Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 42

Fréttablaðið - 25.02.2016, Síða 42
Erna María Eiríksdóttir, snyrti- fræðimeistari hjá Verði þinn vilji, segir að ekki sé nóg að hugsa um sjálfan sig, ekki sé síður nauðsynlegt að bera á börnin. „Í svona umhleyping- um í veðri, eins og verið hafa, auk þess sem við höfum þunnt ósónlag yfir okkur, er nauðsyn- legt að hugsa vel um húðina. Fyrir útivistarfólk er nauðsyn- legt að skoða UV-stuðulinn en hann segir okkur hversu hættu- leg sólin er. Hægt er að skoða þennan stuðul á uv.gr.is. Þar er hægt að skoða hversu sterkir útfjólubláir geislar eru hverju sinni,“ segir Erna. „Ég vil líka benda foreldrum á að nota alls ekki rakakrem á börn né sjálf sig á veturna. Raki og kuldi fer illa með húðina. Ef fólk vill nota rakakrem ætti það að gera það á kvöldin. Best er að nota sérstök útivistarkrem sem eru með sólarvörn. Þessi krem verja húðina og gefa henni nær- ingu. Rakakrem eru góð á sumr- in,“ útskýrir Erna. Hún segir misjafnt hvaða krem henti hverri húðtýpu. „Ég segi alltaf við viðskiptavini mína að best sé að leita ráða hjá fag- fólki á snyrtistofum varðandi kremnotkun. Þá næst bestur ár- angur með húðina og hún held- ur ljóma sínum. Margar konur nota meik á daginn og þá er mik- ilvægt að velja farða með vörn. Síðan þurfum við að vita hvaða efni eru í farðanum til að hægt sé að forðast óæskileg efni. Þetta er ekkert öðruvísi en mataræði – við viljum vita hvað við setjum ofan í okkur og þurfum sömuleið- is að vita hvað við erum að bera á húðina,“ segir Erna María. Flestar konur koma á snyrti- stofu með reglulegu millibili, í litun og plokkun eða til að fá aðra þjónustu. Erna María segir að þá sé upplagt að spyrjast fyrir um krem sem henta húðgerð- inni. Fagfólkið þekkir húðgerðir og getur gefið mjög góð ráð. Það er sömuleiðis mjög mikilvægt að þrífa húðina vel fyrir svefninn. „Það koma margar konur til mín sem eru með þurrkbletti í and- liti, háræðaslit eða sprungna húð vegna notkunar á rakakremi í kulda. Það á líka við um karl- menn ekki síður en konur. Verið dugleg að verja húðina með góðri vörn á þessum árstíma,“ segir Erna María og hvetur bílstjóra og fólk sem er að vinna utan- dyra eða er í útivist að huga vel að þessu. Fyrir útivistarfólk er nauðsynlegt að skoða UV-stuðulinn en hann segir okkur hversu hættuleg sólin er. Hægt er að skoða þennan stuðul á uv.gr.is. Erna María Eiríksdóttir Ekki nota rakakrem úti í kuldanum Þegar sólin skín glatt um hávetur getur hún verið varasöm fyrir húðina, sérstaklega í snjó sem veitir endurkast. Mjög mikilvægt er að nota sólvarnarkrem í þessum aðstæðum, ekki síst þegar fólk fer á skíði eða í göngutúra. Þá má ekki gleyma að bera á leikskólabörnin. Erna María Emilsdóttir snyrtifræðimeistari segir mjög mikilvægt að huga vel að húðinni í vetrarveðri. MYND/STEFÁN HEilSa og FEgUrð Kynningarblað 25. febrúar 201612

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.