Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 91

Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 91
Við erum þriggja manna fjöl-skylda, Stéphane, Polly og ég, og við komum til Íslands fyrir þremur árum. Við opnuðum fyrsta kaffihúsið í janúar árið 2007 í Nice og eigum núna þrettán kaffi- hús með franska viðskiptafélag- anum mínum og sex einkaleyfi,“ segir Emilie. Hlýlegt andrúmsloft Á kaffihúsinu er heimilislegur og vingjarnlegur andi. „Við vildum bjóða upp á notalegan og huggu- legan stað fyrir fólk til þess að slaka á í amstri hversdagsins. Þess vegna teljum við mikilvægt að vera með sófa, hlýjar skreytingar og opið eldhús þar sem þú getur talað við viðskiptavinina og þeir séð hvernig allt er heimagert og ferskt. Það var mikilvægt fyrir tíu árum og er hiklaust enn mikilvægara í dag. Það er gott að fá almennilegt kaffi en mikilvægast er fólkið sem útbýr það, brosir til þín og man smáatriðin, eins og að þú viljir ein- faldan eða með haframjólk og svo framvegis. Og ef þig langar að tala meira, þá er það í lagi, við þörfn- umst meiri mannlegra samskipta.“ Emilie og Stéphane höfðu komið nokkrum sinnum til landsins áður en þau ákváðu að slá til og flytjast búferlum. „Við komum upphaf- lega til Íslands vegna þess að við þráðum breytingar og áskoranir. Við eigum íslenska vini sem hafa hjálpað okkur mikið. Við komum hingað 3-4 sinnum í frí og okkur leið afskaplega vel hérna vegna Bakað af ástríðu og kærleika Emilie Zmaher flutti til Íslands fyrir þremur árum og rekur nú kaffihúsið Emilie and the Cool Kids í miðbæ Reykjavíkur. Hún er hrifin af landi og þjóð en segir þó fátt jafnast á við frönsk jól þar sem allt snýst um að borða, drekka og njóta. Hér eru þær Emilie Zmaher og Bo Rotgans á kaffihúsinu ásamt kryddbrauðinu ljúffenga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR elska andrúmsloftið fyrir jólin í Reykjavík, skautasvellið, leitina að jólasveinum á reykvískum bygg- ingum, heitt kakó og gómsætar vöfflur á Kaffi Mokka.“ Frakkar eru, eins og alkunna er, miklir sælkerar og því kemur varla á óvart að maturinn sé í aðalhlutverki. „Jólin í Frakklandi snúast fyrst og fremst um mat, við útbúum allt saman, byrjum að borða klukkan sex, hættum um miðnætti og á meðan við borðum þá tölum við um það sem við ætlum að borða næsta dag.“ Hátíðirnar snúast þó líka um hefðir, samveru og það að skapa minningar. „Þetta snýst þó ekki eingöngu um mat en við eigum dóttur og viljum upplifa og deila þessu sérstaka augnabliki með henni og fjölskyldunni okkar. Við reynum að viðhalda þessum hefðum. Á aðfangadag, áður en hún fer að sofa, setur hún skóna sína undir tréð, eða réttara sagt setjum við öll skóna okkar undir tréð. Fullorðnir bíða þá þangað til börnin sofna og þá setjum við allar gjafirnar undir tréð við hlið- ina á skónum,“ útskýrir Emilie. „Á jóladag vöknum við snemma vegna þess að krakkarnir eru of spenntir til þess að sofa, móðir mín lagar kaffi og te, og við fylgjumst með börnunum opna gjafirnar. Síðar, eftir að við höfum útbúið hádegismatinn, fer faðir minn í vínkjallarann (sem er undir húsinu, hálfgerður leynistaður), og sækir kampavín, hvítvín og rauðvín (við þurfum vitaskuld mismunandi vín með hverri máltíð). Já, þetta snýst svo sannarlega um mat. Varðandi matinn, þá skilja foreldrar mínir ekki alveg hvers vegna við borðum svona lítið kjöt. Við erum ekki vegan eða grænmetisætur en við erum ekki sérstaklega hrifin af kjöti og erum að reyna að draga úr neyslu á dýraafurðum. Þau skilja þetta ekki alveg vegna þess að þau tilheyra annarri kynslóð sem trúði því að við gætum ekki lifað án kjöts. En það eru jól og við viljum að öllum líði vel svo að við þegjum bara, brosum, borðum og drekkum.“ Alúð við matargerð Emilie hefur vakið athygli fyrir vel heppnað bakkelsi án dýraaf- urða og því ekki úr vegi að spyrja hver galdurinn sé. „Lykillinn á bak við bakstur án dýraafurða er að vera forvitinn og úrræðagóður. Eins og ég sagði þá er ég ekki vegan en ég elska að baka vegan bakkelsi, það er áskorun fyrir mig og þegar vel tekst til þá er það betra en hefðbundið bakkelsi. Það er safaríkara, endist lengur og er bara betra. Ég nota gjarnan eplamauk í stað eggja en eitt egg er um það bil 60 grömm svo að í stað eins eggs, set ég 60 grömm af eplamauki,“ segir Emilie. „Hvað mjólkurvörur varðar, þá er það auðveldara vegna þess að náttúran gefur okkur svo mikið af jurtamjólk. Haframjólkin er í uppáhaldi hjá mér vegna þess að það eru svo margir sem eru með ofnæmi fyrir soja og hnetum. Fyrir skonsurnar, sem eru ekki jafn sætar, nota ég ólífuolíu í stað smjörs, ég bjó í Nice í fimmtán ár þar sem ólífuolía er notuð í allt. Ég held að ef þú vilt baka eða elda, hvort sem það er vegan eða ekki, þá skipti mestu máli að nálgast það af alúð, og hugsa til þeirra sem munu borða það. Við borðum vegna þess að við þurfum þess en líka vegna ánægju, að deila augnablikinu með öðrum. Og ef þú hugsar svoleiðis á meðan þú bakar er ég 99% viss um að útkoman verður góð. Stundum held ég fólk sem hafi gaman af því að baka og elda tjái þannig ást sína á fólki og trú á mannkynið.“ VEGAN KRYDDBRAUÐ Þessi uppskrift er fyrir 30x11 cm kökuform 650 g hveiti 500 ml heitt vatn 100 g hlynsíróp (eða melassi) 160 ml olía (sólblóma-, repju- eða kókosolía) 200 g púðursykur 2 msk. eða 30 ml eplaedik 2 tsk. eða 10 g matarsódi 1 tsk. eða 5 g lyftiduft 4 tsk. eða 10 g engifer 2 tsk. eða 5 g kanill 1 tsk. eða 2,5 g negull 1 tsk. eða 2,5 g múskat 1 tsk. eða 2,5 g kardimommur 2 tsk. eða 10 ml vanilluduft eða dropar Jólaóskir og einn bolli kærleikur (meira ef vill) Stillið ofninn á 170°C, spreyið kökuformið. Hitið vatnið næstum að 40°C og hrærið saman við hlynsíróp, eplaedik og vanillu. Blandið þurrefnum, hveiti, púður- sykri, matarsóda, lyftidufti og kryddi saman í miðlungsstóra skál. Hrærið blautu innihaldsefnunum varfærnislega saman við þurr- efnin með viðarsleif. Ekki hræra of mikið en óskaðu þér fyrir jólin og hugsaðu til þeirra sem munu njóta kökunnar. Settu blönduna í formið. Bakaðu í 45 mínútur (hugsanlega aðeins lengur eða þar til tannstöng- ull kemur hreinn út. Taktu brauðið úr ofninum og leyfðu því að kólna í fimm mínútur. Taktu brauðið úr forminu, helltu yfir það smávegis sírópi og stráðu svo á það perlu- sykri. Njóttu með vinum, fjölskyldu eða ein/n yfir góðri jólamynd. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is þess að það er hljótt, lítil streita og Reykjavík er lítil borg. Við þurftum að endurræsa okkur og einblína á það sem skiptir máli eins og fjölskyldan, tími án áhyggja og náttúran.“ Frönsk sælkerajól Emilie kann að meta jólin á Íslandi en segir þó fátt jafn töfrandi og jólin í heimalandinu. „Ég ætla ekki að ljúga, ég elska jólin í Frakklandi. Við höfum verið hér um jólin. Nú í ár ætlum við að fara til foreldra minna, sem búa nálægt París. Við erum mjög spennt að fara. En ég Mozart við kertaljós Styrkt af Tónlistarsjóði Menntamálaráðuneytisins, Reykjvíkurborg, Hafnarfjarðarbæ, Kópavogsbæ og Garðabæ Miðasala við innganginn og á tix.is - Miðaverð kr. 3.500 / 2.500 Hafnarfjarðarkirkju fimmtudag 19. des. kl 21.00 Kópavogskirkju föstudag 20. des. kl 21.00 Garðakirkju laugardag 21. des. kl 21.00 Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudag 22. des. kl 21.00 Camerarctica Mozart by candlelight Kammertónlist á aðventu 2019 JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 970
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.