Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 74
Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til. C80 M0 Y63 K75 C0 M30 Y100 K0 R34 G70 B53 R234 G185 B12 #224635 #eab90c PANTONE 560C PANTONE 130C www.obi.is ÖBÍ veitir sérstaka styrki til ýmissa hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. ÖBÍ auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki. Umsóknarfrestur er til 15. mars næstkomandi. Upplýsingar um styrkúthlutun liggur fyrir eigi síðar en 1.maí. Sótt er um styrk á vef bandalagsins obi.is Með umsókn skal fylgja fjárhags- og verkefnaáætlun með tímasetningum. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk á skrifstofu ÖBÍ, netfang: mottaka@obi.is eða í síma 530 6700. Sérstakir styrkir ÖBÍ 2016 Hljómsveitirnar Agent Fresco, Úlfur Úlfur og rapparinn Emmsjé Gauti koma fram á Þjóðhátíð 2016 en þetta eru fyrstu listamennirnir sem kynntir eru til leiks á þessa Þjóðhátíð sem er númer 142. Þetta er í annað sinn sem hljóm- sveitin Úlfur Úlfur kemur fram en dúettinn kom fram þar árið 2012. „Mér líst alveg heví vel á þetta. Ég hef reyndar bara einu sinni áður farið til Eyja og hef því ekk- ert ótrúlega mikla reynslu en mér finnst þetta geggj- að,“ segir Arnar Freyr Frostason en hann myndar Úlf Úlf ásamt Helga Sæmundi Guðmundssyni. Arnar Freyr segir að þeir félagar komi til með að flytja sína helstu slagara í bland við glænýtt efni. „Við erum að vinna að nýju efni þessi dagana og höfum eigin- lega verið að semja síðan síðasta plata kom út. Við eigum örugglega eftir að spila lög sem eru ekki einu sinni orðin hugmynd núna, það er svo langt í þetta,“ bætir Arnar Freyr við léttur í lundu. Rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, er einnig að koma fram í annað sinn á Þjóðhátíð. „Mér fannst mjög gaman þarna síðast. Mér fannst reyndar hræðilegt að þurfa fara í Herjólf,“ segir Gauti en samgöngutæki eru ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. „Ég er hræddastur við flugvélar, síðan við báta því ef þú ert ekki hræddur við sjóinn þá ertu ekki með gott ímyndunarafl og svo eru það bílar, því þetta er allt eitthvað sem kless- ist á og sekkur og maður hefur enga stjórn á þessu,“ bætir Gauti við. Hann er þó fullur tilhlökkunar. „Ég er mjög spenntur að fara aftur, þetta verður geggjað.“ Arnór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco, hlakkar sérlega mikið til, þar sem hann á afmæli á sama tíma. „Ég á afmæli sama dag og við erum að spila þannig að þetta verður án efa stærsta afmælispartíið mitt hingað til,“ segir Arnór Dan og hlær. Agent Fresco hefur einu sinni áður spilað á Þjóðhátíð og var það árið 2011. „Þar er einhver stemming sem er hvergi annars staðar. Þetta verður gott,“ segir Þórarinn Guðnason, gítarleikari Agent Fresco. Að undanförnu hafa þeir Agent Fresco-piltar Þórarinn, Hrafnkell Örn Guðjónsson trommu- leikari og Vignir Rafn Hilmarsson bassaleikari leikið með bæði Úlfi Úlfi og Gauta á tónleikum. En koma þeir til með að spila með röppurunum í Eyjum? „Það er bara aldrei að vita,“ segir Þórarinn. Tilkynnt var á dögunum að Frið- rik Dór og Sverrir Bergmann komi til með að syngja Þjóðhátíðarlagið í ár en Fjallabróðirinn Halldór Gunnar Pálsson semur lagið. Fleiri listamenn og hljómsveitir verða tilkynntar á næstunni en for- sala miða á Þjóðhátíð hefst í dag á dalurinn.is. gunnarleo@frettabladid.is agent fresco, emmsjé gauti og Úlfur Úlfur á þjóðhátíð 2016 Fyrstu listamennirnir hafa verið tilkynntir á hátíðina. Þeir hlakka mikið til en Gauti kvíðir þó fyrir að fara í Herjólf. Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur ætla að trylla lýðinn á Þjóðhátíð í Vestamannaeyjum. Mikil tilhlökkun er í lista- mönnunum. FréttAblAðið/Ernir Fyrir fjóra til sex 800 g nautahakk 5 stórar tortillur 1 meðalstór rauðlaukur, smátt saxaður 1 rauð paprika, smátt söxuð 1 gul paprika, smátt söxuð 8 – 10 sveppir, smátt saxaðir 1/4 rautt chili, fræhreinsað og smátt saxað 2 – 3 msk. kóríander, smátt saxað Mexíkósk kryddblanda, taco sea- soning mix í pakka 1 dós gular baunir 1 dós niðursoðnir tómatar 350 g salsasósa 4 msk. hreinn rjómaostur Rifinn ostur Nachosflögur, saltaðar Salt og pipar Aðferð: Skolið grænmetið og skerið það smátt niður. Hitið olíu í potti við vægan hita, setjið grænmetið í pottinn og steikið þar til mjúkt. Brúnið nautahakkið á pönnu og bætið kryddblöndunni saman við samkvæmt leið- beiningum á pakkanum. Blandið því næst hakkblöndunni saman við grænmetið í pottinum. Bætið gulu baununum, niðursoðnum tómötum, salsasósunni, og rjóma- ostinum saman við. Hrærið vel í. Kryddið til með salti og pipar. Að lokum saxið þið ferskan kóríander smátt niður og bætið við, leyfið þessu að malla við vægan hita í nokkrar mínútur. Munið að smakka ykkur til með salti og pipar. Leggið tortillaköku í botninn á eldföstu móti, setjið hakkblöndu þar ofan á og dreifið rifnum osti yfir hakkblönduna. Leggið síðan aðra tortilluköku ofan á og endur- takið þar til hakkblandan er komin yfir fimmtu tortillukökuna. Dreifið vel af rifnum osti yfir og saxið ferskt kóríander, um það bil msk. og sáldrið yfir réttinn. Stingið nokkrum nachosflögum í réttinn. Setjið réttinn inn í ofn og bakið við 180°C í 25 – 30 mínútur. Gott er að bera lasagnað fram með fersku salati, sýrðum rjóma og gvakamóle. Uppskrift fengin af Evalaufeykjaran.com mexíkóskt lasagna Arór Dan Arnarson, söngvari Agent Fresco 2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r42 L í f I ð ∙ f r É T T a b L a ð I ð Lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.