Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 42
Erna María Eiríksdóttir, snyrti- fræðimeistari hjá Verði þinn vilji, segir að ekki sé nóg að hugsa um sjálfan sig, ekki sé síður nauðsynlegt að bera á börnin. „Í svona umhleyping- um í veðri, eins og verið hafa, auk þess sem við höfum þunnt ósónlag yfir okkur, er nauðsyn- legt að hugsa vel um húðina. Fyrir útivistarfólk er nauðsyn- legt að skoða UV-stuðulinn en hann segir okkur hversu hættu- leg sólin er. Hægt er að skoða þennan stuðul á uv.gr.is. Þar er hægt að skoða hversu sterkir útfjólubláir geislar eru hverju sinni,“ segir Erna. „Ég vil líka benda foreldrum á að nota alls ekki rakakrem á börn né sjálf sig á veturna. Raki og kuldi fer illa með húðina. Ef fólk vill nota rakakrem ætti það að gera það á kvöldin. Best er að nota sérstök útivistarkrem sem eru með sólarvörn. Þessi krem verja húðina og gefa henni nær- ingu. Rakakrem eru góð á sumr- in,“ útskýrir Erna. Hún segir misjafnt hvaða krem henti hverri húðtýpu. „Ég segi alltaf við viðskiptavini mína að best sé að leita ráða hjá fag- fólki á snyrtistofum varðandi kremnotkun. Þá næst bestur ár- angur með húðina og hún held- ur ljóma sínum. Margar konur nota meik á daginn og þá er mik- ilvægt að velja farða með vörn. Síðan þurfum við að vita hvaða efni eru í farðanum til að hægt sé að forðast óæskileg efni. Þetta er ekkert öðruvísi en mataræði – við viljum vita hvað við setjum ofan í okkur og þurfum sömuleið- is að vita hvað við erum að bera á húðina,“ segir Erna María. Flestar konur koma á snyrti- stofu með reglulegu millibili, í litun og plokkun eða til að fá aðra þjónustu. Erna María segir að þá sé upplagt að spyrjast fyrir um krem sem henta húðgerð- inni. Fagfólkið þekkir húðgerðir og getur gefið mjög góð ráð. Það er sömuleiðis mjög mikilvægt að þrífa húðina vel fyrir svefninn. „Það koma margar konur til mín sem eru með þurrkbletti í and- liti, háræðaslit eða sprungna húð vegna notkunar á rakakremi í kulda. Það á líka við um karl- menn ekki síður en konur. Verið dugleg að verja húðina með góðri vörn á þessum árstíma,“ segir Erna María og hvetur bílstjóra og fólk sem er að vinna utan- dyra eða er í útivist að huga vel að þessu. Fyrir útivistarfólk er nauðsynlegt að skoða UV-stuðulinn en hann segir okkur hversu hættuleg sólin er. Hægt er að skoða þennan stuðul á uv.gr.is. Erna María Eiríksdóttir Ekki nota rakakrem úti í kuldanum Þegar sólin skín glatt um hávetur getur hún verið varasöm fyrir húðina, sérstaklega í snjó sem veitir endurkast. Mjög mikilvægt er að nota sólvarnarkrem í þessum aðstæðum, ekki síst þegar fólk fer á skíði eða í göngutúra. Þá má ekki gleyma að bera á leikskólabörnin. Erna María Emilsdóttir snyrtifræðimeistari segir mjög mikilvægt að huga vel að húðinni í vetrarveðri. MYND/STEFÁN HEilSa og FEgUrð Kynningarblað 25. febrúar 201612
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.