Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 59
Dior kynning í Lyfjum & heilsu, Kringlunni 25.-28. febrúar. 20% afsláttur af Dior meðan á kynningunni stendur. Falleg gjöf fylgir kaupum þegar keyptir eru tveir hlutir í Dior. *á meðan birgðir endast NÝTT / NÝTT FARÐI SEM FULLKOMNAR HÚÐINA LÝTALAUS ÁFERÐ Í 16 KLST* Körfubolti Aðeins fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppni Domino’s- deildar karla og fram undan er æsi- spennandi lokasprettur hjá liðun- um í baráttunni um heimavallarrétt og sæti í úrslitakeppninni. Nítjánda umferðin fer fram í dag og á morgun og það má vel færa rök fyrir því að þar sé verið að hita upp fyrir úrslitakeppnina. Liðin sem mætast í þessari umferð myndu nefnilega mætast í átta liða úrslitunum ef þau halda núverandi sætum sínum þegar deildarkeppn- inni lýkur. Tveir leikjanna fara fram í kvöld þegar KR (1. sæti) tekur á móti Grindavík (8. sæti) í Vesturbænum og Njarðvík (6. sæti) fær Stjörnuna (3. sæti) í heimsókn í Ljónagryfjuna í Njarðvík. Leikur Njarðvíkur og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Á morgun taka Keflvíkingar (2. sæti) síðan á móti Tindastól (7. sæti) á sama tíma og Þórsarar (5. sæti) heimsækja Hauka (4. sæti) á Ásvelli. Leikur Keflavíkur og Tinda- stóls verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það fara líka fram leikir sem ráða miklu um fallbaráttuna í kvöld. Höttur verður að vinna Kanalausa ÍR-inga á Egilsstöðum til að eiga möguleika á því að halda sæti sínu í deildinni og Snæfell tryggir sér áframhaldandi sæti í deildinni með sigri á FSu í Hólminum. Hattarmenn geta þarna unnið annan leikinn sinn í röð og haldið sér á lífi en um leið hjálpað FSu að minnka fjögurra stiga forskot ÍR- liðsins sem myndi þá fara á kaf í fallbaráttuna. – óój Liðin hita upp fyrir úrslitakeppnina Haukur Helgi Pálsson og félagar í Njarðvík geta náð Stjörnunni að stigum með sigri í leik liðanna í Ljónagryfjunni Njarðvík í kvöld. FréttabLaðið/ViLHeLm fótbolti Úrslitaleikur Reykjavíkur- móts kvenna í fótbolta fer fram í Egilshöllinni klukkan 18.45 í kvöld en þar mætast Fylkir og Valur. Bæði liðin hafa verið í miklum ham í mót- inu til þessa og eru búin að vinna alla fjóra leiki sína, Fylkiskonur með markatölunni 31-1 og Valskonur með markatölunni 21-0. Þarna mætast líka tveir lang- markahæstu leikmenn mótsins en Fylkiskonan Berglind Björg Þor- valdsdóttir hefur skorað 15 mörk í 4 leikjum (sexa, ferna, þrenna og tvenna) en Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir er með 13 mörk í 4 leikjum (fimma, ferna og tvær tvennur). Þær hafa því ekki aðeins skorað í öllum leikjum sínum held- ur tvö mörk eða fleiri í þeim öllum. Valur tapaði fyrir KR í úrslita- leiknum í fyrra en vann Fylki í úrslitaleiknum árið áður. Valur hefur unnið Reykjavíkurmótið 23 sinnum en Fylkir getur unnið það í fyrsta sinn. – óój Halda þær áfram að skora? berglind björg Þorvaldsdóttir hefur skorað 15 mörk í fyrstu fjórum leikj- unum. FréttabLaðið/erNir fótbolti Ensku liðin þrjú í Evr- ópudeildinni, Manchester United, Tottenham og Liverpool, eiga öll á hættu að detta út úr 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Ekkert ensku liðanna þriggja náði að vinna fyrri leikinn en þau fá þó öll heimaleik í kvöld. Manchester United er vissulega í erfiðustu stöðunni eftir 2-1 tap fyrir Midt- jylland í Danmörku en Tottenham skoraði útivallarmark í 1-1 jafntefli við Fiorentina á Ítalíu og Liver- pool gerði markalaust jafntefli við Augsburg í Þýska- landi. Allir leikir liðanna verða sýndir beint á Sportstöðvum 365, Liverpool- l e i k u r i n n hefst klukkan 18.00 en hinir k l u k k a n 20.05. – óój Öll ensku liðin í hættu í kvöld s p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 27f i M M t u D A G u r 2 5 . f e b r ú A r 2 0 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.