Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 25.02.2016, Blaðsíða 45
„Vörurnar frá TARAMAR koma á markað á hárréttum tíma en fjöldi neytenda sem leitar að vörum sem innihalda ekki skað- leg efni hefur aukist hratt und- anfarin ár,“ segir Elín Þ. Þor- steinsdóttir, markaðsstjóri TARAMAR. „Þekking á lífvirkni hefur einnig aukist og TARAM- AR gefur neytendum nú kost á að njóta sýnilegs árangurs lífvirkra efna í formúlum sem innihalda engin skaðleg eða ertandi efni. TARAMAR húðvörulínan sem kallast „Emerging Beauty“ eða „Rísandi fegurð“ samanstend- ur af þremur vörum: Day Treat- ment, The Serum og Purifying Treatment en von er á fjórðu vörunni á markað; Night Treat- ment innan tveggja vikna. Allar fjórar vörurnar eiga það sam- merkt að vera afburða hreinar, lífvirkar, með lífrænt vottuðum innihaldsefnum og án nokkurra innihaldsefna sem geta verið skaðleg fyrir líkamann,“ upp- lýsir Elín. „Við höfum lært gríðarlega mikið á þessum stutta tíma sem við höfum verið á markaði. Meðal annars það að TARAMAR vörurnar virka mjög vel á þá sem hafa viðkvæma húð. Við erum búin að heyra frá stórum hópi notenda sem hefur upplif- að nýja tilveru varðandi líðan í húðinni en við höfðum ekki gert okkur grein fyrir hversu stór hluti fólks er í þeirri stöðu að geta ekki notað neinar húðvörur og á það jafnt við um konur og karla,“ segir Elín og tekur fram að það sé afskaplega gefandi að fá svona jákvæð viðbrögð. Vörurnar eru alíslenskar og þróaðar og framleiddar hér á landi. Þær byggja á andoxandi eiginleikum þörunga, íslenskum lækningajurtum, peptíðum og ensímum sem draga úr sýnileg- um áhrifum öldrunar. Vörurnar eru afrakstur níu ára rannsókna dr. Guðrúnar Marteinsdóttur, prófessors og kollega hennar hérlendis og erlendis. Útsölustaðir TARAMAR eru í Hag- kaupum Kringlunni og Smáralind, Lyf og heilsu, Lyfju, Heilsuhúsinu, Gló í Fákafeni, Fríhöfninni í Leifs- stöð og í flugvélum WOW air. TARAMAR húðvörur draga úr sýnilegum áhrifum öldrunar TARAMAR húðvörurnar eru alíslenskar og ryðja sér nú til rúms á íslenskum snyrtivörumarkaði. Þær komu á markað hér á landi fyrir aðeins fimm mánuðum og hafa fengið ákaflega góðar viðtökur. Mikill áhugi er fyrir þessum vörum en þær eru afburða hreinar og lífvirkar. Við höfum lært gríðarlega mikið á þess- um stutta tíma sem við höfum verið á markaði. meðal annars það að TARAMAR vörurnar virka mjög vel á þá sem hafa viðkvæma húð. Við erum búin að heyra frá stórum hópi notenda sem hefur upplifað nýja tilveru varðandi líðan í húðinni. Elín Þ. Þorsteinsdóttir. The Purifying Treatment er einstaklega nærandi og mjúk blanda úr hágæða kaldpressuðum olíum úr þörungum. Blandan er andoxandi og hefur tvenns konar virkni. Annars vegar hreinsar hún húðina og hins vegar þéttir hún hana. Blandan hentar öllum húðtegundum, sér í lagi viðkvæmri húð. Varan hentar vel til að hreinsa augnfarða. Day Treatment er andoxandi lífvirkt dagkrem sem endurvekur húðina og gefur henni heilbrigðari blæ. Kremið hefur létta áferð og gengur fljótt inn í húðina og hentar mjög vel undir farða. Virku efnin stuðla að betri efnaskiptum, draga úr bólgum og styrkja og jafna húðina. Kremið hentar öllum húðtegundum. The Serum er ákaflega lífvirkt serum sem byggir á andox- andi eiginleikum þörunga og peptíðum sem styrkja collagen-þræði húðarinnar. Serumið dregur úr fínum línum og hrukkum og gerir áferð húðarinnar sléttari og rakameiri. Serumið myndar filmu sem hleypir súrefni í gegnum sig um leið og það tryggir viðvarandi virkni. The Night Treament sem kemur á markað eftir tvær vikur fullkomnar TARAMAR húðvörulínuna. Það er hannað með það að markmiði að endurbyggja, slétta og styrkja húðina. Kremið inniheldur peptíð og lífvirk efni úr þörungum sem draga úr línum og hrukkum og veita vörn gegn oxun og öldrun húðar. Peptíðin eru tvö og efla collagen búskap húðarinnar. Taramar-húðvörurnar eru alíslenskar. Þær komu á markað fyrir fimm mánuðum og hafa fengið ákaflega góðar viðtökur. Kynningarblað HeiLSA OG FeGuRð 25. febrúar 2016 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.