Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 89

Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 89
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það hefur tíðkast að setja upp litlar sýningar í safninu sem tengjast jólum en núna er unnið með eitt ártal, það er árið 1959. Alma Dís Kristinsdóttir, menntunar- og safnafræðingur, er verkefnastjóri fræðslu og Hlín Gylfadóttir er sérfræðingur fræðslu og viðburða. Þær segja að það hafi verið tilvalið að velja tímabil sem er ekki mjög fjarlægt í tíma til að ýta undir samtal á milli kynslóða. Þetta er fræðslusýning og hugguleg jólaheimsókn fyrir 5.-7. bekk þar sem einblínt er á aðfangadagskvöld 1959 og rætt um jólahald og jóla- hefðir fyrir 60 árum. „Krakkar sem voru 10 ára fyrir 60 árum eru nú um sjötugt og við spyrjum krakkana oft hvort þau þekki einhvern á þeim aldri og hvetjum þau til að spyrja viðkomandi út í hvernig jólunum var háttað hjá þeim þegar þau voru krakkar. Í fræðslunni rekjum við okkur í gegnum aðfangadag með saman- burði á jólasiðum í dag og fyrir sextíu árum. Við hefjum samtalið á spurningu um hvort jólin séu haldin hátíðleg heima hjá þeim og berum saman við reykvískt samfélag 1959 þegar nánast allir héldu jól. Við leyfum krökkunum að skreyta jólatré saman og setja pakka undir það. Hápunktur heimsóknarinnar er að fá að kíkja í jólapakkana og sjá hvernig jóla- gjafir tíðkuðust fyrir 60 árum,“ útskýra þær og bæta við að það það skemmtilega við jólasiði sé að sumt hefur breyst á meðan annað hefur algjörlega staðið í stað. Íslenskt samfélag er fjölbreyttara í dag en áður og jólasiðir ólíkir eftir þeirri menningu sem ríkir á hverju heimili. Að fá rauð epli og appelsínur aðeins á jólum er dálítið sérstakt nú þegar við getum valið um margar tegundir af eplum í matvörubúðinni dag hvern.“ Þegar Hlín og Alma eru spurðar hvað sé frábrugðið í jólasiðum þessara tveggja tíma, svara þær: „Kannski er helsti munurinn að krakkar þurftu að finna sér ýmis- legt til dundurs á meðan beðið var eftir jólum þegar ekkert sjónvarp var á boðstólum, hvað þá net. Við veltum því fyrir okkur hvernig það var að þurfa að bíða eftir jólunum. Það var ein útvarpsstöð og þar var verið að spila klassíska tónlist og lesa jólakveðjur. Við spilum einmitt þá tónlist á meðan á heimsókn stendur. Við sýnum krökkunum gripi eins og gos- flöskur, konfektkassa og kökubox. Konfektkassarnir eru töluvert minni en þeir eru í dag á meðan smákökubaksturinn var umsvifa- meiri. Við ræðum aðeins skífusíma sem krökkum í dag finnst mjög áhugaverður, að þurfa að standa eða sitja á sama stað á meðan talað er í síma. Krakkar fengu stundum það embætti að bera út jólakort í hverfið meðan beðið var eftir jólunum, nú eru kveðjur kannski sendar rafrænt.“ Opið er virka daga eftir að fræðslu lýkur kl. 14-17 og kl. 13-17 um helgar. Síðan verður sérstök jóladagskrá 15. og 22. desember og þá verður sýningin líka opin. Þannig voru jólin 1959 Það er löng hefð fyrir því að heimsækja Árbæjar- safn um jól bæði hjá skólum og fjölskyldum. Dagskráin snýst að miklu leyti um „jólin í gamla daga“ og þetta árið er horft til jóla fyrir sextíu árum. Notaleg jólastofa árið 1959. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Sunna Reynisdóttir skreytir jólatréð í anda þess sem var fyrir sextíu árum. Skólabörn fá að fræðast um jólin í þá daga og eru oft hissa. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Margar tegundir jólaskrauts bárust til Íslands frá Danmörku, þar á meðal eru örugglega músastigar og kramarhús eins og stofan í Árbæjarsafni er skreytt með. Í dönskum blöðum sást gjarnan jólaskraut úr pappír. Hlín og Alma sjá um að skreyta og fræða börnin um jólin fyrir sextíu árum. Jóladúkur er á borðum og skreytingar tengjast jól- unum. Sparistellið er borið á borð með kræsingunum. Jólin 1959, ljósmyndarinn Gunnar Rúnar Ólafsson og Þórdís Bjarnadóttir og börn þeirra Gunnar, Ólafía og Ólafur. Líklega tekið á heimili þeirra við Arnarnesvog í Garðabæ. LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR. Jólin 1959, Lóa Dís (Ólafía Þórdís Gunnarsdóttir) dóttir ljósmyndarans. LJÓSMYNDARI: GUNNAR RÚNAR ÓLAFSSON (1917-1965). LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR. Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum viðskiptin á því liðna JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 968
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.