Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 33
„Við tókum inn Reebok-vörurn- ar fyrst fyrir þremur árum. Þetta byrjaði smátt en vöruúrval- ið hefur aukist ár frá ári. Fyrir nokkru komumst við að þeirri nið- urstöðu að við yrðum að gera rót- tækar breytingar á búðinni til að gefa Reebok það pláss sem merk- ið á skilið,“ segir Ragnar Jóhanns- son, starfsmaður í GÁP. Nýtt og ferskt útlit mætir við- skiptavinum sem koma í verslun GÁP í dag. „Tæknilega má segja að við séum búnir að setja upp búð í búðinni. Við höfum sett upp nýjar innréttingar, málað og fært til. Núna er einn fjórði hluti búðarinn- ar tekinn undir vörurnar frá Ree- bok,“ upplýsir Ragnar og segir að jafnframt sé ný og glæsileg heima- síða í vinnslu. Vinsælt meðal crossfitara Ragnar segir Reebok með sterka stöðu meðal crossfit-iðkenda. „Merkið er líka mjög vinsælt hjá þeim sem stunda hóptímana í ræktinni og þá kannski sérstak- lega zumba,“ segir Ragnar sem finnur fyrir miklum áhuga á þess- um íþróttagreinum. „Crossfitið er alltaf að verða stærra og maður finnur fyrir mjög stöðugri aukn- ingu frá ári til árs. Þá erum við í góðu samstarfi við Reebok Fit- ness-stöðvarnar og vitum að allt- af eru að koma nýir og nýir hóp- tímar sem eru mjög vinsælir.“ Mikið úrval Úrvalið af fatnaði er töluvert, en hvernig æfingafatnað velur fólk helst? „Karlarnir eru hefðbundn- ari, taka yfirleitt æfingabuxur sem eru þröngar niður, eða stutt- buxurnar úr fourwaystrets-efninu í öllum regnbogans litum. Úrval- ið fyrir konurnar er miklu meira, bæði í buxum og bolum.“ Hvaða efni eru notuð í Reebok- æfingafatnaðinn? „Nýjustu efnin eru Speedwick og Activ Chill og eru til dæmis notuð í boli og hlaupabux- ur fyrir karla og gerir að verkum að þeir anda mun betur og hleypa svita út. Þá eru stuttbuxurnar frá körlun- um úr þessu „fourway strets“-efni sem teygist í allar áttir. Buxur hindra þannig ekki hreyfingu held- ur vinna með líkamanum,“ svarar Fullkominn fatnaður fyrir crossfit GÁP hefur umturnað verslun sinni í Faxafeni 7 til að búa til pláss fyrir hinar geysivinsælu Reebok vörur. Fatnaður og skór frá Reebok henta sérlega vel til crossfit-iðkunar en ekki síður í hina fjölbreyttu hóptíma sem eru í boði í líkamsræktarstöðvum landsins. Fatnaður frá Reebok hefur fengið verðugan sess í verslun GÁP í Faxafeni. mynd/ERniR Ragnar Jóhannsson, starfsmaður í GÁP. Crossfitið er alltaf að verða stærra og maður finnur fyrir mjög stöðugri aukn- ingu frá ári til árs. Ragnar Jóhannsson Ragnar. Hann segir efnin í kven- fatnaðinum ekki síðri og konur kunni vel að meta hversu vel buxur haldi sér í mittinu. Skór fyrir vandláta Í GÁP má finna margar týpur af Reebok-skóm. Þar má nefna Nano 5 sem er crossfit-skórinn, Reebok ZCUT 3.0 alhliða æfingaskó sem henta bæði körlum og konum, lyft- ingaskó, Cardio Ultra í zumbatím- ana, Nano Pump alhliða skó sem eru léttari útgáfa af Nano og loks hlaupaskóna Nano Speed. „Skórnir frá Reebok eru léttir og ofboðslega sterkir. Til dæmis er notað kevlar-efni í Nano-skó- inn. Reebok kemur reglulega fram með nýjungar og leggur áherslu á öflugt þróunarstarf. Þannig hafa þeir til dæmis þróað Nano í samstarfi við toppfólk innan crossfit-heimsins,“ segir Ragnar og býður alla velkomna í verslun GÁP í Faxafeni 7. Þeir sem vilja skoða úrvalið á netinu geta farið á www.gap.is Kynningarblað hEilsa oG FEGuRð 25. febrúar 2016 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.