Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 34
Elín Helga Egilsdóttir hefur hald- ið úti bloggi þar sem hún gefur les- endum hollar uppskriftir. Hún seg- ist hafa dregið úr skrifum sínum á netinu, enda margt annað að ger- ast í lífi hennar. Við fengum leyfi til að birta bolluuppskrift af síð- unni hennar sem er bæði holl og girnileg. HeilHveitibollur 16 stykki 3 ½ bolli heilhveiti 1 tsk. salt 1 tsk. matarsódi 3 msk. ósætað eplamauk 2 msk. olía 1 bolli, rúmlega, banana- hnetublanda (ég var með 1 ½ stappaðan banana, 8 döðlur, 2 fíkjur og dass af kasjúhnetum) 1 egg, léttilega hrært 1 ¼ bolli létt AB-mjólk Kanill Ofninn á að vera 200°C. Hræra saman heilhveiti, salti, mat- arsóda og kanil. Færa blönduna yfir í t.d. matvinnsluvél, bæta við 2 msk. olíu og 3 msk. ósætuðu epla- mauki þangað til blandan verður grófari. Verður samt ekki „blaut“. Bæta banana- og hnetublönd- unni, hrærða egginu og AB-mjólk- inni í skálina með hveitinu þangað til deigið verður stíft. Athugið að deigið er mjög blautt. Því er gott að bæta síðast 1⁄2 bollanum af hveitinu við í skömmtum þangað til blandan verður nægjanlega stíf til að hægt sé að móta úr henni kúlu á létti- lega hveitistráðum fleti. Passa skal að hnoða blönduna ekki of mikið. Þegar búið er að móta kúlu úr deig- inu þá tók ég ísskeið og skúbbaði litlum deigboltum á bökunarpapp- ír, eins og maður gerir við kjötfars. Þessu stakk ég svo inn í ofn í tæpar 30 mínútur. Athuga skal að bök- unartíminn er misjafn eftir ofnum. Held þær þoli alveg 20 mínútur í ofninum. Það er líka hægt að gera færri bollur og minni, mínar voru svolítið stórar. Hollar heilhveitibollur Æðislegar bollur frá Elínu Helgu matarbloggara. MYND/EINKASAFN Þeir sem stunda íþróttir vita að mataræði og næring skiptir höfuðmáli til að ná árangri og að erfitt er að koma sér í líkamlega gott form ef við hugum ekki að því sem við látum ofan í okkur. „Við getum stritað og púlað en ef við hugs- um ekki um hvað við borðum og drekkum eru töluverðar líkur á því að hreyfingin skili ekki þeim árangri sem við vonumst eftir. Lykillinn að góðum og varanlegum árangri er því að ná góðu jafnvægi þarna á milli og hafa það hugfast að ein óholl máltíð skemmir ekki neitt, rétt eins og ein holl máltíð breytir ekki miklu,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Jafnvægið snúist þannig um að endur- taka góðar og hollar ákvarðanir á kostn- að hinna óhollu og hafa það ætíð hugfast að góð heilsa og gott líkamlegt form sé ekki áfangastað- ur eða einhver endapunktur, heldur lífsstíll sem fólk vill temja sér til að vera betur í stakk búið til að takast á við lífið í öllum sínum myndum. Íþróttadrykkurinn Hleðsla er ferskur og bragð- góður próteindrykkur frá MS sem kom fyrst á markað fyrir um 6 árum. „Neytendur tóku vör- unni vel frá byrjun og hentar hún bæði fljótlega eftir æfingar og á milli mála. Síðasta sumar bætt- ist við nýjung í vörulínuna og er um að ræða kol- vetnaskerta og laktósafría Hleðslu. Hún er gædd öllum þeim eiginleikum sem forveri hennar hefur, til að mynda inniheldur hún 22 grömm af há- gæða próteinum, en til viðbótar hefur verið dreg- ið úr kolvetnainnihaldi með því að nota sætuefn- ið súkralósa í stað agaveþykknis,“ upplýsir Björn og bætir við að til viðbótar hafi allur laktósinn, þ.e. mjólkursykurinn, verið klofinn, sem þýði að kolvetnaskert og laktósafrí Hleðsla henti vel fólki með laktósaóþol og öðrum þeim sem finni til óþæginda í meltingarvegi við neyslu mjólkurvara, auk þess sem varan sé kjörin fyrir þá sem vilji draga úr neyslu kolvetna. „Hleðslan hentar vel fólki sem er á ferðinni, hvort sem það er á leið í ræktina, út að hlaupa, á skíði eða í fjallgöngur eða þeim sem eru í vinnu og skóla og leita eftir hollri milli- máltíð. Hér er því um að ræða drykk sem er bæði hollur og hand- hægur, og ekki skemmir fyrir hversu bragðgóður hann er.“ Hleðsla – kolvetnaskertur og laktósafrír próteindrykkur Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu tók þátt í nýjustu auglýsingaherferð Hleðslu. „Góð næring felst nefnilega líka í góðum félagsskap, hláturgusum og væntum- þykju,“ segir Lukka Pálsdóttir. MYND/STEFÁN Lukka Pálsdóttur er mörgum kunn sem eigandi veitingarstaðarins Happs auk þess sem hún hefur haldið fjölda fyrirlestra, skrifað bækur og grúskað í fræðum um tengsl mataræðis, heilbrigðis og langvinnra sjúkdóma. Sjálf er hún menntaður sjúkraþjálfari í grunn- inn og þótt hún sé vafalaust þekkt- ust sem Lukka í Happi telur hún sig sjálfa starfa í heilbrigðismál- um en ekki í veitingageiranum. „Inni í mér hefur alltaf logað löng- un til að bæta heiminn og hjálpa fólki að lifa og njóta lífsins. Það er einhver innri gleði, einhver lít- ill púki inni í mér sem vill stöðugt fara út að leika, takast á við nýja áskorun og athuga hvort ég kemst yfir næstu hindrun.“ Lukka segist halda að áhugi sinn á heilbrigði sé hreinlega meðfædd- ur og hann hafi svo sannarlega haft jákvæð áhrif á sig sem mann- eskju, bæði líkamlega og andlega. „Eftir að ég stofnaði Happ sökkti ég mér á kaf í mikla vinnu og gaf mér ekki tíma í nokkur ár til að sinna reglulegri hreyfingu. Ég fór að finna fyrir bakverkjum og ýmsu öðru sem rekja má til streitu og álags. Ég áttaði mig á því fyrst þá hvað ég hef í raun notið mik- ils góðs af stöðugri hreyfiþörf í gegnum árin. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur!“ Hún hefur snúið þessu markvisst við og er aftur farin að njóta þess að fara út að leika á hjólinu, skíðunum og hlaupaskónum. „Þetta geri ég í dag í svo góðra vina hópi að ávinn- ingurinn er margfaldur. Góð nær- ing felst nefnilega líka í góðum fé- lagsskap, hláturgusum og vænt- umþykju.“ Njótum augnabliksins Lukka hefur lengi grúskað í fræð- um um tengsl mataræðis, heil- brigðis og langvinnra sjúkdóma. Í námi sínu í sjúkraþjálfun fannst henni vanta meiri áherslu á nær- ingu sem einn af þeim þáttum sem geta eflt heilbrigði og varn- að sjúkdómum. „Ég fór því að lesa um rannsóknir á tengslum mat- aræðis við hina ýmsu sjúkdóma, sérstaklega hvernig rétt fæða gat flýtt fyrir bata hjá þeim sem voru í þjálfun hjá mér. Viðskiptavinir mínir náðu undantekningalaust betri og skjótari árangri þegar mataræðið var tekið í gegn. Ef ég ætti að taka saman rauða þráðinn í þeim lífsstíl sem rannsóknir sýna að stuðli að heilbrigði væri hann þessi: Borðum mat, ekki pillur og duft, sleppum sykri, látum græn- meti vera góðan hluta af hverri máltíð, stundum hugleiðslu, búum í nálægð við stórfjölskylduna, elsk- um náungann og njótum augna- bliksins.“ Meðal spennandi verkefna árs- ins hjá Lukku er útgáfa bókarinn- ar Máttur matarins sem hún skrif- ar í samvinnu við Þórunni Steins- dóttur. „Aðaláherslan þar er á fæðu sem forvörn við hinum ýmsu krabbameinum. Mörgum rann- sóknum ber saman um það að or- sakir krabbameina sé að stórum hluta að finna í þeim lífsstíl sem við kjósum okkur. Stærsti einstaki þátturinn er reykingar en mat- aræði, hreyfing og fleira spilar svo stóra rullu að það væri að mínu viti alveg galið að nýta sér ekki þessa þekkingu því við getum dregið stórlega úr tíðni þessa sjúkdóms með því að nýta okkur mátt mat- arins sem við veljum að setja inn fyrir okkar varir. Í litríka græn- metinu og ávöxtunum er að finna fjársjóð af verkfærum sem standa okkur öllum til boða. Apótek fram- tíðarinnar er í ísskápum landsins.“ Apótek framtíðarinnar er í ísskápnum Löngun til að bæta heiminn hefur lengi rekið Lukku Pálsdóttur áfram. Hún rekur veitingastaðinn Happ og hefur lengi vel grúskað í fræðum um tengsl mataræðis og langvinnra sjúkdóma. Síðar á árinu gefur hún út bókina Máttur matarins. Við getum dregið stórlega úr tíðni þessa sjúkdóms með því að nýta okkur mátt matar- ins sem við veljum að setja inn fyrir okkar varir. Lukka Pálsdóttir HEILSA oG FEGurð Kynningarblað 25. febrúar 20164

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.