Fréttablaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 99
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Listakonurnar fimm, Guðný Hafsteinsdóttir, Katrín V. Karlsdóttir, Guðný M.
Magnúsdóttir, Dagný Gylfadóttir
og Embla Sigurgeirsdóttir, hönn-
uðu jólakúlurnar og fóru með þær
í Grasagarðinn í Laugardal þar sem
þær skreyttu með þessum fallegu
íslensku kúlum. Listrænt hand-
bragð þeirra fékk að geisla úti í
náttúrunni.
„Hugmyndin um að skreyta tré
úti í náttúrunni vaknaði í spjalli á
fundi hjá okkur. Í fyrstu ætluðum
við bara að gera þetta fyrir heima-
síðuna okkar en svo kom löngunin
að gera eitthvað nýtt og skemmti-
legt og setja afrakstur vinnu okkar
á tré í Laugardal. Okkur þótti ekki
verra að komast í jólablaðið með
þetta,“ segir Guðný í samtali við
Fréttablaðið en hún hlaut Skúla-
verðlaunin á fimmtudag fyrir jóla-
kúluna sína á Ráðhúsmarkaðinum.
Átta konur reka Kaolin á Skóla-
vörðustíg 5 en það varð tíu ára
í fyrra. Þær skiptast á að standa
vaktina og geta um leið kynnst
viðskiptavinum sínum. „Við
getum sagt frá hlutunum okkar án
nokkurra milliliða,“ segir Guðný.
Jólakúlurnar fást hjá þeim
stelpum í galleríinu og þar er hægt
að skoða úrvalið.
Jólakúlur með listarinnar höndum
Fimm listakonur sem eru hluti þeirra sem reka
galleríið Kaolin fengu þá skemmtilegu hugmynd
að hanna eigin jólakúlur. Listakonurnar leggja
mikinn metnað í hverja kúlu og engin er eins.
Snjókúla nefnist gripur Guðnýjar Magnúsdóttur. „Hvítar kúlur með
götum eru eins konar tilbrigði við snjóinn og veturinn.”
Verðlaunakúla. Jólakúla Guðnýjar nefnist YOLO og
er svolítið eins og landakort með rauf fyrir bandið.
„YOLO er stytting á You Only Live Once, sem er
enskt orðatiltæki sem ungt fólk notar bæði á Ís-
landi og erlendis. En jörðin okkar
lifir líka aðeins einu sinni og
þess vegna langaði mig að
nefna kúlurnar þessu nafni.
YOLO kúlurnar vísa þó ekki
aðeins í jörðina heldur líka
himintunglin, miðbaug og
hringi Satúrnusar,” segir hún.
Jólakúla sem eru eins og demantar eftir Emblu
Sigurgeirsdóttur. „Hugmyndin að þeim þróaðist út
frá skartgripum sem ég hef verið að gera en þetta
eru eins konar jólademantar.”
Poppkorn og lakkrís eru eftir Svöfu Einarsdóttur.
Stjörnurnar eru eftir Dagnýju Gísladóttur og
hjörtun eru eftir Þórdísi Baldursdóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Jólakúla Katrínar. „Verkin mín eru brennd í holu
eða tunnu með lifandi eldi og stuðst við brennslu-
aðferðir fornaldar. Þessar brennslur eru fram-
kvæmdar utandyra og frumkraftar náttúrunnar,
vindur, hitastig, rakastig, jörð, vatn, loft og eldur
hafa áhrif á útkomuna. Einnig hefur val á eldsmat
mikil áhrif á lokaniðurstöðu.
Viður, kúamykja, hrossatað,
þang, kaffikorgur, koparþræðir,
stálull, þurrkaður gróður og
kemísk efni gefa mismunandi
liti og munstur.“
Listakonurnar fimm með tréð sem þær hafa skreytt með eigin jólakúlum. Guðný Hafsteinsdóttir lengst til vinstri, þá
Katrín V. Karlsdóttir, Guðný M. Magnúsdóttir, á móti hægra megin eru Dagný Gylfadóttir og Embla Sigurgeirsdóttir.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
FLOTT JÓLAGJÖF, FYRIR FLOTTAR KONUR
JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 978