Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 107

Fréttablaðið - 26.11.2019, Síða 107
Jólamerkimiðar Rauða krossins hafa verið gefnir út og bornir í hús frá árinu 1996. Miðarnir fóru í dreifingu í síðustu viku og eiga nú að vera komnir á öll heimili sem af þakka ekki fjölpóst. Í gegnum tíðina hafa það verið listamenn sem skreyta miðana, en í ár var ákveðið að breyta til og láta hundavini Rauða krossins prýða merkimiðana. „Merkimiðarnir eru hluti af fjár- öflun Rauða krossins, en þó að fólk hafi ekki tök á að borga fyrir þá viljum við samt að þeir séu nýttir ef fólk vantar fallega merkimiða á pakkana sína,“ segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „Merkimiðarnir eru seldir til að styrkja innan- landsverkefni okkar, en þau helstu eru að reka hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og sinna neyðar- vörnum um allt land en Rauði krossinn er hlekkur í almanna- varnakeðjunni. Við opnum fjöldahjálparstöðvar ef þörf krefur vegna óveðurs eða eldgosa.“ Margar heimsóknir í viku „Heimsóknarvinir eru sjálf boða- liðar á vegum Rauða krossins sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli og dvalar- og hjúkrunarheimili um land allt,“ segir Brynhildur. „Áætlað er að heimsóknarvinirnir, þar á meðal hundavinirnir, nái til á annað þúsund manns í hverri viku. Heimsókn getur falið í sér spjall, gönguferð, bíltúr, upp- lestur, aðstoð við handavinnu og ýmislegt f leira,“ segir Brynhildur. „Reynt er að mæta þörfum og óskum gestgjafanna eins vel og hægt er. Heimsóknarvinir eiga fyrst og fremst að veita félagsskap, nær- veru og hlýju. Þeir sækja undir- búningsnámskeið og eru bundnir trúnaði við þá sem þeir heim- sækja,“ segir Brynhildur. „Áhuga- samir geta skráð sig sem sjálf- boðaliða á vef Rauða krossins.“ Hundavinirnir eru vinsælir „Heimsóknarvinur með hund sinnir sömu verkefnum og aðrir heimsóknarvinir, en hundurinn mætir með. Heimsóknarhundarnir heimsækja til dæmis dvalarheimili aldraðra og heimili fyrir langveik börn með eigendum sínum. Þeir heimsækja nánast öll dvalarheimili á höfuðborgarsvæðinu reglu- lega, sem og mörg dvalarheimili á landsbyggðinni,“ segir Brynhildur. „Þeir hafa notið mikilla vinsælda frá upphafi og sinna hlutverki sínu með stakri prýði hvar sem þeir koma og kalla alltaf fram gleði. Rannsóknir sýna að hundar geti náð afar vel til fólks, stundum betur en við mannfólkið,“ segir Bryn- hildur. „Fyrst heimsóttu hundarnir bara dvalarheimili og stofnanir, en það hefur verið töluverð fjölgun á heimsóknum á einkaheimili og nú nýtur fólk á öllum aldri heimsókna þeirra.“ Ekki fyrir hvaða hund sem er „Þeir sem hafa áhuga á að gera hundinn sinn að heimsóknarhundi geta kynnt sér færniviðmið á vef Rauða krossins, en hundurinn þarf að vera orðinn tveggja ára og má helst ekki vera eldri en 10 ára,“ segir Brynhildur. „ Hann þarf að vera hlýðinn, rólegur og félagslyndur, ásamt því að þola ýmiss konar áreiti og hnoð. Á vefnum eru þessi viðmið útlistuð ítarlega og þar er einnig hægt að sækja um. Þeir sem vilja taka þátt þurfa svo að fara með hundinum sínum í grunnmat, en þar er metið hvort eigandi og hundur séu færir um að taka þátt í verkefninu. Svo þurfa eigandi og hundur að sækja hundanámskeið sem fer fram í tveimur hlutum, ásamt námskeiði fyrir almenna heimsóknarvini og grunnnámskeið Rauða krossins.“ Nokkrir af hinum ofurkrúttlegu hundavinum fóru í myndatöku fyrir merkimiðana fyrir skömmu. „Þeir voru fáránlega stilltir í þess- ari myndatöku,“ segir Brynhildur. „Þetta fór fram í Öskjuhlíð þar sem eru fuglar og fólk út um allt, en þeir sátu allir alveg grafkyrrir með klútinn sinn og vissu alveg að þeir væru í vinnunni og þyrftu að haga sér vel.“ Hundavinir á öllum heimilum Jólamerkimiðum Rauða krossins hefur nú verið dreift á heimili landsins, en í ár eru þeir skreyttir hundavinum Rauða krossins. Hundarnir eru sérlega prúðir og góðir, en þeir heimsækja fjölda fólks í hverri viku og veita þeim félagsskap, nærveru og hlýju. Brynhildur segir að merkimiðarnir styrki innanlands- verkefni Rauða krossins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Hundarnir verða að vera mjög agaðir. MYND/SIGGA ELLA Öll heimili ættu að hafa fengið merkimiðana með hundavinum inn um lúguna. MYND/SIGGA ELLA Hundavinirnir sátu grafkyrrir í myndatökunni. MYND/SIGGA ELLA Að sjálfsögðu skörtuðu hundarnir sínu fegursta í myndatökunni, sem fór fram í Öskjuhlíð. MYND/SIGGA ELLA Heimsóknarhundar þurfa að vera orðnir tveggja ára og helst ekki eldri en 10 ára. MYND/SIGGA ELLA Sígrænu jólatrén eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Við bjóðum nú upp á 5 mismunandi gerðir af jólatrjám í mörgum stærðum, með og án LED ljósa. Einföld samsetning og aldrei meira úrval. Skoðaðu kostina • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Fáanlegt með ljósaseríu • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • Stálfótur fylgir Falleg jólatré Verið velkomin í jólaskóg skátanna í Hraunbæ 123 eða verslaðu beint á sigraena.is - sem endast ár eftir ár! Hraunbær 123 | s. 550 9800 | www.sigraena.is Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Helgar kl. 12-18 JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 986
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.