Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 43

Fréttablaðið - 26.10.2018, Síða 43
Kabarett er fullorðinssýning með fullorðinshúmor, bur-lesque, boylesque, drag- sýningum og sirkus, þar sem sést í bert hold fallegra líkama af öllum gerðum, sagðir eru fullorðins- brandarar og ýmislegt stórfurðu- legt á sér stað sem er ekki hægt að útskýra nema það hljómi of skrýtið. Það dregur að og heillar þá sem hafa áhuga á þessum afkima leikhússins sem kabarett er og þar sem allt hið furðulega þrífst,“ segir Ragnheiður Maísól Sturludóttir, trúður og kynnir hjá Reykjavík Kabarett, sem í kvöld blæs til sérstakrar kabarettsýningar með táknmálstúlki. „Við fengum ósk frá hópi heyrn- arlausra um að túlka kabarettinn með táknmálstúlki og urðum vita- skuld strax við því. Okkur finnst alltof lítið gert til að koma til móts við þennan hóp í leikhúslífinu og fórum strax á stúfana til að leita að peningum en þá kom í ljós að við hefðum þurft að sækja um styrk með meira en árs fyrirvara. Menn- ing fyrir heyrnarlausa fær því ekki forgang vegna þess að það er ekki til peningur fyrir henni,“ segir Maí- sól sem með Reykjavík Kabarett tók þá málin í sínar hendur. „Það er hræðilegt að fá ósk um túlk en þurfa að vísa því frá á grundvelli þess að hafa ekki fjármagn til þess. Okkur fannst við sannarlega geta gert eitthvað í því og tókum til bragðs að safna fyrir þjónustu táknmálstúlks á söfnunar síðunni Karolina Fund til að geta boðið sem flestum í leik- húsið,“ segir Maísól og fjármögn- unin á Karolina Fund gekk eins og í sögu. „Sem forréttindapési með fullkomna heyrn þarf maður að minna sig á að það eru ekki allir jafn vel settir að njóta leikhúss og skemmtana. Með því að kaupa miða í gegnum Karolina Fund gefur maður líka öðrum tækifæri til að njóta sýningarinnar á sínum forsendum. Það er mikilvægt að gera leikhús aðgengilegt öllum og augljóst að við munum gera þetta aftur til að þjóna þessum mæta hópi leikhúsunnenda,“ segir Maísól. Lífsgæði heyrnarlausra skert Maísól bendir á þá staðreynd að heyrnarlausum bjóðist örsjaldan að fara á leiksýningar með tákn- málstúlki. „Þegar það gerist er það á útvaldar sýningar og hendur fólks bundnar að geta ekki valið það sem það langar að sjá. Það er ekki gefins að fara í leikhús og glatað að þurfa að berjast fyrir því út frá eigin forsendum. Það er eðlilegt að gera ráð fyrir öllum.“ Í nágrannalöndunum sé tákn- málstúlkun sjálfsögð þjónusta. „Þannig var túlkur á sviðinu, og líka baksviðs fyrir heyrnarlausan skemmtikraft, þegar Margrét Erla Maack sýndi á Oslo Burlesque Festival í sumar og þótti sjálfsögð og eðlileg þjónusta. Það er vita- skuld út úr kú að geta ekki notið leikhúslífs vegna þess að þú færð ekki skilið það sem fram fer á þínu tungumáli. Með því eru lífsgæði fólks einfaldlega skert,“ segir Maísól. Töfrandi tjáningarmáti Maísól er full tilhlökkunar fyrir kabarettinum í kvöld. „Táknmál er ótrúlega fallegur tjáningarmáti og á bak við það er svo margt óvænt sem augað sér. Eins og orðið „töfrar“ á táknmáli en þá ganga hendurnar í fögrum og sjónrænum öldugangi. Táknmáls- túlkun bætir því skemmtilegum brag við sýninguna og þeir sem eru með fulla heyrn munu njóta þess líka að fylgjast með túlknum sem stendur til hliðar eða á miðju sviði með kynni sýningarinnar. Þær Adda Rut Jónsdóttir og Lilja Kristín Magnúsdóttir í Hröðum höndum hafa sérhæft sig í að túlka leikhús og skuggaleika leikarana stundum líka svo ljóst er að við þurfum að blása til slíkrar sýningar sem fyrst og geggjuð tilhugsun að vera einn daginn með táknmálssýningu þar sem er ekkert tal.“ Reykjavík Kabarett fær til liðs við sig frábæra erlenda skemmti- krafta og gesti frá Sirkusi Íslands á sýningunni í kvöld. „Sýningin verður fjölbreytt og einstök. Ég hlakka mikið til enda er ómótstæðilegt að eiga hlæjandi samtal við áhorfendur í stórum sal. Það er ólýsanleg tilfinning að hlæja saman í töfrandi mómenti og gefur mér ómælda gleði,“ segir Maísól en sýningin í kvöld er hennar síðasta í bili. „Ég er á leið til Grænlands með Sirkusi Íslands og kvíði því að fá ekki þetta fasta föstudagskikk inn í vikuna því kabarettinn gefur svo ótrúlega margt. Sýningarnar okkar eru ólíkar öllum öðrum og þar býst fólk ekki við að sjá það sem fyrir augu ber. Þannig er eðli kabarett- sýninga; hlátur, undrun og sannar- lega óvæntar uppákomur þar sem áhorfendur trúa vart eigin augum.“ Sýning Reykjavíkur Kabaretts verður í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 22 í kvöld. Hægt er að kaupa miða á tix.is og við innganginn. 18 ára aldurstakmark. Trúa vart eigin augum Heyrnarlausum gefst í kvöld kostur á að sjá sýningu hjá Reykjavík Kabarett með táknmálstúlki. Kynnir og trúður sýningarinnar, Ragnheiður Maísól, segir táknmál ljá sýningunni einstakan sjarma. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Glæst er hún Reykjavík Kabarett-fjölskyldan sem skemmtir í einstakri táknmálstúlkaðri kabarettsýningu í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld. Ragnheiður Maísól, hér önnur til vinstri, er menntaður trúður. MYND/ LEIFUR WILBERG ORRASON Sem forréttinda- pési með full- komna heyrn þarf að minna sig á að ekki eru allir jafn vel settir að geta notið leikhúss. Ragnheiður Maísól Sturludóttir BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Mest lesna bílablað landsins kemur næst út þriðjudaginn Ritstjóri blaðsins er Finnur Thorlacius sem er bílaáhugamaður af líf og sál. Umsjón auglýsinga: Atli Bergmann • atli@ is • sími 512 5457 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 8 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.