Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 25
fólk
kynningarblað
Mér finnst
skemmtilegt að
gera yfirhafnir og finnst
jakkar hafa sterkustu
karaktereinkennin. Ég
mun sýna á samsýningu
Fatahönnunarfélagsins í
Ráðhúsinu á komandi
HönnunarMars.
Ýr Þrastardóttir
2 5 . f e b r ú a r 2 0 1 6 f I M M T U D a G U r
Lógó með adressulínu
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is = Coopet Hewitt light (má vera book ef það er minna en 8pt)
OPNUM Í DAG
MEÐ GLÆNÝJAR
VORVÖRUR!
LÆKKAÐ VERÐ VEGNA AFNÁMS TOLLA!
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
s: 571-5464
Vertu einstök – eins og þú ert
stærðir 38-52
my styleStærðir 38-52
Netverslun á tiskuhus.is
LAGERSALA
80% AFSLÁTTUR
„Uppáhaldsflíkin mín er kápa
sem ég vann fyrir síðustu sýn-
ingu, í samvinnu við tengda-
mömmu mína, Kjuregej Alex-
öndru. Hún er textíl- og mósaík-
listamaður og útbjó örn úr
afgangsbútum sem féllu til við
undirbúning sýningarinnar og
saumaði á bakið á kápunni. Það
fóru um hundrað bútar í hann. Við
höfðum ekki unnið saman áður og
vonandi gerum við eitthvað meira
saman,“ segir Ýr Þrastardóttir
fatahönnuður þegar hún er spurð
út í uppáhaldsflíkina í fatskápn-
um. Kápan sé einstök og hún noti
hana mikið.
„Það er bara til ein svona kápa
og langmesta vinnan var lögð í
hana fyrir sýninguna. Þetta er
flík sem ég tími ekki að selja.
Hún gengur við hvað sem er. Það
er hægt að taka af henni ermarn-
ar og skipta um kraga svo hún er í
raun fjölnota.“
Af hverju örn? „Kannski af því
að kærastinn minn heitir Ari, sem
þýðir örn. Örninn er líka skemmti-
legt tákn sem mig langaði að sjá
myndrænt,“ segir Ýr.
Ýr hannar undir heitinu Ano-
ther Creation og er von á nýrri
línu á markaðinn í haust. Í línunni
er talsvert af yfirhöfnum, kápum,
jökkum og feldum, en Ýr segir sér-
staklega gaman að hanna jakka og
kápur.
„Ég komst að því fyrir út-
skriftina mína frá Listaháskól-
anum að ég á mjög auðvelt með
að gera jakka snið, sem mörgum
finnst flókið. Mér finnst skemmti-
legt að gera yfirhafnir og finnst
jakkar hafa sterkustu karakter-
einkennin. Ég mun sýna á sam-
sýningu Fatahönnunarfélagsins í
Ráðhúsinu á komandi Hönnunar-
Mars. Línan hefur verið í löngu
vinnuferli, ég sýndi hana í á RFF
í fyrra og eftir það tók við langt
ferli við að finna framleiðendur að
línunni, rétta efnaframleiðendur
og fleira. Nú er línan hins vegar
komin í framleiðslu á Ítalíu og
fyrsta sending var að koma í hús.
Við munum sýna megnið af henni
á Hönnunar Mars og líklega fer
línan svo á markað í haust. Þetta
er langt ferli þegar farið er af stað
með nýtt merki,“ segir Ýr.
Með örn eftir tengdó á bakinu
Vetrarkápa með abstraktmynd af erni á bakinu er í sérstöku uppáhaldi hjá fatahönnuðinum Ýr Þrastardóttur. Fram
undan er sýning á HönnunarMars og markaðssetning nýrrar línu með haustinu undir heitinu Another Creation.
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður notar uppáhaldskápuna mikið. Kjuregej Alexandra, tengdamóðir hennar, saumaði örn aftan á kápuna. mynd/HAnnA