Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.10.2018, Blaðsíða 4
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður 12. sæti á lista dómnefndar Dómur Hæstaréttar 19.12.2017 Miskabætur 700.000 kr. Málskostnaður 1.000.000 kr. Eiríkur Jónsson prófessor 7. sæti á lista dómnefndar Héraðsdómur 25.10.2018 Bótaskylda ríkisins viðurkennd Málskostnaður 1.200.000 kr. Ástráður Haraldsson nýskipaður héraðsdómari 14. sæti á lista dómnefndar Dómur Hæstaréttar 19.12.2017 Miskabætur 700.000 kr. Málskostnaður 1.000.000 kr. Jón Höskuldsson héraðsdómari 11. sæti á lista dómnefndar Héraðsdómur 25.10.2018 Skaðabætur 4.000.000 kr. Miskabætur 1.100.000 kr. Málskostnaður 1.200.000 kr. DÓMSMÁL Dómur í máli hæstarétt- arlögmannanna Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu verður kveðinn upp af Mann- réttindadómstól Evrópu (MDE) á þriðjudag. Forsaga málsins er sú að Gestur og Ragnar sögðu sig frá störfum sínum sem verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar í Al Thani-mál- inu svokallaða. Þeir töldu að réttur skjólstæðinga sinna til réttlátrar málsmeðferðar og jafnræðis við ákæruvaldið við meðferð málsins hefði ítrekað verið þverbrotinn. Við dómskvaðningu í héraði í málinu voru lögmennirnir sekt- aðir um eina milljón króna hvor en hvorugur var viðstaddur. Hæsti- réttur staðfesti niðurstöðu héraðs- dóms og ákváðu Gestur og Ragnar að leita til MDE, enda ósáttir við að vera dæmdir í héraði án þess að fá að halda uppi málsvörn. Þeir töldu að ekki um refsivert lögbrot að ræða. – sar Dóms að vænta í máli Gests og Ragnars Hall DÓMSMÁL Sigurður Ragnar Kristins- son og Hákon Örn Berg mann, sem á kærðir eru í svo kölluðu Skák sam- bands máli, neituðu báðir sök við fyrirtöku í héraðsdómi í gær. Einn- ig er á kærður Jóhann Axel Viðars- son. Hann játaði atvikin en kvaðst ekki hafa vitað að um fíkni efni hefði verið að ræða. Þre menningunum er gefið að sök að hafa staðið að og tekið þátt í inn- flutningi á sex kílóum af fíkni efnum til landsins frá Spáni, sem falin voru í skák munum sem sendir voru til Skák sam bands Ís lands. Sigurður Ragnar er fyrrverandi eiginmaður Sunnu Elviru Þorkels- dóttur sem slasaðist alvarlega þegar hún féll milli hæða á heimili þeirra á Spáni í janúar. Þá er Sigurður ákærður fyrir stórfellt skattalaga- brot. Sigurður hefur neitað sök í því máli. Aðalmeðferð málsins fer fram þann 7. janúar næstkomandi. – khn Neituðu sök í fíkniefnamáli Sigurður Ragnar Kristinsson við fyrir- töku málsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR DÓMSMÁL Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áfrýjun tveggja dóma sem féllu í gær um bætur til Jóns Höskuldssonar og bótarétt Eiríks Jónssonar vegna ólögmætrar skip- unar dómara við Landsrétt á síðasta ári. Aðspurður segist Einar Karl Hall- varðsson ríkislögmaður ekki eiga von á öðru en að málunum verði vísað til Landsréttar, verði þeim á annað borð áfrýjað. „Landsréttur er náttúrulega okkar áfrýjunardóm- stig, undir eðlilegum kringumstæð- um,“ segir Einar Karl og vísar til þess að Hæstiréttur hafi oft þurft að fást við mál þar sem reglulegir dómarar þurfa að víkja sæti. Lögmaður Jóns, Lúðvík Örn Steinarsson, er á öðru máli. „Mér finnst yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæsta- rétt að hann taki málið fyrir en ekki Landsréttur. Ég held það sé líka eðli- legt því Hæstiréttur hefur verið að dæma í málum sem tengjast þessari ráðningu,“ segir Lúðvík. Óvíst hvert málum yrði áfrýjað Lögmenn eru ósammála um hvort Landsréttur geti fjallað um bótamál vegna skipunar dómara við réttinn. Tæpar tíu milljónir dæmdar hingað til í bætur og málskostnað vegna málsins. Einn á enn eftir að fá bætur. 6,5 milljónir hafa verið dæmdar í skaða- og miskabætur. 4,4 milljónir hafa verið dæmdar vegna málskostnaðar. „Okkur finnst dómurinn ágæt- lega rökstuddur hvað varðar skaða- bótaskylduna en vantar kannski upp á rökstuðninginn fyrir því að fjárhæðin var lækkuð svona,“ segir Lúðvík, en Jón fór fram á rúmar 30 milljónir í skaðabætur með vísan til þess hve mikið laun hans hefðu hækkað út starfsævina við að fara úr stóli héraðsdómara upp í Landsrétt. Honum voru hins vegar dæmdar fjórar milljónir. Munurinn á launum dómara við héraðsdóm og Landsrétt eru 280.000 krónur á mánuði. Hefði Jón orðið dómari við Landsrétt hefði hann þénað þrjár milljónir til viðbótar við laun hans nú. Auk þeirra tveggja dóma sem féllu í héraði í gær hefur Hæstiréttur þegar skorið úr um bótarétt hinna tveggja dómaraefnanna sem ekki voru skipaðir í Landsrétt þrátt fyrir að hafa verið meðal þeirra fimmtán sem dómnefnd taldi hæfasta. Kröf- um þeirra beggja um viðurkenn- ingu á skaðabótaskyldu var hafnað en þeim hvorum um sig dæmdar 700.000 krónur í miskabætur. Samanlögð fjárhæð bóta sem dæmdar hafa verið vegna skipunar dómara við Landsrétt nemur því 6,5 milljónum og málskostnaður sem dæmdur hefur verið í þessum fjórum bótamálum sem rekin hafa verið vegna málsins nemur 4,4 millj- ónum. Enn er ekki búið að leysa úr öllum óvissuþáttum eftir skipun dómara við Landsrétt sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta. Eftir er að ákveða fjárhæð bóta fyrir Eirík Jónsson en fallist var á skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart honum í héraði í gær án þess að til- tekin fjárhæð væri dæmd. Þá má nefna mál sem nú er rekið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna meints vanhæfis Arnfríðar Einarsdóttur Landsréttardómara til að dæma mál við dóminn með vísan til skipunar hennar, en hún var ekki á lista dómnefndar yfir hæfustu umsækjendur en var þó skipuð dómari við réttinn. adalheidur@frettabladid.is Yfirgnæfandi líkur á því ef málinu verður áfrýjað að sá sem það geri fari þess á leit við Hæstarétt að hann taki málið. Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður Jóns Höskuldssonar 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.