Fréttablaðið - 26.11.2019, Side 107
Jólamerkimiðar Rauða krossins hafa verið gefnir út og bornir í hús frá árinu
1996. Miðarnir fóru í
dreifingu í síðustu viku og eiga nú
að vera komnir á öll heimili sem
af þakka ekki fjölpóst. Í gegnum
tíðina hafa það verið listamenn
sem skreyta miðana, en í ár var
ákveðið að breyta til og láta
hundavini Rauða krossins prýða
merkimiðana.
„Merkimiðarnir eru hluti af fjár-
öflun Rauða krossins, en þó að fólk
hafi ekki tök á að borga fyrir þá
viljum við samt að þeir séu nýttir
ef fólk vantar fallega merkimiða
á pakkana sína,“ segir Brynhildur
Bolladóttir, upplýsingafulltrúi
Rauða krossins. „Merkimiðarnir
eru seldir til að styrkja innan-
landsverkefni okkar, en þau helstu
eru að reka hjálparsíma Rauða
krossins, 1717, og sinna neyðar-
vörnum um allt land en Rauði
krossinn er hlekkur í almanna-
varnakeðjunni. Við opnum
fjöldahjálparstöðvar ef þörf krefur
vegna óveðurs eða eldgosa.“
Margar heimsóknir í viku
„Heimsóknarvinir eru sjálf boða-
liðar á vegum Rauða krossins sem
heimsækja fólk á heimili þess, á
stofnanir, sambýli og dvalar- og
hjúkrunarheimili um land allt,“
segir Brynhildur. „Áætlað er að
heimsóknarvinirnir, þar á meðal
hundavinirnir, nái til á annað
þúsund manns í hverri viku.
Heimsókn getur falið í sér
spjall, gönguferð, bíltúr, upp-
lestur, aðstoð við handavinnu og
ýmislegt f leira,“ segir Brynhildur.
„Reynt er að mæta þörfum og
óskum gestgjafanna eins vel og
hægt er.
Heimsóknarvinir eiga fyrst og
fremst að veita félagsskap, nær-
veru og hlýju. Þeir sækja undir-
búningsnámskeið og eru bundnir
trúnaði við þá sem þeir heim-
sækja,“ segir Brynhildur. „Áhuga-
samir geta skráð sig sem sjálf-
boðaliða á vef Rauða krossins.“
Hundavinirnir eru vinsælir
„Heimsóknarvinur með hund
sinnir sömu verkefnum og aðrir
heimsóknarvinir, en hundurinn
mætir með. Heimsóknarhundarnir
heimsækja til dæmis dvalarheimili
aldraðra og heimili fyrir langveik
börn með eigendum sínum. Þeir
heimsækja nánast öll dvalarheimili
á höfuðborgarsvæðinu reglu-
lega, sem og mörg dvalarheimili á
landsbyggðinni,“ segir Brynhildur.
„Þeir hafa notið mikilla vinsælda
frá upphafi og sinna hlutverki sínu
með stakri prýði hvar sem þeir
koma og kalla alltaf fram gleði.
Rannsóknir sýna að hundar geti
náð afar vel til fólks, stundum betur
en við mannfólkið,“ segir Bryn-
hildur. „Fyrst heimsóttu hundarnir
bara dvalarheimili og stofnanir, en
það hefur verið töluverð fjölgun á
heimsóknum á einkaheimili og nú
nýtur fólk á öllum aldri heimsókna
þeirra.“
Ekki fyrir hvaða hund sem er
„Þeir sem hafa áhuga á að gera
hundinn sinn að heimsóknarhundi
geta kynnt sér færniviðmið á vef
Rauða krossins, en hundurinn þarf
að vera orðinn tveggja ára og má
helst ekki vera eldri en 10 ára,“ segir
Brynhildur. „ Hann þarf að vera
hlýðinn, rólegur og félagslyndur,
ásamt því að þola ýmiss konar
áreiti og hnoð. Á vefnum eru þessi
viðmið útlistuð ítarlega og þar er
einnig hægt að sækja um.
Þeir sem vilja taka þátt þurfa
svo að fara með hundinum sínum
í grunnmat, en þar er metið hvort
eigandi og hundur séu færir um
að taka þátt í verkefninu. Svo
þurfa eigandi og hundur að sækja
hundanámskeið sem fer fram í
tveimur hlutum, ásamt námskeiði
fyrir almenna heimsóknarvini og
grunnnámskeið Rauða krossins.“
Nokkrir af hinum ofurkrúttlegu
hundavinum fóru í myndatöku
fyrir merkimiðana fyrir skömmu.
„Þeir voru fáránlega stilltir í þess-
ari myndatöku,“ segir Brynhildur.
„Þetta fór fram í Öskjuhlíð þar sem
eru fuglar og fólk út um allt, en
þeir sátu allir alveg grafkyrrir með
klútinn sinn og vissu alveg að þeir
væru í vinnunni og þyrftu að haga
sér vel.“
Hundavinir á öllum heimilum
Jólamerkimiðum Rauða krossins hefur nú verið dreift á heimili landsins, en í ár eru þeir skreyttir hundavinum Rauða krossins.
Hundarnir eru sérlega prúðir og góðir, en þeir heimsækja fjölda fólks í hverri viku og veita þeim félagsskap, nærveru og hlýju.
Brynhildur segir að merkimiðarnir styrki innanlands-
verkefni Rauða krossins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Hundarnir verða að vera mjög agaðir. MYND/SIGGA ELLA
Öll heimili ættu að hafa fengið
merkimiðana með hundavinum inn
um lúguna. MYND/SIGGA ELLA
Hundavinirnir sátu grafkyrrir í
myndatökunni. MYND/SIGGA ELLA
Að sjálfsögðu skörtuðu hundarnir
sínu fegursta í myndatökunni, sem
fór fram í Öskjuhlíð. MYND/SIGGA ELLA
Heimsóknarhundar þurfa að vera
orðnir tveggja ára og helst ekki
eldri en 10 ára. MYND/SIGGA ELLA
Sígrænu jólatrén eru í hæsta gæðaflokki auk
þess að vera mjög falleg og líkjast þannig
raunverulegum trjám.
Við bjóðum nú upp á 5 mismunandi gerðir af
jólatrjám í mörgum stærðum, með og án LED
ljósa. Einföld samsetning og aldrei meira úrval.
Skoðaðu kostina
• Ekkert barr að ryksuga
• Ekki ofnæmisvaldandi
• 12 stærðir (60-500 cm)
• Fáanlegt með ljósaseríu
• Íslenskar leiðbeiningar
• Eldtraust
• Engin vökvun
• Stálfótur fylgir
Falleg jólatré
Verið velkomin í jólaskóg
skátanna í Hraunbæ 123 eða
verslaðu beint á sigraena.is
- sem endast ár eftir ár!
Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.sigraena.is
Opnunartímar:
Virkir dagar kl. 09-18
Helgar kl. 12-18
JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 986