Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 71
,,Við áttuðum okkur á því að vett­ vangur fyrir örmyndir var enginn á Íslandi og við gátum því lítið gert við þær örmyndir sem við höfðum framleitt eftir að hafa sýnt þær á listasöfnum. Erlendis eru hins vegar örmyndhátíðir að poppa upp út um allt og áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi í takt við hraða tækni­ þróun,“ segir Halldóra Rut leikkona og ein af umsjónarmönnum Ör­ varpsins. Þetta frumkvöðlaverkefni varð loks að veruleika fyrir þremur árum þegar handsalaður var samstarfssamningur við Bíó Paradís, RÚV og Nýherja. „Í dag er verkefnið að geta sér gott orð, um 200 örmyndir hafa verið sendar inn á hátíð Örvarpsins frá upphafi og þátttaka listamanna, hvort sem þeir koma að Örvarpinu sem starfsmenn eða beinir þátttak­ endur, hefur verið vonum framar,“ segir Halldóra. Örvarpið er ekki bara hátíð heldur vettvangur fyrir skapandi fólk í kvik­ myndalist og heldur meðal annars masterklassa, námskeið og fyrir­ lestra. ,,Við erum alls ekki stór vettvangur en erum alltaf að bæta við Örvarpið og vonandi mun vettvangurinn Ör­ varpið þróast og eflast með tímanum. Örvarpið er einnig stökkpallur fyrir ungt og efnilegt fólk í faginu,“ Örvarpið hélt þrjár þemavikur í haust, fyrsta vikan var tileinkað unga fólkinu í kvikmyndabransanum, önnur vikan var tileinkuð konum í kvikmyndum og þriðja vikan var til­ einkuð heimildamyndum. „Á uppskeruhátíð Örvarpsins má sjá allar þær myndir sem sérstak­ lega voru valdar til birtingar á RÚV ásamt öðrum sérstaklega völdum myndum,“ segir Halldóra Rut full til­ hlökkunar. gudrunjona@frettabladid.is Áhugi fólks á örmyndum fer vaxandi hér á landi Halldóra Rut Baldursdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, umsjónarmenn Örvarpsins. FRéttaBlaðið/VilHelm. Uppákomur Hvað? Ó-(h)Ljóðakvöld Hvenær? 21.00 Hvar? Gaukurinn Um fjölbreytt prógramm verður að ræða, allt frá þekktum reynslu­ boltum til nýliða sem þreyta munu frumraun sína á sviðinu. Því er allt orðsins fólk hvatt til að mæta, hlýða á og skála, því hvað annað er svosem að gera í lok febrúar þegar bugun íslenska vetrarins nær hámarki? Hvað? Rætt um dauðann Hvenær? 17:15 Hvar? Bókasafn Kópavogs, Hamra- borg 6a Það er að fara af stað ný erindaröð þar sem ýmsir mætir fyrirlesarar tala um dauðann, hver frá sínu sjónarhorni. Í dag heldur Hjörtur Magni Jóhannsson erindi, svarar fyrirspurnum og ræðir við gesti. Allir velkomnir, enginn aðgangs­ eyrir. Uppistand Hvað? Mið-Ísland 2016 Hvenær? 21.00 Hvar? Hljómahöllin Mið­Ísland er á leiðinni í Hljóma­ höll með glænýtt uppistand. Með­ limir Mið­Íslands eru þeir Ari Eld­ járn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð og munu þeir allir koma fram á sýningunni í Hljómahöll. Nýja uppistandssýn­ ingin var frumsýnd í Þjóðleikhús­ kjallaranum í byrjun janúar 2016 og hefur hún fengið frábærar viðtökur. Hvað? Uppistand í Comedy Klúbbnum Hvenær? 21.30 Hvar? Bar 11 Uppistand.is heldur grínkvöld alla fimmtudaga í Comedy Klúbbnum á BAR 11. Í febrúar eru öll uppi­ stöndin á svokölluðu „Pro­Am“ formi, fyrrihlutinn er uppistand með reyndari grínistum og eftir hlé tekur við svokallað Tilraunauppi­ stand, þar sem óreyndir grínistar fá tækifæri til að spreyta sig og reyndari að prófa nýtt efni. Miða­ verð 1.000 krónur. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 Netpartar er nú alþjóðlega vottað fyrirtæki EMS 633342 Netpartar ehf. Byggðarhorn 38 801 Selfoss Sími: 486 4499 netpartar@netpartar.is www.netpartar.is Netpartar hefur nú, fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar á Íslandi, fengið ISO 14001 vottun, ásamt vottun Bílgreinasambandsins samkvæmt BGS gæðastaðli. Mun það gera fyrirtækinu kleift að vera áfram leiðandi í umhverfismálum og hjálpa okkur að gera enn betur. Netpartar ehf. er verslun með varahluti á netinu og er leiðandi í flokkun og endurvinnslu notaðra bifreiða. Fyrirtækið er í samstarfi við tryggingarfélögin Sjóvá, TM og Vörð. M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 39F i M M T U D A g U R 2 5 . F e B R ú A R 2 0 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.