Fréttablaðið - 26.10.2018, Qupperneq 55
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðardóttir johannahelga@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401:
Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Valdimar Birgisson valdimar@frettabladid.is
Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar
Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is og Ragnheiður Tryggvadóttir
heida@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is
ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is, Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is
Sigríður Thorlacius og Sigurður
Guðmundsson bregða ekki út af
vananum og halda sína árlegu sam-
eiginlegu jólatónleika í ár – og gefa
út lag af því tilefni. Sigurður segir að
eins og vanalega sé ekki um eigin-
legt jólalag að ræða heldur sé þetta
frekar haust- og vetrarlag og kemur
það skýrt fram í titli lagsins en það
nefnist Vindar að hausti. Þau bregða
sér alla leið til Brasilíu eftir laginu
sem er róleg bossa nova ballaða.
„Það veitti ekki af eftir þetta mikla
svikasumar sem við fengum að
spýta í smá sumarfíling svona rétt
fyrir jólin. Við höfum alltaf reynt
að leyfa lögunum að vera þannig að
þau nýtist aðeins umfram jólin. Við
erum að vinna með að henda þeim
í spilun áður en desember gengur
í garð. Jólalög fá enga spilun nema
í desember þannig að það er gott
að vera með vetrarvæn lög,“ segir
Sigurður.
Lagið nefnist á portúgölsku Águas
de Março og um textann sá Birkir
Blær Ingólfsson.
„Þetta er upphaflega brasilískt lag.
Í Brasilíu, og á suðurhveli jarðar, eru
hreinsandi rigningar á allt öðrum
tíma en hér. Það er talað um á frum-
málinu Águas de Março – það eru
mars-rigningarnar sem skola burtu
öllu sem á undan er gengið. Okkar
íslenski samnefnari er þá væntan-
lega haustlægðirnar – þær feykja
sumrinu út á haf. Þetta er svona
haust/vetrarlag með sumarlegu
ívafi.“
Mörg íslensk jólalög eru uppruna-
lega ítalskir poppsmellir og segir
Sigurður að þetta sé svipað nema
að þau hafi bara beygt í hina áttina.
Jólatónleikar Siggu og Sigga verða
í Eldborg þann 17. desember og svo
eftir það á Græna hattinum á Akur-
eyri. GÓSS, sem eru þau tvö auk
Guðmundar Óskars, verða í Iðnó
31. október og Skyrgerðinni Hvera-
gerði 16. nóvember. Fyrir utan það
er Siggi í Ellý í Borgarleikhúsinu
auk þess sem Hjálmar snúa aftur á
skemmtistaðinn Húrra í kvöld. Já,
og Baggalútur fær Sigurð svo til liðs
við sig um jólin. Þetta eru flóknir
tímar í lífi tónlistarmannsins
„Þetta er svolítið eins og að skella
sér á vertíð eða á sjó. Maður er lítið
heima, mikið að vinna en lyktar
mögulega aðeins betur en úti á sjó,“
segir Sigurður hlæjandi.
stefanthor@frettabladid.is
Skola burt sumrinu
með vetrarsmelli
Marsrigningarnar í Brasilíu skola burtu því sem á undan kemur, líkt og
íslensku haustlægðirnar. Hér lenda nokkrir íbúar Sao Paulo illa í því.
Sigurður og Sigríður senda frá sér sjóðheitt vetrarlag sem ætti að ylja í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
OKKAR ÍSLENSKI
SAMNEFNARI ER ÞÁ
VÆNTANLEGA HAUSTLÆGÐ-
IRNAR – ÞÆR FEYKJA SUMRINU
ÚT Á HAF. ÞETTA ER SVONA
HAUST/VETRARLAG MEÐ
SUMARLEGU ÍVAFI.
Sigurður Guð-
mundsson og Sig-
ríður Thorlacius
hita upp fyrir jóla-
tónleikana sína í
desember með glæ-
nýju suðrænu vetrar-
lagi sem nefnist
Vindar að hausti. Um
er að ræða brasilískt
bossa nova sem ætti
að ylja Íslendingum
nú í haust og vetur.
VELDU GÆÐI!
PREN
TU
N
.IS
................................................
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM
TÓNLIST
MARIU
SCHNEIDER
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð