Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 77

Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 77
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Arnar Eggert Thoroddsen er mikill áhugamaður um jólatónlist. Hann segir að áhuginn hafi kviknað þegar hann skrifaði um hana fyrir jólablað Morgunblaðsins en að hann hafi farið á f lug með tilkomu Spotify, því þá fékk hann tækifæri til að grúska í ýmsu nýju. „Það opnaði f lóðgáttina fyrir svona fimm árum,“ segir Arnar. „Þarna var ég allt í einu með aðgang að endalausri jólatónlist og plötum og ég fór að pæla mig í gegnum þetta og hlusta og hugsa um þessa tónlist. Þetta vakti mikinn áhuga hjá mér. Fræðimanninum í mér finnst ótrúlega merkilegt að það sé hálfgerður undirgeiri af popp- og rokktónlist sem er eingöngu í spilun í einn mánuð á ári,“ segir Arnar. „Þetta er svo furðulegt. Maður er að hlusta á tónlist allan ársins hring en manni dettur ekki í hug að spila jólalög í maí. Þarna er risastór undirgeiri í tónlist sem er bundinn ákveðinni árstíð og hátíð.“ Þess má þá geta að Arnar er með doktorspróf í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla og starfar nú sem aðjunkt við Háskóla Íslands þar sem hann kennir félags- og fjölmiðlafræði. Í föstum skorðum „Það er líka sérstök fagurfræði í kringum jólatónlistina sem er oft í mjög föstum skorðum, bæði hvað varðar liti og skraut á umslögum, hvað þá lögin sem flutt eru,“ segir Arnar. „Ef maður ætlaði að fara að gera jólaplötu til að græða á henni hefði maður bara sirka 30 lög til að velja úr til að gera klassíska jólaplötu. Kántrísöngvarar gera oft jóla- plötur og Kacey Musgraves gaf út frábæra jólaplötu fyrir þremur árum sem heldur fast í þessa klassísku stemningu, en skreyt- ingarnar á plötunni voru í stíl við plötur frá 5. eða 6. áratugnum,“ segir Arnar. „Þar eru tíu lög og af þeim eru einhver sex sem eru bara algjörlega klassísk jólalög. Það verður alltaf að hafa þessi klassísku amerísku jólalög sem voru samin í kringum 1940 virðist vera.“ Arnar segir margs konar skýringar á því af hverju þessi tilteknu lög njóta svo mikilla vin- sælda. „Þetta voru oft nostalgísk lög og lög eins og „I’ll be Home for Christmas“, töluðu til fólks á stríðsárunum þegar margir voru fastir í skotgröfum,“ segir hann. „Það lag byggir á bréfi hermanns þar sem hann hugsar heim. Sígild lög eru síðan ekki sígild fyrir einhverja tilviljun. Þessi þekktustu eru einfaldlega vel samin og með eitthvað í sér sem þolir endalausa spilun. Svo voru Bandaríkjamenn með mikið tangarhald á vestrænni dægur- menningu rétt eftir stríð, eitthvað sem hefur svo sem lítið minnkað,“ segir Arnar. „Þannig að þessi lög eru mikið í gangi á jólunum og mynda hluta af jólaumhverfinu okkar, mætti segja. Þessir þættir eru meðal þess sem tryggir lög- unum þetta langlífi.“ Lítill tími til að grúska Það eru skiptar skoðanir á því hvenær er hæfilegt að byrja að hlusta á jólatónlist. Arnar segist ekki byrja fyrr en 15. nóvember. „Mér finnst það samt of snemmt, en ég sé alltaf eftir því að hafa ekki byrjað fyrr þegar ég er byrjaður,“ segir hann. „Þetta er svo lítill gluggi, því maður þarf að hætta 10. janúar, annað er bara asnalegt. En ef maður vill grúska í þessu og pæla og bera saman þá er þetta lítill tími.“ Vill bæði íslenskt og erlent Arnar segir að hann sé álíka hrif- inn af íslenskum og erlendum jóla- lögum. „Þessi klassísku íslensku jólalög eru mjög skemmtileg og koma manni í góðan fíling, en ég vil líka þessi erlendu,“ segir hann. „Og ég hef aldrei skilið almenni- lega af hverju þessi tónlist fer svona mikið í taugarnar á fólki.“ Uppáhaldsjólalagið hans er erlent. „Ég á nokkur en verð að nefna „Hark! the Herald Angels Sing“ með Bob Dylan af plötunni Christmas in the Heart frá 2009, sem er stórkostleg,“ segir Arnar. „Dylan þekkir arfleifðina í amerískri þjóðlagatónlist vel og er í raun að vinna með gömul þjóðlög á plötunni. Margir halda að þetta sé einhver hallærisleg tilraun til að græða, en allur ágóðinn fór til góðgerðarstarfsemi og það er skemmtileg túlkun á þessari plötu. Einlæg og ástríðufull og söngur hans í þessu tiltekna lagi er magnaður. Sú plata og platan If on a Wint- er’s Night með Sting, sem kom út sama ár, eru tvær af uppáhaldsjóla- plötunum mínum. Á plötunni nær Sting að búa til ótrúlegt jóla- og vetrarandrúmsloft og galdra fram hálfgerða miðaldastemningu. Þú ert bara kominn inn í arineldinn þegar þú hlustar,“ segir Arnar og hlær við. „Svo gaf sveitin Low út jólaplötu árið 1999 sem heitir bara Christmas. Það er galdur yfir öllum þessum plötum. Uppáhalds jólalagaflytjandinn minn er Ella Fitzgerald, sem gaf út plötuna Ella Wishes You a Swinging Christmas árið 1960,“ segir Arnar. „Hún er alveg rosa- legur söngvari, það er alveg með ólíkindum hvernig hún gerir þetta og maður hreinlega tekst á loft þegar þessi plata fer af stað. Það er ákveðin hefð að byrja aðfangadag alltaf á því að spila White Christmas með Bing Crosby,“ segir Arnar. „Byrjunin á því setur mann alltaf á einhvern fáránlega skemmtilegan stað. Ég læt líka plötuna Hátíð fer að höndum ein með sveitinni Þrjú á palli malla á aðfangadag, það er mjög helg og góð stemning á þeirri plötu.“ Jólatónlist getur vel verið listræn Arnar hefur grafið upp fleira gott í grúski sínu. „Harry Connick Jr. hefur gefið út þrjár jólaplötur sem eru alveg klikkaðar,“ segir hann. „Hann lítur út fyrir að vera algjör tyggjókúlugaur en hann er djassari frá New Orleans og allar útsetning- arnar hans eru með smá „tvisti“ og sumar með frekar myrkum anda. Þetta er geiri sem er oft ekki tekinn sérlega alvarlega sem list,“ segir Arnar. „Ef einhver er að gefa út jólaplötu er það strax tengt við markaðspælingar, eðlilega, svo fólk gerir ekki ráð fyrir því að jóla- tónlist sé listræn. En það er alveg hægt. Sigurður Guðmundsson og Memfismafían gáfu til dæmis út frábæra jólaplötu fyrir 10 árum sem heitir Nú stendur mikið til. Gott dæmi um stöndugt lista- Sjúkur í jólatónlist Arnar Eggert Thoroddsen hefur gaman af því að grúska í tónlist og grafa upp gleymdar gersemar. Hann elskar bæði íslenska og erlenda jólatónlist og segir erfitt að hætta að hlusta á hana í janúar. Arnar segir að tæpir tveir mánuðir sé ekki nægilega langur tími til að grúska og pæla í allri jólatónlistinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Uppáhalds jólalag Arnars er á plötunni Christmas in the Heart með Bob Dylan. Arnar segir að það sé ótrú- legt jóla- og vetrarand- rúmsloft á plötunni If on a Winter’s Night með Sting. Arnar lætur plötuna Há- tíð fer að höndum ein yfirleitt rúlla á aðfangadag. GLÆSIBÆR – ÁLFHEIMAR 74 5. HÆÐ - 104 REYKJAVÍK Sjónlag er eina stofan á landinu sem býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að sjónlagsaðgerðum LINSUSKIPTI Linsuskipti er algengasta aðgerðin til að laga sjónlagsgalla hjá fólki sem er komið yfir fimmtugt. Með linsuskiptum er hægt að fá: einfókus-, fjölfókus- og sjónskekkjuaugasteina ERTU MEÐ SKÝ Á AUGASTEINI Hjá okkur er engin bið eftir nýjustu linsunni á markaðnum. s. 577 1001, sjonlag.is eða á heilsuvera.is PANTAÐU TÍMA Í FORSKOÐUN Það er ekki bara ein leið til að losna við gleraugun – þitt sjónlag ræður leiðinni JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 956
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.