Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 15

Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 15
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraf lutn-ingamanna (LSS) fer fram um allt land um þessar mundir. Slökkviliðsmenn heimsækja þá börnin í 3. bekk grunnskólanna og fræða þau um eldvarnir. Börnin fá með sér heim handbók Eldvarna- bandalagsins um eldvarnir heim- ilisins og söguna af Brennu-Vargi og Loga og Glóð. Að þessu sinni fá börnin einnig að sjá í fyrsta sinn nýja teiknimynd um Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg. Þeim gefst jafnframt kostur á að taka þátt í Eldvarnagetrauninni en heppnir þátttakendur í henni fá af hent vegleg verðlaun á 112-deg- inum, 11. febrúar. Hlustið á börnin Reynslan sýnir að átta ára börn eru mjög móttækileg fyrir fræðslu um eldvarnir og við þekkjum fjölmörg dæmi um að þeim hafi tekist að hafa vit fyrir foreldrum sínum um eldvarnir heimilisins eftir að hafa fengið slökkviliðið sitt í heimsókn. Fræg er til dæmis sagan af stráknum sem tókst að fá móður sína ofan af því að stökkva vatni á eld sem log- aði í olíu í potti af því að hann vissi betur en mamman. Foreldrar barna á þessum aldri eru yfirleitt fremur ungir að árum. Rannsóknir sem Gallup hefur gert fyrir LSS og Eldvarnabandalagið sýna ótvírætt að ungt fólk allt að 35 ára aldri býr við miklu lakari eld- varnir en aðrir. Og þar með börnin á viðkomandi heimilum. Alltof algengt er að fólk á þessum aldri hafi aðeins einn eða jafnvel engan reykskynjara á heimilinu. Fólk að 35 ára aldri er jafnframt ólíklegra en aðrir til að vera með slökkvitæki og eldvarnateppi á heimili sínu. Þó er margreynt að þessi einfaldi slökkvibúnaður getur komið í veg fyrir stórtjón þegar eldur kemur upp. Slökkvitæki og eldvarnateppi eiga að sjálfsögðu að vera á hverju heimili. Til öryggis Efling eldvarna er liður í því að auka öryggi jafnt barna sem fullorðinna á heimilinu. Þegar börnin koma heim úr skólanum eftir að hafa fengið slökkviliðið sitt í heimsókn er því upplagt að foreldrar setjist niður með barninu sínu, kynni sér fræðsluefnið og fari skipulega yfir eldvarnir heimilisins. Erum við með nógu marga, virka og rétt staðsetta reykskynjara til að tryggja að fjölskyldan vakni og nái að forða sér út ef eldur kæmi upp til dæmis að næturlagi? Höfum við gert og rætt við börnin áætlun um hvernig við yfirgefum heimilið á neyðarstundu? Hvar ætlum við að hittast þegar allir eru komnir út? Er tilskilinn slökkvibúnaður á heim- ilinu? Kunnum við að nota hann? Er eitthvað í daglegri umgengni á heimilinu sem við getum breytt til að draga úr líkum á að eldur komi upp? Leiðbeiningar um eldvarnir heimila er að finna í handbók Eld- varnabandalagsins sem börnin fá með sér heim. Við biðlum til for- eldra að kynna sér þær og fylgja þeim. Þannig verður heimilið miklu öruggari staður til að vera á. Ungir eldvarnafulltrúar heimilanna Hermann Sigurðsson framkvæmda- stjóri Lands- sambands slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna Garðar H. Guðjónsson verkefnastjóri Eldvarna- átaksins og framkvæmda- stjóri Eldvarna- bandalagsins Þakblásarar Í þakrennur eða vatnslagnir Selt í lausu eða í kittum. Hitavír Hljóðlátir 100 mm Dreifðu varmanum betur. Mikið úrval af stærðum og gerðum. blásarar Vatnshitablásarar Hljóðlátar baðviftur Verð frá kr/m1.450 viftur.is S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur Íshúsið - Loftræstibúðin á Smiðjuvegi 4a, Græn Gata Þurrktæki Er rakastigið of hátt? Verð frá kr 39.990 LoFTVIFTUR Ójafn hiti og heitast efst. Án viftu Með viftu Jafnari hiti og bætt loftflæði Loftviftur spara orku. Þeim mun meiri hæð, þeim mun meiri sparnaður Stærri viftur dreifa varmanum betur í stærri rýmum. Á sumrin kæla vifturnar. Verð frá kr 89.990 Er eitthvað í daglegri um- gengni á heimilinu sem við getum breytt til að draga úr líkum á að eldur komi upp?Nýlega gaf norska vísindaráðið um laxinn (Vitenskapelig råd for lakseforvaltning) út skýrslu um ástand villtra laxastofna við Noreg. Þar kemur fram að endur- heimtur lax úr sjó hafa minnkað á undanförnum árum og það hafi veikt laxastofna. Mest hætta steðjar þó að laxastofnunum vegna eldis á laxi sem veldur m.a. erfðamengun, lúsa- sýkingum og sjúkdómum. Er þetta í verulegri mótsögn við þá fullyrðingu talsmanna norsku eldisfyrirtækj- anna að um umhverfisvæna starf- semi sé að ræða. Staðreyndin er sú að með stór- felldu eldi á frjóum norskum laxi er tekin óverjandi áhætta með villta laxastofna á Íslandi. Skýrast sést þetta á suðurfjörðum Vestfjarða þar sem greinst hefur erfðamengun í villtum laxastofnum og auknar lúsasýkingar á silungi. Þá veiddust um 20 laxar í Mjólká í sumar og voru sumir þeirra með greinileg eldisein- kenni. Tilkynnt hefur verið um tvær slysasleppingar á frjóum eldislaxi sem gætu leitt til þess að stroku- laxar leiti í íslenskar ár á næsta ári. Auðvitað vonum við að þeir fiskar farist í hafi frekar en að ganga upp í árnar. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar smærri fiskar sleppa úr eldi þá er afar erfitt að sjá að þeir séu eldisfiskar. Menn geta því auðveld- lega veitt slíka fiska og sleppt þeim aftur án þess að gera sér grein fyrir að þeir séu úr eldi. Allnokkrar vonir voru bundnar við að áhættumat um erfðamengun milli eldislaxa og villtra laxastofna myndi verða grunnur að vernd villtra stofna. Því miður var þetta áhættumat veikt verulega í meðför- um þingsins með því að binda það í lög að við gerð áhættumatsins yrði að taka tillit til mótvægisaðgerða eldisfyrirtækjanna. Í stuttu máli þá er með því fiktað í einni af forsend- um matsins eldinu í hag. Auðvitað er tilgangurinn að skekkja matið það mikið að það gefi möguleika á frekara eldi, m.a. í Ísafjarðardjúpi. Skýrari rök hefðu verið fyrir því að setja það skilyrði í lögin að taka yrði tillit til áhrifa af laxalús en það hefði þrengt matið og veitt villtum stofnum betri vernd. En til þess stóð ekki hugur þingsins. Þvert á móti var rauði dregillinn lagður fyrir fætur eldismanna við afgreiðslu laganna. Þrátt fyrir sífelldan áróður norsku eldisfyrirtækjanna og launaðra talsmanna þeirra er eldi í opnum sjókvíum ekki umhverfisvæn iðja. Það stefnir í að árið 2019 verði mesta umfang slysasleppinga frá árinu 2011 af eldislaxi í Noregi. Þar er eldisbúnaður allur samkvæmt sömu stöðlum og hér. Með þessar upplýsingar í höndunum ætti öllum að vera ljóst að með eldi á frjóum norskum laxi er verið að spila lottó með íslenska náttúru. Að spila lottó með náttúruna Jón Helgi Björnsson formaður Landssam- bands veiðifélaga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.