Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 78
Arnar segir að maður hreinlega
takist á loft þegar þessi plata
hennar Ellu fer af stað.
Harry Connick Jr. hefur gefið út þrjár
jólaplötur sem Arnar er hrifinn af.
Arnar segir að platan Nú stendur
mikið til sé gott dæmi um list-
ræna jólaplötu.
Arnar er hrifinn af laginu Pretty
Paper af samnefndri plötu Willie
Nelson, en það hefur aldrei komist í
almenna spilun.
verk úr þessum geira þar sem allt
gengur upp.
Svo finnst mér líka rosalega
gaman að hlusta á lagaspotta
á Spotify sem heitir Mystical
Christmas. Þar eru írsk þjóðlög og
skemmtileg miðalda-töfraskógar-
stemning,“ segir Arnar. „Það er
stórkostleg stemning í þeim og
mér finnst alltaf gaman að hlusta á
keltneska jólatónlist.“
Fínt að fá ný lög í safnið
Arnari finnst alltaf forvitnilegt að
heyra ný jólalög, en segir að það
sé annars eðlis að hlusta á þau
en þessi gömlu góðu. „Ég fagna
öllum tilraunum. Það voru til
dæmis nokkur frumsamin lög hjá
Low sem virkuðu vel,“ segir hann.
„Það er fínt að hafa nýtt efni með
í bland.
Það er líka ein plata í miklu
uppáhaldi hjá mér sem heitir
Pretty Paper og er með Willie
Nelson, en hún kom út árið 1979,“
segir Arnar. „Þar er samnefnt lag
sem er alveg dásamlegt, en hefur
aldrei komist inn í almenna spilun
með öðrum jólalögum.“
Arnar segist eiga erfitt með
að hætta að hlusta á jólatónlist í
janúar. „En Sting skilgreinir sína
plötu sem betur fer sem vetrar-
plötu, þannig að ég má alveg spila
hana fram í apríl.“
Öll helstu merkin á einum stað
Íþróttavöruverslun
SPORT24 Miðhrauni 2 Garðabæ
Fylgdu okkur á
Opið virka daga 11-18
Laugardaga 11-18
Sunnudaga 13-18
SPORT24 Sundaborg 1 Reykjavík
Opið virka daga 11-18
Laugardaga 11-16
Sunnudaga Lokað
Sími 553 0700
NÆG BÍLASTÆÐI
Það BORGAR sig
að líta við hjá okkur !
Íslenskt afreksíþróttafólk fær margt hvert ekki mikið frí yfir jólahátíðina. Það á til að mynda
við um Martin Hermannsson,
landsliðsmann í körfubolta, en
hann verður í eldlínunni með Alba
Berlin á milli þess sem hann nýtur
jólanna í faðmi fjölskyldunnar.
„Það er ekki tekið neitt jólafrí
hérna í þýska körfuboltanum og
boltinn rúllar einnig áfram í Euro-
League þannig að það verður nóg
að gera. Við erum að spila fjóra
leiki í kringum jól og áramót með
tilheyrandi ferðalögum,“ segir
Martin um jólatörnina.
„Það verður því ekki
mikið gagn að mér í undir-
búningnum fyrir jólin.
Tengdafjölskyldan kemur
hingað í heimsókn yfir
jólin og aðstoðar okkur
við það sem þarf að gera.
Ég mun ekki sjá um jóla-
steikina í ár enda er það
kannski bara best þar
sem ég er ekki mjög liðtækur í
eldhúsinu,“ segir landsliðs-
maðurinn enn fremur.
Martin mun spila í
Hamborg, tvo heima-
leiki í Berlín og
svo í Valencia
um jól og
áramót.
Þegar upp verður staðið mun
Martin hafa spilað fjóra leiki á 12
dögum en fyrir þann tíma hefur
hann leikið mjög þétt þannig að
jólafrí hefði verið kærkomið. Það
verður mikið flakk á honum en
blessunarlega eru tveir heimaleikir
í kringum aðfangadag þannig að
hann getur verið heima þegar jólin
ganga í garð. Hann nær hins vegar
ekki að skjótast heim og hitta vini
og fjölskyldu eins og hefði verið
afar kærkomið eftir stífa törn.
Nóg að gera hjá Martin yfir jólahátíðina
Martin Hermannsson leikur
með þýska liðinu Alba
Berlin. NORDICPHOTOS/GETTY
JÓL 20192 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 57