfettur í 20 sek. (passa hér að líma tær við gólf, setja þumla út í loftið og lyfta efri hluta líkamans), endurtökum fjórum sinnum. Laugardagur og sunnudagur Út að leika! Hvort sem það er göngutúr, hjólaferð, sundferð, fótbolti handbolti, badminton, dans í stof- unni, ratleikur með fjölskyldunni, fjallaklifur, eða hvað sem er, þá er alltaf mikilvægt að hvetja fjölskylduna með í hreyfingu enda samverustundir. Gott er að taka virka hvíld frá „venjulegum“ æfingum og hreyfa sig á annan hátt en maður er vanur. Hvernig er best að byrja? • Gott er að byrja smátt og bæta svo við sig hægt og bítandi. • Almenn hreyfing og fjölbreytni er númer 1, 2 og 3. • Það sem skiptir miklu máli þegar hugað er að hreyfingu er að hún sé skemmtileg. Þess vegna er mikilvægt að prófa nýja hluti og fara að- eins út fyrir þægindarammann til að finna það sem hentar manni. • Ef farið er í líkamsræktarstöð er gott að fá leiðbeiningar frá þjálfara í fyrsta sinn sem farinn er hringur í tækjunum. Hvernig á að haga mataræðinu? • Eitt mataræði hentar ekki öllum. Við eru öll ólík og þurfum ólíkar áherslur. Best er að ráðfæra sig við fagaðila um hvað eigi best við. • Best er að halda sig við holla og fjölbreytta fæðu sem er sem nátt- úrulegust og sem minnst unnin. • Gott er að halda eigin matardagbók. Þannig getur maður fundið hinar „duldu kaloríur“. Hver eru helstu mistök sem fólk gerir? • Að fara of geyst af stað. • Að leggja of mikið upp úr útlitinu og þyngdinni. Betra er að horfa í að við aukum þol og vellíðan og öðlumst betri heilsu þegar við hreyfum okkur. • Að sleppa því að lyfta vegna hræðslu við að líkaminn verði of mass- aður. Lyftingar er mesta brennsla sem þú getur fengið. Áttu skothelt ráð til að gefast ekki upp? • Þeir sem eru ekki með þjálfara ættu endilega að fá sér æfingafélaga, það minnkar líkur á því að fólk sleppi æfingum eða gefist upp. • Best er að taka hænuskref, byrja smátt og bæta við sig. Maður sigrar ekki heiminn á einum degi. • Gott er að skipuleggja vikuna bæði hvað varðar mataræði og æfing- ar. Þannig er búið að taka frá tíma og minni líkur á að fólk sleppi æf- ingum. Hreyfing þarf að vera skemmtileg sigríður Ósk Fanndal er einka- og hópþjálfari með gráðu í íþróttafræði og sálfræði sem hefur þjálfað byrjendur jafnt sem lengra komna. Hún gefur hér nokkur góð og gagnleg ráð og setur saman hreyfingarplan fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í ræktinni. sigríður Ósk Fanndal, einka- og hópþjálfari, gefur góð ráð. Mynd/Pjetur Fjögur stig Fyrir göngu/skokk Fyrir byrjendur Fyrsta stig: Ganga = 12-15 mín. (15-20 mín.) Vika 1 og 2 annað stig: Ganga og skokk = 20 mín. Ganga 3-5 mín. skokk 3-5 mín. o.s.frv. Vika 3 og 4 Þriðja stig: Ganga og skokk = 30 mín. (40) Ganga 5 mín. skokka 5-10 mín. Vika 3 og 4 FjÓrða stig: Ganga rösklega 30 mín. (50-90). Skokka hluta af leið. Góð skref. Vika 3 og 4 vikuplan fyrir byrjendur Námskeið í andlitsnuddi ásamt indversku höfuðnuddi og þrýstipunktanuddi verður laugardaginn 27. febrúar n.k. frá kl. 11.00-15.00 Skráning og nánari upplýsingar í síma 896 9653 og á Heilsusetur.is eða á thorgunna.thorarinsdottir@gmail.com. HeiLsa og Fegurð kynningarblað 25. febrúar 20168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.