Fréttablaðið - 25.02.2016, Page 33

Fréttablaðið - 25.02.2016, Page 33
„Við tókum inn Reebok-vörurn- ar fyrst fyrir þremur árum. Þetta byrjaði smátt en vöruúrval- ið hefur aukist ár frá ári. Fyrir nokkru komumst við að þeirri nið- urstöðu að við yrðum að gera rót- tækar breytingar á búðinni til að gefa Reebok það pláss sem merk- ið á skilið,“ segir Ragnar Jóhanns- son, starfsmaður í GÁP. Nýtt og ferskt útlit mætir við- skiptavinum sem koma í verslun GÁP í dag. „Tæknilega má segja að við séum búnir að setja upp búð í búðinni. Við höfum sett upp nýjar innréttingar, málað og fært til. Núna er einn fjórði hluti búðarinn- ar tekinn undir vörurnar frá Ree- bok,“ upplýsir Ragnar og segir að jafnframt sé ný og glæsileg heima- síða í vinnslu. Vinsælt meðal crossfitara Ragnar segir Reebok með sterka stöðu meðal crossfit-iðkenda. „Merkið er líka mjög vinsælt hjá þeim sem stunda hóptímana í ræktinni og þá kannski sérstak- lega zumba,“ segir Ragnar sem finnur fyrir miklum áhuga á þess- um íþróttagreinum. „Crossfitið er alltaf að verða stærra og maður finnur fyrir mjög stöðugri aukn- ingu frá ári til árs. Þá erum við í góðu samstarfi við Reebok Fit- ness-stöðvarnar og vitum að allt- af eru að koma nýir og nýir hóp- tímar sem eru mjög vinsælir.“ Mikið úrval Úrvalið af fatnaði er töluvert, en hvernig æfingafatnað velur fólk helst? „Karlarnir eru hefðbundn- ari, taka yfirleitt æfingabuxur sem eru þröngar niður, eða stutt- buxurnar úr fourwaystrets-efninu í öllum regnbogans litum. Úrval- ið fyrir konurnar er miklu meira, bæði í buxum og bolum.“ Hvaða efni eru notuð í Reebok- æfingafatnaðinn? „Nýjustu efnin eru Speedwick og Activ Chill og eru til dæmis notuð í boli og hlaupabux- ur fyrir karla og gerir að verkum að þeir anda mun betur og hleypa svita út. Þá eru stuttbuxurnar frá körlun- um úr þessu „fourway strets“-efni sem teygist í allar áttir. Buxur hindra þannig ekki hreyfingu held- ur vinna með líkamanum,“ svarar Fullkominn fatnaður fyrir crossfit GÁP hefur umturnað verslun sinni í Faxafeni 7 til að búa til pláss fyrir hinar geysivinsælu Reebok vörur. Fatnaður og skór frá Reebok henta sérlega vel til crossfit-iðkunar en ekki síður í hina fjölbreyttu hóptíma sem eru í boði í líkamsræktarstöðvum landsins. Fatnaður frá Reebok hefur fengið verðugan sess í verslun GÁP í Faxafeni. mynd/ERniR Ragnar Jóhannsson, starfsmaður í GÁP. Crossfitið er alltaf að verða stærra og maður finnur fyrir mjög stöðugri aukn- ingu frá ári til árs. Ragnar Jóhannsson Ragnar. Hann segir efnin í kven- fatnaðinum ekki síðri og konur kunni vel að meta hversu vel buxur haldi sér í mittinu. Skór fyrir vandláta Í GÁP má finna margar týpur af Reebok-skóm. Þar má nefna Nano 5 sem er crossfit-skórinn, Reebok ZCUT 3.0 alhliða æfingaskó sem henta bæði körlum og konum, lyft- ingaskó, Cardio Ultra í zumbatím- ana, Nano Pump alhliða skó sem eru léttari útgáfa af Nano og loks hlaupaskóna Nano Speed. „Skórnir frá Reebok eru léttir og ofboðslega sterkir. Til dæmis er notað kevlar-efni í Nano-skó- inn. Reebok kemur reglulega fram með nýjungar og leggur áherslu á öflugt þróunarstarf. Þannig hafa þeir til dæmis þróað Nano í samstarfi við toppfólk innan crossfit-heimsins,“ segir Ragnar og býður alla velkomna í verslun GÁP í Faxafeni 7. Þeir sem vilja skoða úrvalið á netinu geta farið á www.gap.is Kynningarblað hEilsa oG FEGuRð 25. febrúar 2016 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.