Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 6
Ferðalagi fagnað Vinicius, lukkudýr Ólympíuleikanna í Ríó sem fram fara síðar í ár, gleður gesti á viðburði sem fram fór í gær til kynningar á ferðalagi Ólympíu­ kyndilsins um Brasilíu í aðdraganda leikanna. Hlaupið hefst 3. maí og verða sótt heim 329 bæir og borgir í öllum héruðum Brasilíu. Fréttablaðið/EPa DANMÖRK Formaður heilbrigðis- nefndar danska þingsins, Liselott Blixt sem er þingmaður Danska þjóðarflokksins, vonar að læknar geti í nánustu framtíð ávísað menn- ingu í stað lyfja. Kristilega dagblaðið hefur það eftir yfirlækninum Per Thorgaard að píanókonsert eftir Mozart eða önnur róandi tónlist geti í vissum tilfellum gert sama gagn fyrir sjúk- ling og verkjastillandi lyf, eins og til dæmis tvær töflur af Panodil. Danski þjóðarflokkurinn stóð fyrir kynningu í þinginu á ágæti menningar fyrir sjúklinga. Bæði danskir og erlendir læknar greindu frá reynslu sinni. – ibs Ávísi menningu í stað lyfja KjARAMál Félagsmenn í stéttar- félögum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) samþykktu nýja kjarasamn- inga við Samtök atvinnulífsins (SA) með miklum meirihluta. Atkvæðagreiðslu kjörgengra með- lima ASÍ lauk á hádegi í gær. Alls voru 75.635 manns á kjörskrá en 10.653 tóku þátt, eða fjórtán pró- sent. Rúm níutíu prósent þátttakenda kusu með nýjum samningum, alls 9.724. Þá kusu 832 á móti, eða tæp átta prósent. Tæpt eitt prósent þátt- takenda skilaði auðu í atkvæða- greiðslunni. Samkvæmt nýjum samningum hækka laun um 6,2 prósent frá og með 1. janúar síðastliðnum í stað 5,5 prósenta 1. maí næstkomandi. Í stað þriggja prósenta hækkunar launa 1. maí á næsta ári hækka laun um 4,5 prósent og í stað tveggja pró- senta hækkunar 1. maí 2018 hækka laun um þrjú prósent. Atkvæðagreiðsla fór fram meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 12.-19. febrúar og voru þá um 49 prósent atkvæða nýtt. Samningurinn var samþykktur með um 79 prósent- um greiddra atkvæða. Þá voru um tólf prósent atkvæða greidd gegn honum en um níu prósent atkvæða voru auð. Í tilkynningu frá SA kemur fram að sum aðildarfyrirtæki geti ekki hrint í framkvæmd launabreyting- um um þessi mánaðamót þar sem þau hafi nú þegar lokið útreikningi launa fyrir febrúarmánuð. Það verður því gert í mars í þeim til- vikum. – þea Hærri laun bíða fram í marsmánuð DANMÖRK Líf dönsku ríkisstjórnar- innar hékk í gær á bláþræði eftir að skyndilega brutust út deilur um athafnir Evu Kjer Hansen, umhverf- is- og matvælaráðherra. Óljóst var í gærkvöld hvort stjórnin myndi lifa af þessa eld- raun, en Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra kallaði í gær for- menn hinna hægriflokkanna á sinn fund og hótaði að boða til þingkosninga, næðist ekki sam- komulag. Fundi formannanna lauk án niður stöðu í gær, en Løkke Rasmus- sen ætlar að halda áfram að reyna að ná sáttum á þinginu í dag, þegar landbúnaðarfrumvarp stjórnarinn- ar verður borið undir þingið. Málið komst í hámæli á þriðju- dag þegar Íhaldsflokkurinn, sem hefur stutt minnihlutastjórn Ven- stre-flokksins, sagðist ekki lengur bera traust til Evu Kjer Hansen. Lars Løkke Rasmussen forsætis- ráðherra, sem jafnframt er leiðtogi Venstre-flokksins, brást við af fullri hörku og hótaði að boða til þing- kosninga tækist ekki sátt. Søren Pape, sem er leiðtogi Íhaldsflokksins, gagnrýnir Evu Kjer Hansen fyrir að hafa gefið þinginu villandi upplýsingar í tengslum við landbúnaðarfrumvarpið. Ágrein- ingurinn snýst um það hvort til- tekin efnisatriði í frumvarpinu muni reynast umhverfinu skaðleg. Leiðtogar hinna hægriflokkanna, Danska þjóðarflokksins og Frjáls- lynda bandalagsins, taka þó ekki undir kröfur Papes um afsögn Kjer Hansen. Þeir Kristian Thulesen Dahl og Anders Samuelsen segja Pape hafa brugðist allt of hart við, þótt ágreiningur sé um efnistatriði frumvarpsins. Pape sagðist hins vegar síðdegis í gær standa fastur á því að Kjer Hansen þyrfti að víkja úr embætti, jafnvel þótt breytingar yrðu gerðar á efnisatriðum frumvarpsins í með- ferð þingsins í dag. „Ég hef sagt það allan tímann að þetta snúist um trúnaðartraust, sem ekki er til staðar,“ er haft eftir Pape á vefsíðu dagblaðsins Politi- ken. „Þetta snýst ekki um embætti eða tiltekið umráðasvið, heldur snýst þetta um einstakling.“ Pape á töluvert á hættu, fari leik- ar svo að Løkke Rasmussen boði til þingkosninga. Í síðustu kosn- ingum fékk Íhaldsflokkur Papes ekki nema 3,4 prósent atkvæða, og gæti átt á hættu að detta alveg út af þingi. gudsteinn@frettabladid.is Uppnám innan dönsku stjórnarinnar Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hótaði í gær stjórnarslit- um næðist ekki sátt um Evu Kjer Hansen sem umhverfis- og matvælaráðherra í minnihlutastjórn Venstre-flokksins. Formenn flokka funduðu síðdegis í gær. Eva Kjer Hansen, hægra megin á myndinni, í danska þinghúsinu í gær. tekist er á um skipan hennar í embætti ráðherra. NordicPHotos/aFP lars løkke rasmussen, forsætisráðherra danmerkur og formaður Venstre 2 5 . f e b R ú A R 2 0 1 6 f I M M T U D A G U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T A b l A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.