Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 59
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Jens segir að hann sé frekar nýlega farinn að gera jólakort, en hann hefur verið með jóla- dagatal á Facebook-síðu sinni Jens Arne Art þar sem hann teiknar vatnslitamyndir fyrir hvern dag fram að jólum. „Ég hef gert afmæliskort fyrir dóttur mína þegar hún fer í afmæli hjá vinum og vinkonum. Út frá því byrjaði ég að gera jólakortin,“ segir Jens. Jens útskrifaðist af teiknibraut Myndlistaskólans í Reykjavík og lauk bachelor-gráðu í stafrænni list frá University of Cumbria í Bretlandi. Hann hefur haldið nokkur myndlistarnámskeið og kennir nú á vatnslitanámskeiði fyrir fullorðna í Klifinu í Garðabæ. „Nemendur mínir á námskeið- inu hafa verið mjög áhugasamir um jólakortin og óskuðu eftir því að ég kenndi þeim hvernig ég bý þau til,“ segir Jens. Jens segist nota A5 pappír í kortin en pappírinn er hugsaður fyrir ýmis efni eins og vatnsliti, blek og kol. „Ég handskrifa kveðj- una á kortin og er með klippur til að rúna hornin þannig að þau séu ekki alveg bein,“ útskýrir hann. „Kortin eru vatnslituð og ég nota Byrjar snemma að telja dagana fram að jólum Myndlistarmaðurinn Jens Arne Júlíusson er mikið jólabarn. Hann segist byrja að telja niður dagana til jóla snemma og horfa á jólamyndir tveimur mánuðum fyrir jól. Undanfarið hefur hann verið að búa til jólakort með vatnslitamyndum með dyggri aðstoð Iðunnar, fjögurra ára dóttur sinnar. Kortin eru vatnslituð en jóla- sveinamyndirnar hafa verið settar á segla. Jens Arne Júlíusson býr til ýmis jólalistaverk. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI kemur oft með hugmyndir að því hvernig kortin eigi að vera. „Við höfum oft málað kortin saman og stundum teikna ég og hún málar inn í. Henni finnst þetta mjög gaman.“ Auk jólakortanna hefur Jens teiknað jólasveina sem lista- konan Lilja Rut setti á segla og dagatöl. „Lilja Rut er með Facebook-síðuna Prentsmiður. Hún hefur keypt af mér teikn- ingar af jólasveinunum en ég gerði mína eigin útgáfu af jólasvein- unum þrettán. Lilja Rut hefur gert segla í nokkrum útgáfum, einn langan með öllum jólasveinunum og dagsetningum, einn stærri og ferkantaðan líka með öllum jóla- sveinunum á og svo líka minni segla 13 í pakka þar sem er mynd af einum jólasveini á hverjum segli.“ Jens segist mjög spenntur fyrir jólunum en hann byrjaði að telja niður dagana þegar 70 dagar voru til jóla. „Ég er með töflu í vinnunni þar sem ég tel niður. Ég set nýja tölu á töfluna daglega og teikningu undir. Ég byrja samt ekkert að skreyta mjög snemma. En mér finnst mjög gaman að vera með niðurteljara fram að jólum.“ mjög fínan 0,1 mm penna til að teikna útlínur. Ég nota oftast ljósaborð þegar ég bý til kortin, þá skissa ég fyrst á venjulegan pappír og lýsi svo í gegnum hann. Ég geri þetta svo það séu engar skissulínur ofan á vatnslitunum.“ Þar sem mikill tími fer í hvert jólakort segir Jens að aðeins fáir útvaldir fái send heimagerð jólakort frá honum. Fjögurra ára dóttir hans er mjög áhugasöm um jólakortagerðina og Jens teiknar oft jóladagatal þar sem hann telur dagana fram að jólum. Þessi einfalda og fljótgerða sveppasúpa er kjörin sem for-réttur með jólamatnum eða til að hlýja sér aðeins á aðvent- unni. Hægt er að skreyta hana með smá steinselju til að gera hana jóla- legri og eins má skipta rjómanum út fyrir mjólk fyrir útgáfu sem er léttari í maga. RJÓMALÖGUÐ SVEPPASÚPA fyrir fjóra 50 g smjör 150 g sveppir í sneiðum 100 g portobello-sveppir skornir 2 skallottlaukar skornir 2 msk. hveiti 400 ml kjúklingasoð 125 ml rjómi 125 ml nýmjólk Smakkið til með salti og pipar Smá kanill eða múskat (má sleppa) Bræðið smjörið í stórum potti við miðlungshita. Steikið sveppina og skallottlaukinn í um það bil fimm mínutur eða þangað til þeir mýkj- ast. Bætið hveitinu við og hrærið þar til það hefur jafnast við smjörið. Bætið smám saman við kjúklingasoði og hrærið vel á meðan. Látið suðuna koma upp og sjóðið í fimm mínútur eða þangað til vökvinn er orðinn þykkur. Hrærið í af og til á meðan. Bætið rjómanum út í pottinn, kryddið með salti og pipar eftir smekk og örlitu af kanil eða múskati ef vill. Hrærið í meðan súpan hitnar en látið hana ekki sjóða. Rjómalöguð og sérlega ljúffeng sveppasúpa á jólaborðið Einföld og góð sveppasúpa. NORDICPHOTOS/GETTY Hallveigarstíg 10a, • 101 Reykjavík • s. 551 2112 Glæsilegt úrval af leðurtöskum í öllum stærðum og gerðum Fallegir leðurhanskar og lúffur Kr. 27.500Kr. 14.900 Kr. 8.900 Kr. 9.900 Kr. 9.500 Kr. 6.500 Bumbag, margar gerðir verð frá kr. 6.900-14.900 Tilvalið í jólapakkann! www.ungfruingoda.is JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 938
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.