Fréttablaðið - 26.10.2018, Side 2

Fréttablaðið - 26.10.2018, Side 2
Veður Norðlæg átt, 8-13 m/s. Dregur úr vindi V-lands síðdegis, en gengur í allhvassa eða hvassa norðvestanátt á austanverðu landinu undir kvöld. Él á N- og A-landi, en annars létt- skýjað að mestu. SJÁ SÍÐU 16 Ævintýraverur á skautum Þessi vel dulbúnu börn voru á meðal þeirra sem mættu á hrekkjavökuball listhlaupadeildar Skautafélags Reykjavíkur í Skautahöllinni í Laugardalnum í gærkvöldi. Þetta verður væntanlega ekki síðasta hrekkjavökuball ársins enda er hrekkjavakan sjálf ekki fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku. Flest munu þó líklega fagna hátíðinni um helgina, það er að segja þau sem ekki eru andvíg innreið þessarar hátíðar í íslenskt samfélag. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SAMFÉLAG „Því miður hafa þeir aðilar sem haga sér svona gagnvart stöðuvörðum ekki látið sér segjast og halda sínu striki,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs, um áreitni og hót- anir í þeirra garð. Stöðuverðir sögðu frá ofbeldi, hótunum og áreitni sem þeir verða fyrir í daglegum störfum sínum í helgarblaði Fréttablaðsins fyrr í mánuðinum. Í kjölfarið ræddi Þóra, sextug kona sem hefur starfað sem stöðuvörður í sextán ár, nánar um aðstæður stöðuvarða. „Á meðan Þóra var í viðtali við Ísland í dag þá lendir stöðuvörður, ung kona, í mjög ógnandi aðstæðum og sann- aði neyðar hnappurinn gildi sitt. Lögregla og samstarfsmenn voru komnir á staðinn á örskotsstundu,“ segir Kolbrún frá. Kolbrún segir samstarf við lög- reglu gott. „Og er mikilvægt að við- halda því. Mesta öryggið felst í því að þau ýti á neyðarhnappinn í þeim aðstæðum þar sem stöðuvörðum er ógnað,“ segir Kolbrún og minnir á að stöðuverðir geti nýtt hann til þess að ná beinu sambandi við 112. Með því að ýta á hnappinn hefst einnig upp- taka af því sem fram fer sem hægt er að nota ef tekin er ákvörðun um að kæra ofbeldi eða hótanir. Kolbrún segir hins vegar að þrátt fyrir að þeir fáu sem ógni og hóti láti ekki af hegðun sinni finni stöðu- verðir almennt fyrir jákvæðara við- móti. – kbg Stöðuvörður í mjög ógnandi aðstæðum Lögregla og sam- starfsmenn voru komnir á staðinn á örskots- stundu. Kolbrún Jónatans- dóttir, fram- kvæmdastjóri Bílastæðasjóðs LED LAMPAR Rafvirkjar 60-150 cm 30-120 cm m. rofa Jóhann Ólafsson & Co 533 1900 | olafsson.is NÁTTÚRA Snjóflóð af mannavöldum voru tíð veturinn 2017 og 2018 og svo virðist sem þau verði tíðari með hverjum vetrinum. Þetta kemur fram í skýrslu Veðurstofu Íslands um snjóflóð á Íslandi síðastliðinn vetur. Alls voru skráð 63 slík snjóflóð. Eitt flóð féll í lok desember og sex í janúar en öll önnur flóð af manna- völdum, eða 56 snjóflóð, féllu á tveggja mánaða tímabili frá fyrstu viku marsmánaðar fram í miðjan maí. Nokkrir slösuðust í þessum snjó- flóðum. Þar á meðal var göngu- maður sem slasaðist alvarlegra í snjóflóði við Ísafjörð í maí. Í sama mánuði voru tveir menn hætt komnir vegna ofkælingar eftir að hafa sett af stað snjóflóð í Gríms- fjalli á Vatnajökli. – khn Fleiri snjóflóð af mannavöldum SAMFÉLAG „Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi og hvort þetta opinbera félag megi koma í veg fyrir að félagasam- tök birti auglýsingu, sem varðar almannahagsmuni og á því erindi til almennings, í rými þar sem aug- lýsingar eru almennt leyfðar,“ segir Jón Kaldal, talsmaður Icelandic Wildlife Fund, en nýtt og breytt auglýsingaskilti samtakanna fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð, þrátt fyrir breytingar sem gerðar hafa verið á texta þess eftir niðurstöðu siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa (SÍA). Eins og Fréttablaðið greindi frá lét Isavia fjarlægja skilti samtak- anna úr komusal Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í júlí, þegar skiltið hafði hangið þar í tíu daga. Rök Isavia fyrir því að taka auglýs- inguna niður voru meðal annars að hún lyti að álitaefni sem tveir hópar tækjust á um í samfélaginu og Isavia hefði litið svo á að auglýsingin bryti í bága við siðareglur SÍA sem kveði á um að auglýsingar skuli ekki vera rangar og hvorki vega að öðru fólki né fyrirtækjum. Á skiltinu umdeilda var fjallað um neikvæð áhrif stór- fellds laxeldis í opnum sjókvíum á umhverfið og einkum á villta Atl- antshafslaxinn og vísað til Íslands sem síðasta vígis stofnsins. Samtökin kvörtuðu til siðanefnd- arinnar, sem komst, eftir langa yfir- legu, að þeirri niðurstöðu að ekki væri vegið að öðrum fyrirtækjum með efni skiltisins og helstu rök Isavia fyrir því að taka skiltið niður stæðust því ekki. Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún hafni því ekki að fullyrð- ingar á skiltinu um að Ísland sé síðasta vígi At lants hafs laxins og að laxeldi í opnum sjó kvíum leiði til út rýmingar hinna ein stöku villtu laxastofna Ís lands, kunni að vera sannar, en telur þó að með fullyrð- ingunum sé engu að síður of fast að orði kveðið. Í kjölfar niðurstöðu siðanefndar- innar sendu samtökin tillögu um nýtt skilti, þar sem ekki er eins fast að orði kveðið, til Isavia með ósk um uppsetningu. Isavia hefur nú synjað uppsetn- ingu skiltisins með þeim rökum að auglýsingarými í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli séu nýtt til að kynna vörur eða þjónustu en verði ekki vettvangur deilna um viðkvæm og umdeild málefni. Svo segir í rökstuðningi Isavia: „Það er ljóst að auglýsing IWF fjallar um viðkvæmt málefni sem er mikið deilumál í íslensku þjóð- lífi og stjórnmálum nú um stundir. Isavia mun því ekki veita heimild fyrir því að sú auglýsing sem borist hefur frá IWF verði sett upp í flug- stöðinni. Það sama gildir um allar auglýsingar sama eðlis, algjörlega óháð málefnum eða þeirri afstöðu sem fram í þeim kemur.“ adalheidur@frettabladid.is Umdeild mál ekki leyfð á veggjum Leifsstöðvar Auglýsingaskilti um íslenska laxastofninn fær ekki að hanga uppi í Leifsstöð þrátt fyrir breytingar og úrskurð siðanefndar. Isavia vill ekki umdeild mál á veggjum flugstöðvarinnar. Talsmaður segir málið snúast um tjáningarfrelsi. Upprunalega skiltið hékk í tíu daga í flugstöðinni, en var svo tekið niður. Mér finnst þetta nú fyrst og fremst snúast um tjáningarfrelsi. Jón Kaldal, tals- maður Icelandic Wildlife Fund 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.