Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 79
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Sýningarnar kallast Dansandi ljóð, en Edda Þórarinsdóttir gerði handritið að henni eftir
ljóðum Gerðar Kristnýjar, og
Konur og krínólín þar sem Edda
Björgvins fer á kostum ásamt níu
öðrum leikkonum.
„Við köllum þetta tískugjörning.
Við lögðum höfuðið í bleyti og
hugsuðum hvað væri gaman að
gera í kringum búninga, en Helga
Björnsson sem margir þekkja, hún
var mjög fræg í París á sínum tíma,
er hönnuður og ótrúlega mögnuð
manneskja, hún er með okkur í
þessum hóp,“ segir Edda.
„Við vorum að skoða krínólín
og líka áratugina frá þarsíðustu
aldamótum og svo annan, þriðja,
fjórða og fimmta áratuginn og
svo framvegis. Við ákváðum að
safna saman búningum og fengum
nokkrar yndislegar konur með
okkur í það sem hafa aðgang að
búningasafni.“
Sýningin Konur og krínólín
hefur einu sinni verið sýnd í Iðnó
á 17. júní fyrir tveimur árum. „Við
héldum að markhópurinn okkar
væri aðallega miðaldra konur, en
það er bara vitað að konur 40 ára
og eldri, þær halda uppi listalífi í
hinum vestræna heimi. Þær skipu-
leggja oftast kaup á miðum, hvort
sem það er tónlist, myndlist, leiklist
eða bara hvað sem er,“ segir Edda.
Fylltust grobbi
Edda segir að það hafi því komið
henni skemmtilega á óvart að
ungir karlmenn á aldrinum 20-25
ára hafi verið í skýjunum yfir
gjörningnum. „Allar vinkonur
okkar elskuðu þetta, en þegar
við fengum þessi góðu viðbrögð
frá þessum aldurshópi og kyni
þá fylltumst við þvílíku grobbi
og ákváðum að einhvern tíma
myndum við gera eitthvað við
þessa sýningu.“
En þar sem konurnar í leik-
hópnum eru allar mjög uppteknar
og vinna leikhópsins öll unnin í
sjálfboðaliðastarfi hafa þær ekki
haft tök á að setja sýninguna upp
aftur fyrr en núna. „Ari Þjóðleik-
hússtjóri bauð okkur samstarf og
við höfum verið í Þjóðleikhúsinu
í vetur og fyrravetur. Við ætlum
að halda upp á fimm ára afmæli
leikhópsins með uppsetningu á
þessum tveimur sýningum í Þjóð-
leikhúskjallaranum,“ segir Edda.
Í sýningunni Konur og krínólín
er brjálæðisleg orka að sögn Eddu.
„Það er ekki mikið tal í þessu en ég
tengi atriðin svolítið saman með
tali inn á milli þar sem ég þykist
vera saumakona og hönnuður.
Þetta er alveg ofboðslega skemmti-
leg sýning, fólkið sem sá hana á
sínum tíma trylltist alveg í stuði.
Við viljum ekki kalla þetta leiksýn-
ingu því þetta er ekki nema svona
klukkutíma verk. Þetta er frekar
gjörningur og stuðuppákoma.“
Upplifun í jólapakkann
Hin sýningin, Dansandi ljóð, segir
Edda að sé undurfalleg ljóðræn
sýning. „Helga Björnsson kemur
líka að þeirri sýningu en hún
hefur töfrað fram undurfallegar
umgjarðir og töfrandi búninga,“
segir Edda.
„Fabúla gerir tónlistina og Edda
Þórarins leikstýrir en hún leik-
stýrir líka sýningunni Konur og
krínólín með mér. Síðast vorum
við ekki með neinn ákveðinn leik-
stjóra en hún ætlar að vera augun
úti í sal og saman erum við svona
framkvæmdastjórar í að koma
þessu á koppinn, við þurfum auð-
vitað að breyta einhverju því þetta
verður í Þjóðleikhúskjallaranum
en ekki Iðnó að þessu sinni.“
Edda segir að konurnar í leik-
hópnum vonist til þess að þegar
fólk er að minnka neysluna og
kaupa minna af hlutum og safna
minna drasli að jólagjafirnar í ár
verði upplifun eins og listviðburðir
eða samvera og svo framvegis. „Og
þá vonum við auðvitað að fólki vilji
gefa þessa upplifun sem við erum
að bjóða upp á. Þessar sýningar
höfða til allra og ég myndi segja
að miðar á þær séu jólagjöfin í ár.
Á mamma þín ekki nóg af nátt-
kjólum?“ segir Edda hlæjandi.
Báðar sýningarnar eru sýndar
fjórum sinnum, Dansandi ljóð
í janúar og Konur og krínólín í
febrúar. „Sýningarnar Konur og
krínólín eru á mjög skemmtilegum
tíma á laugardögum og sunnudög-
um klukkan 16.00. Það er því alveg
tilvalið að fá sér eftirmiðdagskaffi
fyrir sýninguna og „happy hour“
á eftir. Það er hægt að gera mjög
skemmtilegan dag úr þessu.“
Það er um að gera að bæta smá
jólasælgæti með í pakkann með
miðunum. Edda segir að þessi
uppskrift sé í uppáhaldi með jóla-
kaffinu.
LÍFRÆNIR KÓKOS
SÚKKULAÐIBITAR
Kókosmassi
300 g Rapunzel kókosflögur
60 g Rapunzel hlynsíróp
½ tsk. Rapunzel sjávarsalt
90 g Rapunzel kókosrjómi
(veiddur ofan af kókosmjólk úr
dós)
Súkkulaðihjúpur
120 g Rapunzel kakósmjör
120 g Rapunzel möndlusmjör
60 g Rapunzel kakóduft
60 g Rapunzel hlynsíróp
½ tsk. Rapunzel sjávarsalt
1 tsk. Rapunzel Bourbon vanilla
Malið kókosflögur meðalgróft í
matvinnsluvél, blandið saman við
hin hráefnin og hnoðið saman með
gaffli. Mótið deigið í mátuleg stykki
með höndunum. Kókosstykkin eru
síðan sett á bökunarpappír á disk í
10 mín. í frysti. Bræðið kakósmjör
yfir vatnsbaði við 30-35 gráður.
Þegar smjörið er bráðið er hinum
hráefnunum bætt við og hrært
vel saman. Takið kókosstykkin
úr frystinum, dýfið í súkkulaði-
hjúpinn og veiðið strax aftur upp
úr með gaffli og leggið á kökugrind
með bökunarpappír undir. Kókos-
stykkin eru sett aftur í 5 mínútur í
frysti á bökunarpappírnum. Fyrir
þykkari súkkulaðihjúp má dýfa bit-
unum aftur og frysta (uppskriftin
nægir í tvær dýfingar). Eftir það eru
kókosbitarnir tilbúnir og geymast
best í ísskáp eða frysti.
Gjörningur og stuðuppákoma
Leikhópurinn Leikhúslistakonur 50+ fagnar bráðum fimm ára afmæli og verður af því tilefni með tvær sýningar í Þjóðleikshús-
kjallaranum eftir áramótin. Edda Björgvins segir miða á sýningarnar fullkomna jólagjöf enda eigi mömmur nóg af náttkjólum.
Edda Björgvins segir að upplifun sé besta jólagjöfin. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Frá sýningu á Konur og krínólín í Iðnó. MYND/LAUFEY ELÍASDÓTTIR
Þessir kókossúkkulaðibitar eru í
uppáhaldi hjá Eddu.
Rafmagnsgítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar KassabassiKassagítar Gítarbanjó
Fiðla
26.900
Rafmagnsfiðla
42.900
Heyrnartól
Míkrafónar
í úrvali
Þráðlaus míkrafónn
Gítarinn ehf
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • S. 552 2125 • gitarinn@gitarinn.is • gitarinn.is
Sömgkerfi
UkuleleKajun tromma
í úrvali
Jólagjafir
Gítarmagnari
fyrir rafmagnsgítara
12.900
Magnari fyrir kassagítar
og míkrafón
24.900
JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 958