Fréttablaðið - 26.11.2019, Page 109
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Leikarinn og grínistinn Vil-helm Neto bjó í Portúgal þar til hann var 14 ára gamall og
eyddi jólunum yfirleitt þar sem
barn. Hann segir að þó að hátíðin
sé vitaskuld að mörgu leyti svipuð
sé samt ýmiss konar munur á jóla-
hátíðunum á Íslandi og í Portúgal.
„Í dag reyni ég að fara á milli
landanna einu sinni á ári, en það
verður sífellt erfiðara að finna
tíma eftir því sem maður verður
eldri,“ segir Vilhelm. „Það kostar
líka svo mikið að fara, því það er
ekkert beint f lug frá Íslandi. Ég
þarf yfirleitt að fljúga frá Dan-
mörku. Það var einu sinni í tísku á
Íslandi að fara í frí til Portúgal, en
ekki lengur.
Núna reyni ég að skipta jólunum
á milli landanna, en í ár verð ég að
vísu í Danmörku með kærustunni
minni og fjölskyldunni hennar,
sem leggst mjög vel í mig, því ég
er mjög mikið fyrir danskan jóla-
mat,“ segir Vilhelm. „Það verður
líka gaman að prófa að upplifa
jólastemninguna í nýju landi.“
Portúgalir eru kaþólskir
„Jólin í Portúgal eru mjög kristileg
og heilög, þar er miklu meiri
áhersla á trúna,“ segir Vilhelm.
„Maður sér það til dæmis þegar
maður kveikir á sjónvarpinu, þar
er næstum alltaf bein útsending
eða upptaka af messu. Það er líka
barnaefni og svona almennt jóla-
efni sýnt, en maður tekur mikið
eftir jólamessunum.
Sjálfur reyni ég að fara á mið-
næturmessu 24. desember sem
kallast Misa de gallo og er haldin
vegna þess að einhver hani söng
á miðnætti til að kynna komu
Messíasar,“ segir Vilhelm. „Við
pabbi förum í hana, þó að við
séum ekki sérlega trúaðir. Þetta er
bara svo sterk hefð, þó að þetta sé
skrítinn tími, Portúgalar eru svo
rosalega kaþólskir.
Það besta við jólin í Portúgal er
jólamaturinn, en þá borða allir
saltfisk. Það éta náttúrulega allir
eins og brjálæðingar á jólunum
en Portúgalar taka það alveg á
nýtt stig, þeir éta svo óheyri-
lega mikið. Það er bara hluti af
stemningunni,“ segir Vilhelm. „Ég
fíla saltfisk af því að í Portúgal
eru þúsund mismunandi leiðir til
að elda hann. Jólasaltfiskurinn er
samt mjög einfaldur og hefðbund-
inn réttur sem er frá tíma þar sem
fólk var fátækara og átti að vera
þakklátt fyrir að geta borðað salt-
fisk. Mér finnst hann samt góður.
Mér finnst það eiginlega svo-
lítið skrítið hvað jólamaturinn
er misjafn á Íslandi, fólk borðar
alls konar hluti og ekki endilega
það sama á hverju ári,“ útskýrir
Vilhelm.
Aðdáandi jólasveinanna
„Í raun held ég að jólin séu svipuð
um allan heim, þetta er fjöl-
skylduhátíð og tími þar sem fjöl-
skyldur hittast,“ segir Vilhelm.
„Í Portúgal eru gjafirnar opnaðir
á aðfangadagskvöld eins og á
Íslandi, en ekki á jóladag, eins
og sums staðar annars staðar.
Það var að minnsta kosti þannig
hjá mér og ég er nokkuð viss um
að það hafi ekki verið einhver
íslensk áhrif í minni fjölskyldu.
Það sem mér fannst skrítnast
við jólin á Íslandi þegar ég var
ungur voru jólasveinarnir þret-
tán,“ segir Vilhelm. „Það var erfitt
að venjast þeim og mér finnst ég
enn þá vera að læra eitthvað um
þá, þeir eru svo margir.
Í Portúgal er bara einn jóla-
sveinn, sem kemur í bæinn
með Coca-Cola lestinni,“ segir
Vilhelm. „Hér eru líka Grýla,
Leppalúði og jólakötturinn, sem
eru mjög ólík því sem ég vandist í
Portúgal. Þar er öll áherslan bara
á Jesúbarnið og jólasveininn, sem
er ósköp hégómlegur, þó að hann
eigi að vera dýrlingurinn Sankti
Nikulás. Maður lærir allt um dýr-
lingana og hann er einn þeirra,
en hann er mjög ameríkaniser-
aður.
Íslensku jólasveinarnir eru satt
að segja bara skrítnir í saman-
burði við allt!“ segir Vilhelm.
„En mér þykir mjög vænt um
þá alla og ég er mikill aðdáandi
þeirra. Venjulegi jólasveinn-
inn er fínn, en þessir þrettán
íslensku jólasveinar eru bara svo
miklu áhugaverðari, því þeir eru
svo miklir prakkarar, á meðan
hinn er bara góður. Það er líka
miklu meiri stemning í kringum
mömmu sem étur börn.
Gluggagægir er samt orðinn
mjög skrítinn nú til dags,“ segir
Vilhelm. „Ég veit ekki hvenær
hann var sniðugur og skil ekki
alveg hvaðan sú hugmynd kom,
það er allt mjög skrítið. Það er
eins og einhver hafi verið að
reyna að finna ástæðu til að
haga sér furðulega. Svo finnst
mér Kertasníkir vera hunsaður
dálítið. Hann kemur svo seint að
allir eru orðnir uppteknir við að
halda upp á jólin. Hann fær ekki
athyglina sem hann á skilið.“
Heimsókn til ókunnugra
„Ég held að uppáhalds portú-
galski jólasiðurinn minn sé að
fara til nágrannanna, mér þykir
vænt um það,“ segir Vilhelm.
„Á aðfangadag eða jóladag er
oft kveikt bál og þá kemur fólk
saman. Síðan fer fólk að heim-
sækja nágranna sína, þó það
þekki þá ekki neitt. Síðast fór ég
með kærustunni minni heim til
fólks sem ég þekkti ekkert og við
vissum ekkert hvað við vorum
að gera þarna. Svo er maður
bara í rólegheitunum heima hjá
einhverjum sem maður þekkir
ekkert á jólunum, bara svona að
tékka á stemningunni. Það er
rosalega steikt.“
Vilhelm segist þó ekki sakna
neins við portúgalskt jólahald,
bara fjölskyldunnar.
„Ég ætlaði að heimsækja þau
um jólin er keypti miða of seint,
þannig að það var of dýrt,“ segir
Vilhelm.
„Það verður leiðinlegt að sjá
ekki pabba og systur mína en
maður getur ekki alltaf gert allt.
Jólin í Danmörku verða örugglega
ekki svo galin heldur, þar eru alls
konar hefðir og mér finnst eins
og ég sé alltaf að heyra um nýjan
danskan jóladrykkjuleik.“
Vilhelm er ekki í nokkrum vafa
um hvað er uppáhaldið hans við
jólin.
„Malt og appelsín! Ég er brjál-
aður í það og þarf alltaf að reyna
að hægja á mér, því það er ekki
hollt að drekka svona mikið gos,“
segir hann.
Annars verður nóg að gera hjá
Vilhelm fram að jólum.
„Ég er með uppistand og ég og
Fjölnir Gíslason erum með hlað-
varpið Já OK! sem er hluti af dag-
skrá RÚV Núll,“ segir hann. „Svo
er ég líka að taka upp sjónvarps-
þætti þessa dagana, en ég get ekki
sagt neitt um þá annað en að það
er mjög fyndið og gott stöff.“
Jólasveinarnir eru langskrítnastir
Vilhelm Neto segir að hann hafi átt erfitt með að venjast íslensku jólasveinunum eftir að hann flutti til landsins en
að hann sé mjög hrifinn af þeim. Hann er samt hrifinn af mörgum íslenskum siðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Vilhelm Neto ólst upp
í Portúgal en hefur
búið á Íslandi í rúman
áratug. Hann segir að
það sé meiri áhersla
lögð á kristnina á jólum
í Portúgal og að íslensku
jólasveinarnir séu það
skrítnasta við jólin hér.
Við hlustum!
Kringlan Grandi Glerártorg Fjörður
Við erum með ótrúlegt úrval
af flottum snyrtivörum sem
smellpassa í litla og stóra
pakka fyrir uppáhaldsfólkið þitt.
Gefðu bestu rJólagjafirna
JÓL 2019 2 6 . N Ó V E M B E R 2 0 1 988