Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 19

Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 19
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 Við höfum þjónustað atvinnu-tækjabransann í tæp þrjátíu ár og höfum alltaf verið lítið fjölskyldufyrirtæki. Við höfum frá 2014 verið í hópi framúrskarandi fyrirtækja hjá CreditInfo og erum mjög stolt af þeirri viðurkenn- ingu,“ segir Guðmundur sem tók við rekstrinum árið 2007 af föður sínum, Birni Guðmundssyni heitnum, sem stofnaði fyrir- tækið. „Við höfum verið í sama húsnæðinu í Tranavogi 3 undan- farin tuttugu ár og er það orðið ansi þröngt og lítið fyrir þennan rekstur. Við erum því að flytja upp í Mosfellsbæ núna um mánaða- mótin, í Desjamýri tíu og það verður mikil stækkun.“ Stækkunin kemur til af mjög góðu. „Ástæðan er sú að síðustu misseri hefur verið mikil sala og innflutningur á atvinnubifreiðum og við finnum bæði frá okkar kúnnum og öðrum mikla pressu á aukna þjónustu,“ segir Guðmundur. „Þannig að við ætlum að svara því kalli og sjáum tækifæri á þeim markaði og enn fremur sjáum við líka þarna tæki- færi til að bæta við þjónustuþætti okkar. Við höfum fram að þessu nánast eingöngu sinnt viðgerðum á tengivögnum en með stærra hús- næði opnast möguleikar á að bæta í þjónustuna. Við verðum til dæmis með fullkomið smurverkstæði fyrir stórar og smáar atvinnubifreiðar, bilanagreiningar og viðgerðir og þjónustu fyrir flestallar tegundir atvinnubifreiða.“ Sleggjan eftir stofnanda fyrirtækisins Miklum breytingum fylgja oft nýjungar og svo er einnig í þessu tilfelli. „Svo eru aðrar breytingar hjá okkur líka, með nýjum tímum ætlum við að taka upp nýtt nafn,“ segir Guðmundur. „Okkur finnst reyndar Vörubíla- og vinnuvéla- verkstæðið æðislegt og mjög lýs- andi nafn en það verður að viður- kennast að það er óþjált og erfitt að nota það í markaðssetningu.“ Ekki er leitað langt yfir skammt við val á nýju nafni á fyrirtækið en það er sótt til stofnanda fyrirtækis- ins, Björns Guðmundssonar. „Hann pabbi gamli var stundum kallaður Bjössi sleggja,“ segir Guðmundur, „og við ætlum að heiðra minningu hans með því að taka upp það nafn og fyrirtækið mun því heita Sleggjan þjónustuverkstæði.“ Ein- kunnarorð nýja fyrirtækisins verða fagmennska, áræðni og traust. „Okkur finnst þessi einkunnarorð við hæfi og þau eiga auðvitað alveg jafn vel við gamla nafnið þar sem vð erum með starfsmenn með ára- tuga reynslu í viðgerðum atvinnu- tækja, við erum ekki þekktir fyrir að gefast upp og svo leggjum við mikið upp úr því að byggja upp traust milli okkar og viðskipta- vina okkar þannig að við teljum að þessi einkunnarorð muni algerlega haldast í hendur við það sem við erum að gera og fást við.“ Hann segir mikinn metnað lagðan í að gera nýja verkstæðið eins vel úr garði og mögulegt er. „Nýja verkstæðið verður mjög vel tækjum búið og starfsumhverfi starfsmanna verður eins og best verður á kosið enda hef ég alltaf talið þann þátt mjög mikilvægan, að hlúð sé að starfsmönnum og þeir finni sig örugga og viti að þeirra hagur sé hafður í fyrirrúmi enda vitum við það af reynslu að það skilar sér í ánægðari starfs- mönnum og betri vinnubrögðum til viðskiptavina.“ Betri þjónusta og styttri biðtími Á nýja verkstæðinu verður í boði þjónusta fyrir vörubifreiðar, hóp- bifreiðar og sendibíla svo eitt- hvað sé nefnt. „Það er eiginlega ótrúlegt hvað við höfum getað þjónustað mikinn fjölda tækja á degi hverjum í þessu litla húsnæði Í nýja húsnæðinu er starfsumhverfi eins og best verður á kosið. Hér er Björgvin Gunnarsson, þjónustustjóri atvinnubifreiða, að störfum. Guðmundur Björnsson, eigandi Sleggjunnar, en Sleggja var viðurnefni stofnandans Björns Guðmundssonar. Nýja verkstæðið er vel tækjum búið og hægt að veita mun fjölbreyttari þjónustu en á gamla staðnum. sem sækja um hjá okkur vegna þess hve góð öll aðstaða er í nýja húsinu." Sama gamla góða fyrirtækið Tafir hafa orðið á því að Sleggjan opni í nýju húsnæði. „Við erum nokkuð á eftir áætlun með nýja húsið enda ekki létt verk að byggja rúmlega 2.300 m2 glæsilegt verk- stæði en við erum nokkuð von- góðir um að geta opnað formlega þann fyrsta nóvember.“ Að lokum vill Guðmundur leggja áherslu á að Sleggjan þjónustuverk- stæði er sama gamla góða fyrir- tækið og Vörubíla- og vinnuvéla- verkstæðið. „Þetta erum við, sama fyrirtækið og sama kennitalan. Það eina sem breytist er nafnið og svo staðsetningin og við trúum því að hvort tveggja verði til mikilla bóta, bæði fyrir okkur og einna helst fyrir viðskiptavininn.“ Frekari upplýsingar er hægt að nálgast á nýrri vefsíðu Sleggj- unnar www.sleggjan.is og á samfélagsmiðlinum Facebook www.facebook.com/vorubilar. Tekið er á móti tímapöntunum í síma 588 4970. sem við höfum verið í síðastliðin tuttugu ár. Við munum geta bætt töluvert af verkefnum við okkur á nýja staðnum og stytt biðtíma eftir þjónustu. Við erum að bæta töluvert í starfsmannahópinn og erum að ráða til okkar starfsmenn með reynslu og sérþekkingu á við- gerðum og þjónustu á vörubílum. Breytt og bætt vinnuaðstaða mun leiða af sér að verkin ganga miklu betur sem er hagræði bæði fyrir okkur og viðskiptavininn. Við finnum líka aukinn áhuga hjá þeim Þetta erum við, sama fyrirtækið og sama kennitalan. Það eina sem breytist er nafnið og svo staðsetn- ingin og við trúum því að hvort tveggja verði til mikilla bóta Guðmundur Björnsson, fram- kvæmdastjóri og eigandi Sleggjunnar Kröftugur hópur starfsmanna hjá Sleggjunni mun stækka á næstu mánuðum. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U RVÖRUBÍLAR & VINNUVÉLAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.