Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 17
HANDBOLTI Það er þekkt stærð að
Laugardalshöll og handbolti passa
ekki lengur saman. Það sannaðist
enn einu sinni í síðustu viku þegar
kvennalandsliðið æfði og spilaði tvo
æfingaleiki við Færeyjar. Liðið æfði
yfirleitt tvisvar á dag, í hádeginu og
seinni partinn, og þær æfingar fóru
fram víða um höfuðborgarsvæðið.
„Við í landsliðinu erum allar
greinilega með mjög góða vinnu-
veitendur því við fengum allar frí
til að fara á æfingar í hádeginu. Svo
var það seinni partinn um allan
bæ. Handboltinn hefur ekki eina
aðstöðu og það getur verið erfitt að
fá tíma í íþróttahúsunum.
Við fengum prógrammið svo-
lítið seint og það var svolítið erfitt
að skipuleggja sig. Sumar að vinna,
aðrar í skóla og enn aðrar með börn,
en við kvörtum ekki,“ segir Karen
Knútsdóttir sem skoraði 12 mörk
í leikjunum tveimur gegn Færey-
ingum. Fyrri leikurinn fór 28-20 og
sá síðari 34-19.
Hún viðurkennir að bensínið hafi
klárast óvenju hratt þessa vikuna
þar sem hún þurfti að keyra í mis-
munandi íþróttahús. Hún hafi þó
ekki verið í neinum vandræðum
með að komast á milli enda á
góðum dekkjum, Goodyear-nagla-
dekkjum – beint úr hillum Kletts
þar sem hún vinnur.
„Þetta er ekki skemmtileg staða
en við erum heppnar með vinnu-
veitendur því það er ekkert grín að
fá að fara á hádegisæfingar. Maður
er alveg lengi að fara rúntinn upp
á Ásvelli í Hafnarfirði úr Kletta-
görðum til dæmis. Bensínið mitt
kláraðist f ljótt í þessari viku,“ segir
hún.
Arnar Pétursson tók við sem
landsliðsþjálfari fyrir skemmstu
og segir Karen að hann hafi verið að
skerpa á sóknarleiknum þessa vik-
una. Henni líst vel á það sem Arnar
kemur með að borðinu. „Hann
kemur inn með sínar áherslur og
hann kann þessa vörn, frægu ÍBV-
vörn, upp á 10 og er með skýr fyrir-
mæli. Hann veit alveg hvað hann
vill og er ákveðinn. Hann er f lottur
fyrir þennan hóp og á þeim stað
sem hann er á núna.
Við vorum mikið að fara yfir
sóknarleikinn, þar sem er verið
að breyta skipulaginu. Við vorum
að fara yfir fullt af hlutum og ég
held að það hafi gengið mjög vel í
þessum tveimur leikjum. Það sem
við vorum að æfa í vikunni var nýtt
í leikjunum og sumt gekk vel, sumt
vonum framar, og annað sem var
smá hikst. En að öllu ólöstuðu var
þetta, að mínum dómi, mjög gott
og það eru allir meira samstilltir og
vita til hvers er ætlast af þeim.“
benediktboas@frettabladid.is
Konurnar þurftu að æfa um allan bæ
Íslenska kvennalandsliðið spilaði tvo æfingaleiki við Færeyjar og æfði í vikutíma. Karen Knútsdóttir, ein þeirra sem hafa spilað
yfir hundrað landsleiki, segir ljóst að Arnar Pétursson sé hárréttur kostur sem landsliðsþjálfari en hefði viljað æfa á einum stað.
Karen Knútsdóttir kláraði bensínið fljótt í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Íslenska kvennalandsliðið æfði í vikutíma og spilaði svo tvo æfingaleiki við Færeyjar þar sem landsliðsþjálfarinn lagði áherslu á sóknarleikinn.
Arnar Pétursson er að setja sitt handbragð sitt á liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fyrri leikurinn 28-20
Staðan í hálfleik var 17 – 9 og voru
stelpurnar okkar með yfirhöndina
eftir jafnar fyrstu mínútur leiksins.
Leikurinn endaði 28 – 20 og spilaði
landsliðsþjálfarinn Arnar Péturs-
son á öllum leikmönnum Íslands.
Seinni leikurinn 34-19
Jafnræði var með liðunum í fyrri
hálfleik og staðan 13 – 11 að
honum loknum. Stelpurnar okkar
komu sterkari til leiks eftir leikhlé
og náðu fljótt öruggri forystu.
Leikurinn endaði 34 – 19.
Karen Knútsdóttir 7
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 4
Perla Rut Albertsdóttir 3
Birna Berg Haraldsdóttir 3
Ragnheiður Júlíusdóttir 3
Díana Dögg Magnúsdóttir 3
Steinunn Björnsdóttir 3
Andrea Jacobsen 2
Þórey Rósa Stefánsdóttir 2
Ester Óskarsdóttir 2
Sigríður Hauksdóttir 1
Sandra Erlingsdóttir 1
Mörk Íslands skoruðu Mörk Íslands skoruðu
Þórey Rósa Stefánsdóttir 5
Karen Knútsdóttir 5
Andrea Jakobsen 3
Birna Berg Haraldsdóttir 3
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 2
Perla Ruth Albertsdóttir 2
Sigríður Hauksdóttir 2
Tea Imani Sturludóttir 2
Helena Rut Örvarsdóttir 1
Eva Björk Davíðsdóttir 1
Steinunn Björnsdóttir 1
Hildur Björnsdóttir 1
ENSKI BOLTINN Ekkert varð úr því að
það yrði svartur mánudagur í ensku
úrvalsdeildinni í gær þrátt fyrir að
þrír stjórar séu á ystu nöf og tveir til
viðbótar geti farið að óttast um starf
sitt sem knattspyrnustjórar. Unai
Emery, knattspyrnustjóri Arsenal,
Manuel Pellegrini, knattspyrnu-
stjóri West Ham, og Marco Silva,
knattspyrnustjóri Everton, eru allir
undir mikilli pressu og yrði óvænt
að sjá þá alla stýra liðum sínum
um næstu helgi en þeir voru enn
með vinnu þegar Fréttablaðið fór
í prentun. Starfsöryggið er örlítið
meira hjá Ole Gunnar Solskjær
hjá Manchester United og Quique
Sán chez Flores hjá Watford en þeir
þurfa þó að hysja upp um sig bux-
urnar á næstu vikum til að halda
starfi sínu.
Háværustu raddirnar voru hjá
Arsenal en samkvæmt nokkrum
enskum götublöðum og hljóð-
varpsveitum var fundur hjá stjórn
Arsenal í gær þar sem farið var yfir
málin. Enginn stór fjölmiðill birti
þó þetta fundarboð. The Telegraph
greindi frá því í gær að leikmenn
hefðu snúist gegn stjóranum og
óskað eftir að hann yrði leystur
frá störfum. Trúlega myndi Freddy
Ljungberg taka við til bráðabirgða.
Félagið hefur ekki unnið í sex
leikjum í röð en ekki eru miklar
líkur á, þó Arsenal sé í áttunda sæti
deildarinnar, að það endi í Meist-
aradeildarsæti. Charlie Nicholas,
knattspyrnusérfræðingur á Sky,
sagði undir kvöld að trúlega væri
Emery kominn á endastöð. Fleiri
spekingar tóku í sama streng. – bb
Enginn svartur mánudagur í enska boltanum
Marco Silva segir eitthvað við okkar mann, Gylfa Þór Sigurðsson.
Arsenal hefur ekki
unnið í sex leikjum í röð.
Everton situr í 15. sæti
deildarinnar.
2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT