Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 13

Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 13
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Það er allt of algengt að minniháttar mál blási út þegar þau eru rekin fyrir dómstólum og verði að djúpstæðum ágreiningi langt umfram tilefni. Ríkisstjórn- in þarf nú að skýra út hvers vegna hún spyr FAO ekki ráða um þau atriði þessa máls sem mestu máli skipta fyrir Ísland og Íslendinga. Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að biðja Alþjóðamat-vælastofnunina, FAO, um að vinna úttekt á við-skiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir meðal annars í þróunar- löndum. Þetta er helsta andsvar ríkisstjórnarinnar í aðgerðaáætlun vegna Samherjaskjalanna. Það er ekkert óeðlilegt að leita til stofnunarinnar og gott ef FAO getur upprætt óheilbrigða viðskiptahætti fyrirtækja hjá öðrum þjóðum. En hitt er skringilegra hvers vegna ríkisstjórnin sá ekki ástæðu til að biðja FAO um ráð til þess að leiðbeina okkur sjálfum, Íslend- ingum, um það sem betur má gera varðandi stjórn fisk- veiða í ljósi þeirra atburða sem hér hafa gerst. Hafandi gegnsæi, traust og trúverðugleika í huga. 1. Ríkisstjórnin hefði til að mynda mátt biðja FAO um að gera samanburð á hvers vegna íslensk útgerðarfyrir- tæki séu tilbúin að greiða meira fyrir veiðirétt í Nami- bíu en hér á okkar heimamiðum. Það gæti hjálpað okkur að komast að niðurstöðu um það deiluefni. 2. Þá hefði ríkisstjórnin mátt spyrja FAO álits á því hvort skynsamlegra sé að fylgja tillögum auðlinda- nefndar um að réttur til hagnýtingar á fiskveiðiauð- lindinni skuli vera bundinn við tiltekinn tíma fremur en að vera ótímabundinn eins og VG, Sjálfstæðis- flokkur, Framsókn og Miðflokkur telja rétt. Í ljósi þess að ekki er víst að meirihluti þessara kerfisflokka á Alþingi sé ótímabundinn eins og veiðirétturinn væri gagnlegt að fá álit stofnunarinnar á þessari grundvallar spurningu. 3. Enn fremur hefði verið snjallt hjá ríkisstjórninni að spyrja FAO í leiðinni hvor aðferðin sé skynsamlegri til framtíðar; tillögur auðlindanefndarinnar um að tengja upphæð gjaldsins við lengd heimildanna eða hug- myndafræði ríkisstjórnarinnar sjálfrar um óbreytt kerfi. Samherjaskjölin hafa vakið spurningar um öll þessi atriði. Ríkisstjórnin þarf nú að skýra út hvers vegna hún spyr FAO ekki ráða um þessi brýnu atriði er snerta sameign þjóðarinnar og mestu máli skipta fyrir íslenskt samfélag. Hví má FAO ekki gefa Íslendingum ráð? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar Afsökunarbeiðni Ríkisútvarpinu tókst rækilega að móðgast yfir Fréttablaðinu í gær. Ekki vegna þess að ljóstrað var upp um villandi túlkun stjórnarformanns RÚV um nið- urstöður svartrar skýrslu Ríkis- endurskoðunar um markviss lögbrot stofnunarinnar, heldur vegna þess að gefið var í skyn að RÚV hefði látið þátt Silfursins hverfa af vefnum vegna æsings í Pírata við Sjálfstæðismann. Það hefur hins vegar komið á daginn að þetta er ekki rétt. Þátturinn var ekki látinn hverfa, hvað þá vegna æsings í beinni, heldur vegna undarlegrar tæknibilunar. Rétt skal vera rétt, lögbrjótarnir í Efstaleitinu eru beðnir innilegrar afsökunar á þessum rangfærslum. Svarið Spurningin sem skekur sam- félagsmiðla um þessar mundir er hvers vegna Kristján Þór Júlíusson segir ekki af sér sem ráðherra. Og hvað sé að Katrínu Jakobsdóttur að henda honum ekki öfugum út úr Stjórnarráð- inu. Það hafi Namibíumenn gert við sína Samherja-ráðherra. Ástæðan er frekar einföld. Kristján Þór fékk aldrei neinar mútur og hafði ekki hugmynd um neitt slíkt, að minnsta kosti ekkert sem hefur sannast. Engin krafa hefur komið um afsögn frá hans fólki, hvorki frá kjördæminu né f lokki hans. arib@frettabladid.is Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um sáttamiðlun sem er aðferð við lausn ágreinings með sjálfviljugri þátttöku deiluaðila. Með því að fara slíka leið geta einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir komist hjá kostnaðar- sömum og tímafrekum dómsmálum. Augljós- lega hentar þessi leið misvel og fer eftir eðli og umfangi ágreiningsins hvort sáttamiðlun sé raunhæf eða ekki. Þegar kemur að einkamálum virðast kostir sáttamiðlunar umfram dómsmál blasa við. Lausn deilunnar er sett í forgang þar sem deiluaðilar hafa jafna aðkomu að málsmeðferðinni og eru sjálfir í aðalhlutverki, ólíkt því sem gerist í dóms- málum. Hér er ekki verið að finna sigurvegara heldur markmiðið að ná fram lausn sem báðir geta sætt sig við. Það er allt of algengt að minni- háttar mál blási út þegar þau eru rekin fyrir dóm- stólum og verði að djúpstæðum ágreiningi langt umfram tilefni. Þannig geta einfaldar nágranna- erjur, deilur innan fjölskyldna eða í viðskiptum valdið varanlegum skaða á samskiptum til fram- búðar sem kannski hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssak- sóknari segir í samtali við Fréttablaðið að það sé sorglegt hversu lítið úrræðið sé notað hér á landi. Hún telur að það geti líka gagnast í sakamálum þótt velja þurfi vel hvaða mál fari í þetta ferli. Reynslan af þeim fáu sakamálum sem fari í sátta- meðferð sé hins vegar góð. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, telur kostina fleiri en gallana við að nýta sáttamiðlun í sakamálum en í þeim tilvikum eru það lögreglu- menn sem gegna hlutverki sáttamiðlara. Samkvæmt lögum er ákæranda heimilt að vísa ákveðnum tegundum mála í sáttameðferð að skilyrðum uppfylltum. Er þar meðal annars um að ræða þjófnaði, húsbrot, hótanir, eignaspjöll og minniháttar líkamsárásir. Þau Kolbrún og Snorri benda bæði á að þeir sakamenn sem fari í gegnum sáttamiðlum séu ólíklegri til að brjóta af sér aftur. Fyrir brotaþola skiptir það líka máli að hafa eitt- hvað um málið að segja í stað þess að vera bara vitni fyrir dómi. Fyrir rúmum áratug lauk tveggja ára tilrauna- verkefni um sáttamiðlun í sakamálum. Í öllum 95 málunum tókst að koma á sáttasamningi og í einungis tveimur tilfellum var samningur ekki uppfylltur og fóru þau mál í ákærumeðferð. Þrátt fyrir þennan góðan árangur hefur á þeim tíma sem er liðinn ekki tekist að festa sáttamiðlun almennilega í sessi hér á landi. Það er eitthvað sem þarf að breytast enda myndi allt samfélagið njóta ávinningsins. Stuðlum að sáttum 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.