Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 28
Antonio Berardi er uppalinn á Eng-
landi en á ættir að rekja til Sikil-
eyjar. Hann var alltaf ákveðinn í
að verða hönnuður. Antonio nam
við hinn virta skóla Central Lond-
on Saint Martins College of Art &
Design en vann jafnframt sem að-
stoðarmaður Johns Galliano. Hans
eigin fatalína kom fyrst fram á
sjónarsviðið árið 1995 og vakti
mikla athygli. Fyrirsætur hans,
meðal annars söngkonan Kylie
Min ogue, voru í skóm sem hann-
aðir voru af Manolo Blahnik sem
síðar varð heimskunnur, sérstak-
lega eftir að sjónvarpsþættirnir
Sex and the City voru sýndir á ár-
unum 1998-2004. Á tímabili hann-
aði Antonio einnig undir ítalska
merkinu Ruffo Research.
Antonio Berardi hefur hann-
að kjóla á margar helstu stjörn-
ur nútímans. Má þar nefna Nicole
Kidman, Cate Blanchett, Victo-
riu Beckham, Megan Fox, Evu
Mendes, Amy Adams, Madonnu,
Anne Hathaway, Zoe Saldana,
Beyoncé, Diane Kruger, Kate Hud-
son og Rosie Huntington Whitely.
Frægasti kjóll Antonios Ber-
ardi er svartur og hvítur kjóll sem
Gwyneth Paltrow klæddist við
frumsýningu myndarinnar Two
Lovers árið 2008. Kjóllinn var
valinn sá glæsilegasti árið 2009
af tímaritinu Harper og hönnuð-
urinn fékk mikið hrós frá helstu
tískulöggum heimsins. Hann hefur
stundum síðan verið kallaður kon-
ungur kjólanna.
Konungur Kjólanna
Breski tískuhönnuðurinn Antonio Berardi er helst frægur fyrir kjóla sína sem meðal
annarra Gwyneth Paltrow hefur skartað. Antonio þykir hafa gott auga fyrir kvenlegum
elegans. Hann sýnir hönnun sína á tískuviku í Lundúnum sem nú stendur yfir.
NÝ SENDING
RÝMINGARSALA
af eldri vöru
50% - 70%
afsláttur
Skipholti 29b • S. 551 0770
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r4 f ó l k ∙ k y n n I n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X Xf ó l k ∙ k y n I n G a r b l a ð ∙ T í s k a