Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 46
Að sögn Ólu Kallýjar Magnúsdótt- ur næringarfræðings er svarið við spurningunni „Hvað er gott mat- aræði?“ einfalt. „Það er fjölbreytt mataræði. Það er að minnsta kost- ið stutta svarið við spurningunni. Við þurfum að borða mat úr öllum fæðuflokkum til að uppfylla nær- ingarþörfina. Fæðan þarf að koma úr öllum flokkum en mismikið þó úr hverjum. Það má vera mikið úr jurtaríkinu, grænmeti, ávext- ir, baunir og fleira, en við þurfum líka kjöt, mjólk og allt hitt. Það þarf að vera fjölbreytni.“ Meira grænmeti og fiskur Ef fólk velur að vera á ákveðnum kúrum eða að taka ákveðna fæðu- flokka út úr mataræðinu segir Óla Kallý að það þurfi þá að vera með- vitaðra um það sem það lætur ofan í sig. „Í slíkum kúrum þarf að gera ráð fyrir að mögulega gæti við- komandi misst einhver næringar- efni út og þarf hann þá að bæta sér það upp á einhvern annan hátt,“ segir hún og bætir við að það sé einstaklingsbundið hvað fólk ætti að borða en að almennt ættu Ís- lendingar að auka grænmetis, ávaxta- og fiskneyslu. Þegar fólk langar til að gera breytingu á mataræði sínu, hvort sem ástæðan er til að létta sig eða einhver önnur, er mikilvægt að horfa á stóru myndina. „Fólk ætti ekki að vera of ýkt í breytingum og ekki festa sig í smáatriðum. Fyrir venjulegt fólk sem þarf kannski að léttast er best að byrja á stóru hlutunum og gera breytingarnar hægt og rólega. Þegar farið er af stað með trukki þá endist það síður. Þegar margt er bannað langar fólk yfirleitt meira í það en nokkurn tíma áður og svo þegar það er veikt fyrir, slappt eða þreytt og freistast til að fá sér eitthvað á bannlistan- um þá er allt ónýtt að þess mati og fólk leyfir sér að gúffa í sig að vild. Með því að gera þetta hægt og ró- lega áttar fólk sig á að það er ekki allt ónýtt og enginn heimsendir þó það fái sér einn súkkulaðimola,“ lýsir Óla Kallý. Fyrir þá sem eru komnir með aðal atriðin á hreint er í lagi að fara í smáatriðin og fínpússa mataræð- ið. Til dæmis ættu þeir sem vilja hætta að borða hvítan sykur fyrst að huga að því hvar sykurinn er að mestu leyti að koma inn. „Sam- kvæmt Landskönnun koma 77 pró- sent af þeim sykri sem fólk borð- ar úr sælgæti, kexi, kökum, gosi og ís. Það er því sniðugt að byrja á að taka fyrst út þessi stóru atriði. Þegar þau eru komin á hreint getur fólk farið að fínpússa mataræðið og farið að spá í sykurinn í tómatsós- unni og þess háttar.“ Engar skyndilausnir til Ofurfæða hefur undanfarið verið í umræðunni og segir Óla Kallý þær fæðutegundir sem falla undir þann flokk vera yfirleitt mjög næring- arríkar og gott ef fólk borðar þær. „Það er skemmtilegt þegar koma nýjar og hollar og næringarríkar vörur en það er engin ein fæðuteg- und sem uppfyllir þörfina fyrir öll næringarefni. Mataræðið þarf allt- af að vera fjölbreytt.“ Á léttu nótunum segir hún nær- ingarfræðinga alltaf gefa sama leið- inlega svarið þegar kemur að heil- brigðum lífsstíl og réttu mataræði. „Það eru engar skyndilausnir. Það er ekki til neitt sem getur kallast lausnin með stórum stöfum.“ Skipulagning kemst upp í vana Hún segir nokkur ráð duga fyrir hinn almenna Íslending sem lang- ar til að vera heilbrigður. „Það er fyrst og fremst að huga að fjöl- breytninni, að borða trefjaríka fæðu; ávexti, grænmeti, heil- korn og reyna að koma reglu og skipulagi á matartíma. Skipulag er mikilvægt svo ekki sé hlaupið eftir einhverjum skyndihugdett- um þegar fólk verður svangt og fer í næstu sjoppu. Það er gott að plana mataræðið með dags fyrir- vara. Skipulagningin er oft erfið í byrjun en hún kemst upp í vana. Það þarf líka að hugsa um hver tilgangurinn með breytingunni á mataræðinu er, á að komast í kjól- inn fyrir jólin eða á breytingin að vera til langframa. Þegar verið er að hugsa um heilsuna og ætlun- in er að breyta um líferni verður þetta að vera eitthvað sem fólk er til í að gera. Það er til dæmis erf- itt að segja þeim sem finnst græn- meti ekki gott að borða það samt. Þó allt sé ekki gert hundrað pró- sent er hvert skref sem tekið er í rétta átt til hins góða.“ Fjölbreytt fæðuval er mikilvægast Hvert skref sem tekið er í átt að bættu mataræði er til góðs, segir næringarfræðingurinn Óla Kallý Magnúsdóttir. Þegar ætlunin er að breyta mataræðinu ætti að horfa á stóru myndina en ekki rýna í smáatriðin. Mikilvægt er að skipuleggja mataræðið fram í tímann. Við þurfum að borða mat úr öllum fæðu- flokkum til að uppfylla næringarþörfina. Fæðan þarf að koma úr öllum flokkum en mismikið þó úr hverjum. Það má vera mikið úr jurtaríkinu, grænmeti, ávexti, baunir og fleira, en við þurfum líka kjöt, mjólk og allt hitt. Það þarf að vera fjölbreytni. Óla Kallý Magnúsdóttir Óla Kallý segir engar skyndilausnir duga þegar bæta á mataræði og lífsstíl. „Það er ekki til neitt sem getur kallast lausnin með stórum stöfum.“ MYND/PJETUR „Við erum allt- af að leita leiða til að koma til móts við þarfir neytenda eins vel og mögulegt er,“ segir Signý Skúladóttir, markaðsstjóri Hei lsu, sem stendur að baki framleiðslunni. „Vítamín og steinefni eru lífsnauðsynleg en margir gæta þess ekki nógu vel að fá þau í rétt- um hlutföllum úr matnum. Þau eru okkur mjög mikilvæg og þá sér í lagi til að viðhalda almennu heilbrigði en að sjálfsögðu skipt- ir líka máli að gæta að hollu mat- aræði, hreyfingu og jákvæðu við- horfi til lífsins,“ bætir hún við. Að sögn Signýjar er Q10, hár- kúr og íslensku þaratöflurnar hin fullkomna fegurðarþrenna. „Margir þekkja vel til Q10 en Q10 er kóensím sem hefur þá ein- stöku eiginleika að vera oxunar- vari. Við vitum hvaða áhrif súr- efni hefur á epli sem búið er að skera. Það oxast, verður brúnt og skorpið. Af þeim sökum er Q10 svo vinsælt í baráttunni við ótímabæra öldrun. Það viðheldur liðleika frumuhimnunnar, gefur orku og heldur okkur ungum í lík- ama og sál. Q10 frá Gula miðan- um inniheldur að auki sólblóma- olíu sem tryggir hámarksupptöku á efninu,“ upplýsir Signý. Þá segir hún marga kann- ast við „bad hairday“ en flesta dreymir um heilbrigt og líf- legt hár. Ef hárið er í lagi er það merki um að svo margt annað sé í lagi. Hárkúrinn frá Gula mið- anum er í hylkjum sem innihalda steinefni sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigt hár. Að auki inni- heldur Hárkúr amínósýrur, lesi- tín og kólín fyrir hárvöxtinn. Þá mælum við með því að fólk taki íslensku þaratöflurnar með og þá sérstaklega ef það þarf að örva hárvöxtinn mikið. Íslensku þaratöflurnar virka mjög vel fyrir húð, hár og negl- ur en þær auka joðinntöku og innihalda mikið af góðum stein- efnum og vítamínum. Að auki virka þaratöflurnar einstaklega hreinsandi og hjálpa líkamanum að losna við óæskileg eiturefni. Guli miðinn fæst í apótekum, heilsuvörubúðum og öllum helstu matvöruverslunum. Hin fullkomna fegurðarþrenna Fjörutíu tegundir vítamína og fæðubótarefna tilheyra Gula miðanum, en vörulínan er öll þróuð með íslenskar aðstæður í huga. Þróun línunnar hófst hér á landi fyrir 25 árum og hefur haldið áfram allar götur síðan með allnokkrum viðbótum. Hárkúr Hárkúr í Gula miðanum er fjöl­ vítamínblanda sem er sérstak­ lega samsett fyrir hárið. Vöulínan hefur verið þróuð fyrir íslenskar aðstæður í 25 ár. Þaratöflur Þaratöflur í gula miðanum eru unnar úr íslenskum þara sem er tekinn úr hreinum sjó á Vestfjörð­ um. Q-10 Q­10 ubiquinol í Gula miðanum er virkara form af Q10. Það er allt að 40 prósentum virkara en venju­ legt Q10. Signý Skúladóttir, markaðsstjóri Heilsu Vítamín og steinefni eru lífsnauðsynleg en margir gæta þess ekki nógu vel að fá þau í réttum hlutföllum úr matnum. Þau eru okkur mikilvæg og þá sér í lagi til að viðhalda almennu heilbrigði en að sjálf- sögðu skiptir líka máli að gæta að hollu mataræði og lífsstíl. Signý Skúladóttir, HEilSa oG FEGURð Kynningarblað 25. febrúar 201616
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.